Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. apríl 2025 10:56 Fundir dagsins eru þeir fyrstu sem forsetarnir eiga í eigin persónu eftir fundinn umtalaða í febrúar. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti og Volodímír Selenskí Úkraínuforseti áttu korterslangan fund inni í Péturskirkjunni í Páfagarði rétt fyrir útför Frans páfa í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Hvíta húsinu var fundurinn „mjög árangursríkur“. BBC hefur eftir talsmanni Úkraínustjórnar að forsetarnir muni hittast aftur síðdegis. Trump og Selenskí voru báðir viðstaddir útför Frans Páfa ásamt eiginkonum sínum og fleiri þjóðarleiðtogum. Áætlað er að um 200 þúsund manns hafi verið viðstaddir. Trump greindi frá því í gær að Rússar og Úkraínumenn, ásamt Bandaríkjamönnum, væru að nálgast samkomulag í yfirstandandi friðarviðræðum. Tilkynningin kom í kjölfar fundar Steve Witkoff sendifulltrúa Bandaríkjastjórnar og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Mosku í gær. Þar báru þeir saman tillögur Bandaríkjastjórnar annars vegar og Evrópuríkja og Úkraínu hins vegar að friðarsamkomulagi. Sjá einnig: Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Tillögurnar tvær voru talsvert frábrugðnar hvorri annarri. Í tillögu Bandaríkjastjórnar er til að mynda gert ráð fyrir að Bandaríkin viðurkenni yfirráð Rússa yfir Krímskaga. Evrópsk-úkraínska tillagan gerir aftur á móti ekki ráð fyrir að Úkraínumenn gefa eftir neitt landsvæði fyrr en mögulega eftir að samið verður um vopnahlé. Bandaríkjastjórn hefur hótað því að hætta að skipta sér af friðarumleitunum í Úkraínu ef stríðandi fylkingar samþykkja ekki tillögur hennar að friði. Fundur Trump og Selenskí er sá fyrsti sem þeir eiga í eigin persónu eftir fundinn sem þeir áttu ásamt J.D. Vance varaforseta Bandaríkjanna í lok febrúar. Á þeim fundi sökuðu Trump og Vance Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og sögðu hann hætta á heimsstyrjöld. Fundurinn í febrúar vakti mikla umræðu og flestir leiðtogar Evrópuríkjanna fordæmdu hegðun Bandaríkjamannanna á honum. Donald Trump Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Andlát Frans páfa Páfagarður Tengdar fréttir Þrír látnir og tugir særðir Úkraínumenn segja að þrír séu látnir hið minnsta í árásum Rússa á landið í nótt sem hafa haldið áfram þrátt fyrir gagnrýni Trumps Bandaríkjaforseta á athæfin í gær. Eitt barn liggur í valnum og tugir eru særðir. Hundrað og þrír drónar voru notaðir við árásir í nótt sem beindust aðallega að borgunum Kharkiv og Pavlohrad þar sem dauðsföllin urðu. 25. apríl 2025 08:45 Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Vefverslun Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur hafið sölu á klæðnaði merktum „Trump 2028“. Forsetinn hefur ýjað að því að hann hyggist bjóða sig fram aftur 2028 þrátt fyrir að hann megi það ekki samkvæmt stjórnarskrá. 25. apríl 2025 08:00 „Vladímír, HÆTTU!“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segist mjög óánægður með loftárásir Rússa á Kænugarð í nótt og biður Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að hætta árásunum. 24. apríl 2025 13:56 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Hvíta húsinu var fundurinn „mjög árangursríkur“. BBC hefur eftir talsmanni Úkraínustjórnar að forsetarnir muni hittast aftur síðdegis. Trump og Selenskí voru báðir viðstaddir útför Frans Páfa ásamt eiginkonum sínum og fleiri þjóðarleiðtogum. Áætlað er að um 200 þúsund manns hafi verið viðstaddir. Trump greindi frá því í gær að Rússar og Úkraínumenn, ásamt Bandaríkjamönnum, væru að nálgast samkomulag í yfirstandandi friðarviðræðum. Tilkynningin kom í kjölfar fundar Steve Witkoff sendifulltrúa Bandaríkjastjórnar og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Mosku í gær. Þar báru þeir saman tillögur Bandaríkjastjórnar annars vegar og Evrópuríkja og Úkraínu hins vegar að friðarsamkomulagi. Sjá einnig: Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Tillögurnar tvær voru talsvert frábrugðnar hvorri annarri. Í tillögu Bandaríkjastjórnar er til að mynda gert ráð fyrir að Bandaríkin viðurkenni yfirráð Rússa yfir Krímskaga. Evrópsk-úkraínska tillagan gerir aftur á móti ekki ráð fyrir að Úkraínumenn gefa eftir neitt landsvæði fyrr en mögulega eftir að samið verður um vopnahlé. Bandaríkjastjórn hefur hótað því að hætta að skipta sér af friðarumleitunum í Úkraínu ef stríðandi fylkingar samþykkja ekki tillögur hennar að friði. Fundur Trump og Selenskí er sá fyrsti sem þeir eiga í eigin persónu eftir fundinn sem þeir áttu ásamt J.D. Vance varaforseta Bandaríkjanna í lok febrúar. Á þeim fundi sökuðu Trump og Vance Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og sögðu hann hætta á heimsstyrjöld. Fundurinn í febrúar vakti mikla umræðu og flestir leiðtogar Evrópuríkjanna fordæmdu hegðun Bandaríkjamannanna á honum.
Donald Trump Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Andlát Frans páfa Páfagarður Tengdar fréttir Þrír látnir og tugir særðir Úkraínumenn segja að þrír séu látnir hið minnsta í árásum Rússa á landið í nótt sem hafa haldið áfram þrátt fyrir gagnrýni Trumps Bandaríkjaforseta á athæfin í gær. Eitt barn liggur í valnum og tugir eru særðir. Hundrað og þrír drónar voru notaðir við árásir í nótt sem beindust aðallega að borgunum Kharkiv og Pavlohrad þar sem dauðsföllin urðu. 25. apríl 2025 08:45 Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Vefverslun Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur hafið sölu á klæðnaði merktum „Trump 2028“. Forsetinn hefur ýjað að því að hann hyggist bjóða sig fram aftur 2028 þrátt fyrir að hann megi það ekki samkvæmt stjórnarskrá. 25. apríl 2025 08:00 „Vladímír, HÆTTU!“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segist mjög óánægður með loftárásir Rússa á Kænugarð í nótt og biður Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að hætta árásunum. 24. apríl 2025 13:56 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Þrír látnir og tugir særðir Úkraínumenn segja að þrír séu látnir hið minnsta í árásum Rússa á landið í nótt sem hafa haldið áfram þrátt fyrir gagnrýni Trumps Bandaríkjaforseta á athæfin í gær. Eitt barn liggur í valnum og tugir eru særðir. Hundrað og þrír drónar voru notaðir við árásir í nótt sem beindust aðallega að borgunum Kharkiv og Pavlohrad þar sem dauðsföllin urðu. 25. apríl 2025 08:45
Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Vefverslun Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur hafið sölu á klæðnaði merktum „Trump 2028“. Forsetinn hefur ýjað að því að hann hyggist bjóða sig fram aftur 2028 þrátt fyrir að hann megi það ekki samkvæmt stjórnarskrá. 25. apríl 2025 08:00
„Vladímír, HÆTTU!“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segist mjög óánægður með loftárásir Rússa á Kænugarð í nótt og biður Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að hætta árásunum. 24. apríl 2025 13:56