Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2025 11:06 Sænskir lögreglumenn að störfum í Stokkhólmi. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti. Vísir/Getty Stúlka á leikskólaaldri og móðir hennar eru alvarlega særðar eftir að sprengingu á heimili þeirra í Tumba, úthverfi Stokkhólms í gærkvöldi. Enginn hefur verið handtekinn vegna sprengingarinnar en ekki er talið að mæðgurnar hafi verið skotmark hennar. Sprengingin varð um klukkan 23:40 að staðartíma í gærkvöldi, að sögn sænska ríkisútvarpsins. Nágranni sem kom mæðgunum til hjálpar segir að þær hafi verið sofandi saman í herbergi en faðirinn og eldra systkini hafi verið annars staðar í íbúðinni. Talsmaður lögreglunnar í Stokkhólmi segir sprenginguna hafa orðið inni í húsinu en ekki sé ljóst hvað sprakk. Talið sé að einhver hafi valdið sprengingunni sem er sem stendur rannsökuð sem alvarleg ógn við almannaöryggi. Talsmaðurinn segir að skilgreiningin á glæpnum gæti tekið breytingum eftir því sem rannsókn vindur fram. Samkvæmt heimildum ríkisútvarpsins var skotmark sprengingarinnar maður sem býr ekki í húsinu. Svo virðist sem að tilræðismaðurinn eða mennirnir hafi verið húsavillt. Eldur kviknaði við sprenginguna og er húsið sagt mikið skemmt af völdum hans. Slökkviliði tókst þó að koma í veg fyrir að eldurinn breiddi úr sér til nærliggjandi húsa. Hrina sprenginga hefur átt sér stað í Svíþjóð frá áramótum. Í lok janúar sagði lögregla að skýr tengsl væru á milli þeirra og glæpasamtaka sem beittu ofbeldi til þess að kúga fé út úr fólki. Á þeim tíma hafði verið tilkynnt um þrjátíu sprengingar frá áramótum. Svíþjóð Erlend sakamál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
Sprengingin varð um klukkan 23:40 að staðartíma í gærkvöldi, að sögn sænska ríkisútvarpsins. Nágranni sem kom mæðgunum til hjálpar segir að þær hafi verið sofandi saman í herbergi en faðirinn og eldra systkini hafi verið annars staðar í íbúðinni. Talsmaður lögreglunnar í Stokkhólmi segir sprenginguna hafa orðið inni í húsinu en ekki sé ljóst hvað sprakk. Talið sé að einhver hafi valdið sprengingunni sem er sem stendur rannsökuð sem alvarleg ógn við almannaöryggi. Talsmaðurinn segir að skilgreiningin á glæpnum gæti tekið breytingum eftir því sem rannsókn vindur fram. Samkvæmt heimildum ríkisútvarpsins var skotmark sprengingarinnar maður sem býr ekki í húsinu. Svo virðist sem að tilræðismaðurinn eða mennirnir hafi verið húsavillt. Eldur kviknaði við sprenginguna og er húsið sagt mikið skemmt af völdum hans. Slökkviliði tókst þó að koma í veg fyrir að eldurinn breiddi úr sér til nærliggjandi húsa. Hrina sprenginga hefur átt sér stað í Svíþjóð frá áramótum. Í lok janúar sagði lögregla að skýr tengsl væru á milli þeirra og glæpasamtaka sem beittu ofbeldi til þess að kúga fé út úr fólki. Á þeim tíma hafði verið tilkynnt um þrjátíu sprengingar frá áramótum.
Svíþjóð Erlend sakamál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira