Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. apríl 2025 20:02 Birgir Jónasson settur forstjóri fangelsismálastofnunar segir fangelsin yfirfull. Vísir Fordæmalaust ástand hefur skapast í fangelsum landsins að sögn fangelsismálastjóra. Ekki sé hægt að taka á móti föngum í gæsluvarðhald eða afplánun. Stærsti hluti þeirra sem sæta gæsluvarðhaldi eru með erlent ríkisfang. Alvarlegt ástand blasir við í fangelsum landsins. Birgir Jónasson settur forstjóri fangelsismálastofnunar tekur undir áhyggjur Félags fangavarða. „Við getum ekki eins og staðan er núna tekið á móti fólki sem á að sitja í gæsluvarðhaldi eða í afplánun,“ segir hann. Meðal nýrra álagsþátta er að mun fleiri hælisleitendur þurfa að bíða í fangelsum en áður eftir brottvísun. Frá júní í fyrra hafa 72 þurft að bíða í fangelsi eftir því að vera vísað frá landinu. Þar af hafa 17 verið í gæsluvarðhaldi meðan þeir biðu. Refsingar fyrnast „Þetta eru rúmlega 70 prósent af þeim sem sæta gæsluvarðhaldi sem eru af erlendan uppruna. Einhver hluti er þarna vegna brottvísunar. Vegna þess að þeir hafa ekki landvistarleyfi en langstærstu leyti eru þetta einstaklingar sem eru grunaðir um refsiverða háttsemi og eru þá ýmis í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna eða á grundvelli almannahagsmuna, segir hann. Stórum hluta af gæsluvarðhaldsföngum er brottvísað en frá árinu 2024 eru þeir orðnir alls hundrað og fimm. Þeir sem þurfa að afplána dóma sína þurfa varla að hafa miklar áhyggjur af því að þurfa sitja inni þessa daganna því þeir komast ekki fyrir í fangelsunum. „Þessi keðjuverkunaráhrif sem notkun á gæsluvarðhaldi hefur því að við getum ekki kallað fólk inn í afplánun sem kann að hafa þau áhrif að refsingar þá fyrnast,“ segir hann. s Margir sluppu við að sitja inn í fyrra vegna ástandsins. „Þetta voru um hundrað refsidómar sem fyrntust á síðasta ári,“ segir hann. Þá sé öryggi fólks ógnað. „Þetta er mikið öryggismál, þetta er mikið álag fyrir fangaverði og annað sérhæft starfsfólk. Þetta er líka mikið öryggismál því það eru takmörk fyrir því hvað það er hægt að blanda fólki í fangelsum mikið saman,“ segir hann. Fangelsismál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Alvarlegt ástand blasir við í fangelsum landsins. Birgir Jónasson settur forstjóri fangelsismálastofnunar tekur undir áhyggjur Félags fangavarða. „Við getum ekki eins og staðan er núna tekið á móti fólki sem á að sitja í gæsluvarðhaldi eða í afplánun,“ segir hann. Meðal nýrra álagsþátta er að mun fleiri hælisleitendur þurfa að bíða í fangelsum en áður eftir brottvísun. Frá júní í fyrra hafa 72 þurft að bíða í fangelsi eftir því að vera vísað frá landinu. Þar af hafa 17 verið í gæsluvarðhaldi meðan þeir biðu. Refsingar fyrnast „Þetta eru rúmlega 70 prósent af þeim sem sæta gæsluvarðhaldi sem eru af erlendan uppruna. Einhver hluti er þarna vegna brottvísunar. Vegna þess að þeir hafa ekki landvistarleyfi en langstærstu leyti eru þetta einstaklingar sem eru grunaðir um refsiverða háttsemi og eru þá ýmis í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna eða á grundvelli almannahagsmuna, segir hann. Stórum hluta af gæsluvarðhaldsföngum er brottvísað en frá árinu 2024 eru þeir orðnir alls hundrað og fimm. Þeir sem þurfa að afplána dóma sína þurfa varla að hafa miklar áhyggjur af því að þurfa sitja inni þessa daganna því þeir komast ekki fyrir í fangelsunum. „Þessi keðjuverkunaráhrif sem notkun á gæsluvarðhaldi hefur því að við getum ekki kallað fólk inn í afplánun sem kann að hafa þau áhrif að refsingar þá fyrnast,“ segir hann. s Margir sluppu við að sitja inn í fyrra vegna ástandsins. „Þetta voru um hundrað refsidómar sem fyrntust á síðasta ári,“ segir hann. Þá sé öryggi fólks ógnað. „Þetta er mikið öryggismál, þetta er mikið álag fyrir fangaverði og annað sérhæft starfsfólk. Þetta er líka mikið öryggismál því það eru takmörk fyrir því hvað það er hægt að blanda fólki í fangelsum mikið saman,“ segir hann.
Fangelsismál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira