„Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 28. apríl 2025 21:50 Árni Bragi vill fylla Hlíðarenda. Vísir/Jón Gautur „Þetta eru bara tvö hörku lið, annað og fjórða sætið í deildinni og bara fiffty-fiffty leikir og við vitum að vera á heimavelli er alltaf auka fimm prósent. Það er búið að duga í fjögur skipti en núna þurfum við bara að ná að stela einum á útivelli,“ sagði Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar, eftir sigur gegn Val. Úrslitin þýða að fram undan er oddaleikur á föstudaginn um sæti í úrslitaeinvíginu við Fram. Afturelding var með yfirhöndina allan síðari hálfleikinn og sigldi sigrinum heim að lokum, þó Valsmenn náðu áhlaupi undir lok leiks. Lokatölur 29-26. Árni Bragi segir Val vera erfiðan andstæðing. „Þeir eru bara sjúklega vel drillaðir og trúa á það sem þeir eru að gera. Við náðum að stoppa ákveðna hluti í góðan tíma, svo eiga þeir ákveðin kerfi sem þeir fara þarna í sem við eigum erfiðara með og þeir eru svolítið að geyma þau þar til seint í leiknum, skiljanlega, menn orðnir þreyttir og annað. Við þurfum aðeins að laga þetta, að enda sóknirnar með skoti og keyra í vörn því okkur finnst okkur líða vel varnarlega. Þeir skora allavega tíu mörk í dag úr fyrstu til þriðju bylgju. Þegar við skilum okkur heim þá finnst mér við vera í góðum gír.“ Undir lok fyrri hálfleiksins kom 6-1 kafli hjá heimamönnum í kjölfar leikhlés hjá Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar, sem snéri leiknum Aftureldingu í vil og litu þeir ekki um öxl eftir það. Aðspurður hvað hafi verið farið yfir þar, þá hafði Árni Bragi þetta að segja. „Við fundum það bara, við vorum á heimavelli þannig að það var geggjuð stemning í okkur og flottur gír en spennustigið var bara örlítið of hátt. Við þurftum bara að muna eftir handboltanum, förum bara að gera það sem við kunnum þar. Við vorum bara búnir að vera taka lélegar ákvarðanir sóknarlega og gáfum þeim hraðaupphlaup. Við þurftum bara að vera með betri ákvarðanir sóknarlega og þá small þetta því vörnin var góð.“ Fram undan er oddaleikur á föstudaginn að Hlíðarenda. Aðspurður hvort Árni Bragi væri með einhver skilaboð fyrir Mosfellinga, þá var svarið einfalt. „Þetta er skemmtilegasti tími ársins, það eru bara allar úrslitakeppnir í gangi og ég treysti bara á að allt þetta fólk mæti og ég vill sjá allavega hundrað í viðbót,“ sagði Árni Bragi að lokum, en það var þétt setin stúkan að Varmá í kvöld. Handbolti Olís-deild karla Afturelding Valur Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
Afturelding var með yfirhöndina allan síðari hálfleikinn og sigldi sigrinum heim að lokum, þó Valsmenn náðu áhlaupi undir lok leiks. Lokatölur 29-26. Árni Bragi segir Val vera erfiðan andstæðing. „Þeir eru bara sjúklega vel drillaðir og trúa á það sem þeir eru að gera. Við náðum að stoppa ákveðna hluti í góðan tíma, svo eiga þeir ákveðin kerfi sem þeir fara þarna í sem við eigum erfiðara með og þeir eru svolítið að geyma þau þar til seint í leiknum, skiljanlega, menn orðnir þreyttir og annað. Við þurfum aðeins að laga þetta, að enda sóknirnar með skoti og keyra í vörn því okkur finnst okkur líða vel varnarlega. Þeir skora allavega tíu mörk í dag úr fyrstu til þriðju bylgju. Þegar við skilum okkur heim þá finnst mér við vera í góðum gír.“ Undir lok fyrri hálfleiksins kom 6-1 kafli hjá heimamönnum í kjölfar leikhlés hjá Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar, sem snéri leiknum Aftureldingu í vil og litu þeir ekki um öxl eftir það. Aðspurður hvað hafi verið farið yfir þar, þá hafði Árni Bragi þetta að segja. „Við fundum það bara, við vorum á heimavelli þannig að það var geggjuð stemning í okkur og flottur gír en spennustigið var bara örlítið of hátt. Við þurftum bara að muna eftir handboltanum, förum bara að gera það sem við kunnum þar. Við vorum bara búnir að vera taka lélegar ákvarðanir sóknarlega og gáfum þeim hraðaupphlaup. Við þurftum bara að vera með betri ákvarðanir sóknarlega og þá small þetta því vörnin var góð.“ Fram undan er oddaleikur á föstudaginn að Hlíðarenda. Aðspurður hvort Árni Bragi væri með einhver skilaboð fyrir Mosfellinga, þá var svarið einfalt. „Þetta er skemmtilegasti tími ársins, það eru bara allar úrslitakeppnir í gangi og ég treysti bara á að allt þetta fólk mæti og ég vill sjá allavega hundrað í viðbót,“ sagði Árni Bragi að lokum, en það var þétt setin stúkan að Varmá í kvöld.
Handbolti Olís-deild karla Afturelding Valur Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira