„Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 28. apríl 2025 21:50 Árni Bragi vill fylla Hlíðarenda. Vísir/Jón Gautur „Þetta eru bara tvö hörku lið, annað og fjórða sætið í deildinni og bara fiffty-fiffty leikir og við vitum að vera á heimavelli er alltaf auka fimm prósent. Það er búið að duga í fjögur skipti en núna þurfum við bara að ná að stela einum á útivelli,“ sagði Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar, eftir sigur gegn Val. Úrslitin þýða að fram undan er oddaleikur á föstudaginn um sæti í úrslitaeinvíginu við Fram. Afturelding var með yfirhöndina allan síðari hálfleikinn og sigldi sigrinum heim að lokum, þó Valsmenn náðu áhlaupi undir lok leiks. Lokatölur 29-26. Árni Bragi segir Val vera erfiðan andstæðing. „Þeir eru bara sjúklega vel drillaðir og trúa á það sem þeir eru að gera. Við náðum að stoppa ákveðna hluti í góðan tíma, svo eiga þeir ákveðin kerfi sem þeir fara þarna í sem við eigum erfiðara með og þeir eru svolítið að geyma þau þar til seint í leiknum, skiljanlega, menn orðnir þreyttir og annað. Við þurfum aðeins að laga þetta, að enda sóknirnar með skoti og keyra í vörn því okkur finnst okkur líða vel varnarlega. Þeir skora allavega tíu mörk í dag úr fyrstu til þriðju bylgju. Þegar við skilum okkur heim þá finnst mér við vera í góðum gír.“ Undir lok fyrri hálfleiksins kom 6-1 kafli hjá heimamönnum í kjölfar leikhlés hjá Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar, sem snéri leiknum Aftureldingu í vil og litu þeir ekki um öxl eftir það. Aðspurður hvað hafi verið farið yfir þar, þá hafði Árni Bragi þetta að segja. „Við fundum það bara, við vorum á heimavelli þannig að það var geggjuð stemning í okkur og flottur gír en spennustigið var bara örlítið of hátt. Við þurftum bara að muna eftir handboltanum, förum bara að gera það sem við kunnum þar. Við vorum bara búnir að vera taka lélegar ákvarðanir sóknarlega og gáfum þeim hraðaupphlaup. Við þurftum bara að vera með betri ákvarðanir sóknarlega og þá small þetta því vörnin var góð.“ Fram undan er oddaleikur á föstudaginn að Hlíðarenda. Aðspurður hvort Árni Bragi væri með einhver skilaboð fyrir Mosfellinga, þá var svarið einfalt. „Þetta er skemmtilegasti tími ársins, það eru bara allar úrslitakeppnir í gangi og ég treysti bara á að allt þetta fólk mæti og ég vill sjá allavega hundrað í viðbót,“ sagði Árni Bragi að lokum, en það var þétt setin stúkan að Varmá í kvöld. Handbolti Olís-deild karla Afturelding Valur Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Sjá meira
Afturelding var með yfirhöndina allan síðari hálfleikinn og sigldi sigrinum heim að lokum, þó Valsmenn náðu áhlaupi undir lok leiks. Lokatölur 29-26. Árni Bragi segir Val vera erfiðan andstæðing. „Þeir eru bara sjúklega vel drillaðir og trúa á það sem þeir eru að gera. Við náðum að stoppa ákveðna hluti í góðan tíma, svo eiga þeir ákveðin kerfi sem þeir fara þarna í sem við eigum erfiðara með og þeir eru svolítið að geyma þau þar til seint í leiknum, skiljanlega, menn orðnir þreyttir og annað. Við þurfum aðeins að laga þetta, að enda sóknirnar með skoti og keyra í vörn því okkur finnst okkur líða vel varnarlega. Þeir skora allavega tíu mörk í dag úr fyrstu til þriðju bylgju. Þegar við skilum okkur heim þá finnst mér við vera í góðum gír.“ Undir lok fyrri hálfleiksins kom 6-1 kafli hjá heimamönnum í kjölfar leikhlés hjá Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar, sem snéri leiknum Aftureldingu í vil og litu þeir ekki um öxl eftir það. Aðspurður hvað hafi verið farið yfir þar, þá hafði Árni Bragi þetta að segja. „Við fundum það bara, við vorum á heimavelli þannig að það var geggjuð stemning í okkur og flottur gír en spennustigið var bara örlítið of hátt. Við þurftum bara að muna eftir handboltanum, förum bara að gera það sem við kunnum þar. Við vorum bara búnir að vera taka lélegar ákvarðanir sóknarlega og gáfum þeim hraðaupphlaup. Við þurftum bara að vera með betri ákvarðanir sóknarlega og þá small þetta því vörnin var góð.“ Fram undan er oddaleikur á föstudaginn að Hlíðarenda. Aðspurður hvort Árni Bragi væri með einhver skilaboð fyrir Mosfellinga, þá var svarið einfalt. „Þetta er skemmtilegasti tími ársins, það eru bara allar úrslitakeppnir í gangi og ég treysti bara á að allt þetta fólk mæti og ég vill sjá allavega hundrað í viðbót,“ sagði Árni Bragi að lokum, en það var þétt setin stúkan að Varmá í kvöld.
Handbolti Olís-deild karla Afturelding Valur Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Sjá meira