Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2025 19:37 Lóa Pind, þáttastjórnandi Hvar er best að búa? Stöð 2 Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar, Vélez de Benaudalla, vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. Víðtækt og sögulegt rafmagnsleysi skall á í Portúgal og á Spáni um hádegisbil í gær en málin voru að langmestu leyti komin í sæmilegt horf snemma í morgun. Mikil ringulreið skapaðist í löndunum tveimur í rafmagnsleysinu og þá sérstaklega í þéttbýlinu. Enn er óljóst hvað olli rafmagnsleysinu en forsvarsmenn raforkufyrirtækisins Red Electrica de España útilokuðu í dag netárás. Forsætisáðherra Portúgal biðlaði í dag til Evrópusambandsins um að framkvæma sjálfstæða rannsókn á raforkukerfum ríkjanna tveggja. Runnu á Lóu tvær grímur þegar nettengingin rofnaði Sjónvarpskonan Lóa Pind Aldísardóttir býr ásamt eiginmanni sínum, Jónasi Valdimarssyni, hluta úr ári í spænsku þorpi í Andalúsíu. Hún kippti sér ekkert upp við að rafmagnið færi af í hádeginu í gær en það fóru að renna á hana tvær grímur þegar tengingin við internetið lognaðist út af. „Ég var náttúrulega alltaf að uppfæra fréttasíðurnar – það síðasta sem ég sá var að það var allt í kaos í Madríd, menn vissu greinilega ekkert hvað var í gangi. Það var búið að setja Spán á neyðarstig, það var fundur í þjóðaröryggisráðinu á Spáni og svo fer netið og síminn og útvarpið fór líka. Við erum svo háð netinu og rafmagninu, við vorum ekki með neitt útvarpstæki í húsinu en það var bensín á bílnum, sem betur fer, þannig að við gátum kveikt á bílnum og athugað útvarpið þar en það kom bara suð á öllum stöðum.“ Heimsendastemning í búðinni Hjónin héldu því næst upp í þorpið sitt í von um að fá einhver svör en tóku eftir því að opið var í matvöruverslun þrátt fyrir að þar inni væri svarta myrkur. „Það var alveg heimsendastemning inni í versluninni því fólk var bara að raða niðursuðudósum og matvöru sem þurfti ekki að elda ofan í innkaupakröfurnar.“ Fólkið í þorpinu virtist ekki hafa nein svör en alls kyns orðrómur var kominn á kreik. „Okkur var sagt að rafmagnið væri líka farið í Frakklandi, það væri farið í Þýskalandi, Belgíu, Finnlandi, Svartfjallalandi, Belgíu og út um allt.“ Óvissan hafi verið algjör og engin skilaboð frá yfirvöldum bárust. Upplifði sömu tilfinningu og þegar Geir bað Guð að blessa Ísland „Það er rosalega skrítin tilfinning að vera ekki í neinu sambandi við umheiminn og af því við lifum á svolítið viðsjárverðum tímum, maður veit aldrei hvað helstu valdamenn í heiminum taka sér fyrir hendur. Það voru bara milljón sviðsmyndir sem teiknuðust upp í höfðinu á manni því við vissum ekkert, Það var ekkert útvarp, það var engin tilkynning. Það voru engar upplýsingar frá yfirvöldum um hvað væri í gangi þannig að það sem manni fannst eiginlega líklegast var að það væri einhvers konar hryðjuverk, jafnvel einhvers konar árás á Evrópu eða hvað eina, ég fylltist óöryggistilfinningu, svolítið svipaða og ég fylltist 6. október 2008 þegar ég sat í Alþingishúsinu og hlustaði á Geir biðja Guð að blessa Ísland.“ Spyr hvort stjórnvöld hafi ekkert varaplan Margar spurningar séu enn ósvaraðar eftir þennan atburð. Það hafi verið hræðilegt að vera tímunum saman án allra samskipta við umheiminn. Stjórnvöld verði að hafa leið til að koma boðum áleiðis til fólksins. „Er ekkert plan B til að ná sambandi við fólk? Það hlýtur að þurfa að vera einhvers konar innviðir sem eru óháðir þessu almannakerfi sem við notum dagsdaglega en þegar eitthvað gerist sem kemur í veg fyrir að við getum notað okkar venjulega kerfi þá hlýtur að vera einhver önnur leið til að koma upplýsingum til almennings,“ segir Lóa. Í nótt, vöknuðu þau hjónin við að ljósin kviknuðu og viftan fór í gang og markaði endalok rafmagnsleysisins. „En svo vaknar maður bara við nýjan dýrðardag í Andalúsíu og heimurinn er æðislegur aftur,“ segir Lóa alsæl með „hitt“ heimilið sitt. Spánn Almannavarnir Portúgal Íslendingar erlendis Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30 Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Víðtækt og sögulegt rafmagnsleysi skall á í Portúgal og á Spáni um hádegisbil í gær en málin voru að langmestu leyti komin í sæmilegt horf snemma í morgun. Mikil ringulreið skapaðist í löndunum tveimur í rafmagnsleysinu og þá sérstaklega í þéttbýlinu. Enn er óljóst hvað olli rafmagnsleysinu en forsvarsmenn raforkufyrirtækisins Red Electrica de España útilokuðu í dag netárás. Forsætisáðherra Portúgal biðlaði í dag til Evrópusambandsins um að framkvæma sjálfstæða rannsókn á raforkukerfum ríkjanna tveggja. Runnu á Lóu tvær grímur þegar nettengingin rofnaði Sjónvarpskonan Lóa Pind Aldísardóttir býr ásamt eiginmanni sínum, Jónasi Valdimarssyni, hluta úr ári í spænsku þorpi í Andalúsíu. Hún kippti sér ekkert upp við að rafmagnið færi af í hádeginu í gær en það fóru að renna á hana tvær grímur þegar tengingin við internetið lognaðist út af. „Ég var náttúrulega alltaf að uppfæra fréttasíðurnar – það síðasta sem ég sá var að það var allt í kaos í Madríd, menn vissu greinilega ekkert hvað var í gangi. Það var búið að setja Spán á neyðarstig, það var fundur í þjóðaröryggisráðinu á Spáni og svo fer netið og síminn og útvarpið fór líka. Við erum svo háð netinu og rafmagninu, við vorum ekki með neitt útvarpstæki í húsinu en það var bensín á bílnum, sem betur fer, þannig að við gátum kveikt á bílnum og athugað útvarpið þar en það kom bara suð á öllum stöðum.“ Heimsendastemning í búðinni Hjónin héldu því næst upp í þorpið sitt í von um að fá einhver svör en tóku eftir því að opið var í matvöruverslun þrátt fyrir að þar inni væri svarta myrkur. „Það var alveg heimsendastemning inni í versluninni því fólk var bara að raða niðursuðudósum og matvöru sem þurfti ekki að elda ofan í innkaupakröfurnar.“ Fólkið í þorpinu virtist ekki hafa nein svör en alls kyns orðrómur var kominn á kreik. „Okkur var sagt að rafmagnið væri líka farið í Frakklandi, það væri farið í Þýskalandi, Belgíu, Finnlandi, Svartfjallalandi, Belgíu og út um allt.“ Óvissan hafi verið algjör og engin skilaboð frá yfirvöldum bárust. Upplifði sömu tilfinningu og þegar Geir bað Guð að blessa Ísland „Það er rosalega skrítin tilfinning að vera ekki í neinu sambandi við umheiminn og af því við lifum á svolítið viðsjárverðum tímum, maður veit aldrei hvað helstu valdamenn í heiminum taka sér fyrir hendur. Það voru bara milljón sviðsmyndir sem teiknuðust upp í höfðinu á manni því við vissum ekkert, Það var ekkert útvarp, það var engin tilkynning. Það voru engar upplýsingar frá yfirvöldum um hvað væri í gangi þannig að það sem manni fannst eiginlega líklegast var að það væri einhvers konar hryðjuverk, jafnvel einhvers konar árás á Evrópu eða hvað eina, ég fylltist óöryggistilfinningu, svolítið svipaða og ég fylltist 6. október 2008 þegar ég sat í Alþingishúsinu og hlustaði á Geir biðja Guð að blessa Ísland.“ Spyr hvort stjórnvöld hafi ekkert varaplan Margar spurningar séu enn ósvaraðar eftir þennan atburð. Það hafi verið hræðilegt að vera tímunum saman án allra samskipta við umheiminn. Stjórnvöld verði að hafa leið til að koma boðum áleiðis til fólksins. „Er ekkert plan B til að ná sambandi við fólk? Það hlýtur að þurfa að vera einhvers konar innviðir sem eru óháðir þessu almannakerfi sem við notum dagsdaglega en þegar eitthvað gerist sem kemur í veg fyrir að við getum notað okkar venjulega kerfi þá hlýtur að vera einhver önnur leið til að koma upplýsingum til almennings,“ segir Lóa. Í nótt, vöknuðu þau hjónin við að ljósin kviknuðu og viftan fór í gang og markaði endalok rafmagnsleysisins. „En svo vaknar maður bara við nýjan dýrðardag í Andalúsíu og heimurinn er æðislegur aftur,“ segir Lóa alsæl með „hitt“ heimilið sitt.
Spánn Almannavarnir Portúgal Íslendingar erlendis Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30 Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30
Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32