Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar 30. apríl 2025 08:00 Fyrir sléttum fimmtíu árum lauk Víetnamstríðinu. Það hafði þá staðið yfir í tuttugu ár. Bandaríkin höfðu að vísu yfirgefið svæðið tveimur árum áður, en það tók tíma fyrir kommúnistana í norðri að ná öllu landinu á sitt vald. Þetta voru merk tímamót. Í fyrsta sinn endaði bandarísk hernaðaríhlutun í fjarlægu landi með ósigri. Hvernig gat það gerst? Örar samfélagsbreytingar Víetnamstríðið braust út á tíma hraðra samfélagsbreytinga á Vesturlöndum. Fyrir árið 1950 höfðu fáir efni á sjónvarpstækjum. En það breyttist þegar tók að líða á sjötta áratuginn. Víetnamstríðið var því fyrsta stríðið sem var nokkurn veginn sýnt í beinni. Fjöldi fréttamanna og myndatökufólks flykktist til Víetnam, trúlega vegna sölugildis myndefnisins þaðan og spennunnar sem villtur stríðsvettvangurinn bar með sér. Þegar hrátt og óhugnanlegt myndefnið flæddi inn á bandarísk heimili, hristi það upp í kynslóð sem var þegar orðin afhuga stefnu yfirvalda. Upp reis mótmælahreyfing af stærðargráðu sem aldrei hafði sést áður og hefur raunar aldrei sést síðan. Undanfarna fimm áratugi hafa aðgerðasinnar reynt án árangurs að endurtaka leikinn og hleypa lífinu í mótmælahreyfingar gegn fjarlægum stríðsátökum. Hvers vegna var stríðinu mótmælt? Ýmsar mögulegar skýringar eru á því hvers vegna mótmælahreyfingin gegn Víetnamstríðinu var svona fjölmenn. En líklegasta skýringin hefur fengið litla umfjöllun. Staðreyndin er sú að á tíma Víetnamstríðins var herskylda í Bandaríkjunum. Í janúar 1973 tilkynntu yfirvöld að herskyldan hafi verið afnumin og að samkomulag hafi náðst um stríðslok. Í kjölfarið hvarf mótmælahreyfingin eins og dögg fyrir sólu. Sumum þætti freistandi að draga þá ályktun að samkomulagið um stríðslokin hafi verið helsta ástæðan fyrir endalokum mótmælanna. Þá var markmiðinu náð, ekki satt? En ekki er víst að allir þeir sem sóttu mótmælin hafi verið að mótmæla stríðinu sjálfu. Fjölmargir þeirra voru ungir karlmenn sem áttu á hættu að vera kvaddir í herinn. Þeir höfðu því persónulegra hagsmuna að gæta og voru væntanlega að mótmæla herkvaðningunni frekar en stríðinu sjálfu. Vissulega spruttu upp mótmæli gegn Víetnamstríðinu um öll Vesturlönd. En leiðtogar mótmælanna voru fyrst og fremst bandarískir róttæklingar og ungmenni. Mótmælin voru auk þess drifin áfram af bandarískri tónlist, kvikmyndum og bókmenntum. Undanfarin fimmtíu ár hefur engin mótmælahreyfing gegn átökum erlendis náð viðlíka flugi. Mótmælahreyfingin gegn Íraksstríðinu 2003 komst næst því en hún rann fljótt út í sandinn. Það má leiða líkur að því að eftir að herskyldan var afnumin hafi meirihluti Bandaríkjamanna ekki haft nægum hagsmunum að gæta til að ómaka sig við mótmæli gegn hernaðarbrölti. Þetta áhugaleysi smitaðist síðan til annarra Vesturlanda. Hvaða áhrif höfðu mótmælin? Ástæður slaks árangurs Bandaríkjanna í Víetnamstríðinu eru umdeildar. Höfðu mótmælin áhrif? Mögulega, en það voru fleiri þættir sem höfðu sitt að segja. Fjárhagslegt tap af stríðsrekstrinum og slæmur mórall eftir Watergate-hneykslið spiluðu líklega stærri þátt í brotthvarfi Bandaríkjanna en sjálf mótmælahreyfingin. Staðreyndin er sú að mótmæli gegn átökum í fjarlægum löndum hafa sjaldan ef nokkurn tímann haft óumdeilanleg áhrif á framvindu mála. Í besta falli virka þau sem eins konar hópefli fyrir þá fáu sem á annað borð mæta. Auðvitað getur verið mikið gagn að góðu hópefli, en að öðru leyti ættu aðgerðasinnar að stilla væntingum sínum í hóf. Höfundur er áhugamaður um sagnfræði og samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fyrir sléttum fimmtíu árum lauk Víetnamstríðinu. Það hafði þá staðið yfir í tuttugu ár. Bandaríkin höfðu að vísu yfirgefið svæðið tveimur árum áður, en það tók tíma fyrir kommúnistana í norðri að ná öllu landinu á sitt vald. Þetta voru merk tímamót. Í fyrsta sinn endaði bandarísk hernaðaríhlutun í fjarlægu landi með ósigri. Hvernig gat það gerst? Örar samfélagsbreytingar Víetnamstríðið braust út á tíma hraðra samfélagsbreytinga á Vesturlöndum. Fyrir árið 1950 höfðu fáir efni á sjónvarpstækjum. En það breyttist þegar tók að líða á sjötta áratuginn. Víetnamstríðið var því fyrsta stríðið sem var nokkurn veginn sýnt í beinni. Fjöldi fréttamanna og myndatökufólks flykktist til Víetnam, trúlega vegna sölugildis myndefnisins þaðan og spennunnar sem villtur stríðsvettvangurinn bar með sér. Þegar hrátt og óhugnanlegt myndefnið flæddi inn á bandarísk heimili, hristi það upp í kynslóð sem var þegar orðin afhuga stefnu yfirvalda. Upp reis mótmælahreyfing af stærðargráðu sem aldrei hafði sést áður og hefur raunar aldrei sést síðan. Undanfarna fimm áratugi hafa aðgerðasinnar reynt án árangurs að endurtaka leikinn og hleypa lífinu í mótmælahreyfingar gegn fjarlægum stríðsátökum. Hvers vegna var stríðinu mótmælt? Ýmsar mögulegar skýringar eru á því hvers vegna mótmælahreyfingin gegn Víetnamstríðinu var svona fjölmenn. En líklegasta skýringin hefur fengið litla umfjöllun. Staðreyndin er sú að á tíma Víetnamstríðins var herskylda í Bandaríkjunum. Í janúar 1973 tilkynntu yfirvöld að herskyldan hafi verið afnumin og að samkomulag hafi náðst um stríðslok. Í kjölfarið hvarf mótmælahreyfingin eins og dögg fyrir sólu. Sumum þætti freistandi að draga þá ályktun að samkomulagið um stríðslokin hafi verið helsta ástæðan fyrir endalokum mótmælanna. Þá var markmiðinu náð, ekki satt? En ekki er víst að allir þeir sem sóttu mótmælin hafi verið að mótmæla stríðinu sjálfu. Fjölmargir þeirra voru ungir karlmenn sem áttu á hættu að vera kvaddir í herinn. Þeir höfðu því persónulegra hagsmuna að gæta og voru væntanlega að mótmæla herkvaðningunni frekar en stríðinu sjálfu. Vissulega spruttu upp mótmæli gegn Víetnamstríðinu um öll Vesturlönd. En leiðtogar mótmælanna voru fyrst og fremst bandarískir róttæklingar og ungmenni. Mótmælin voru auk þess drifin áfram af bandarískri tónlist, kvikmyndum og bókmenntum. Undanfarin fimmtíu ár hefur engin mótmælahreyfing gegn átökum erlendis náð viðlíka flugi. Mótmælahreyfingin gegn Íraksstríðinu 2003 komst næst því en hún rann fljótt út í sandinn. Það má leiða líkur að því að eftir að herskyldan var afnumin hafi meirihluti Bandaríkjamanna ekki haft nægum hagsmunum að gæta til að ómaka sig við mótmæli gegn hernaðarbrölti. Þetta áhugaleysi smitaðist síðan til annarra Vesturlanda. Hvaða áhrif höfðu mótmælin? Ástæður slaks árangurs Bandaríkjanna í Víetnamstríðinu eru umdeildar. Höfðu mótmælin áhrif? Mögulega, en það voru fleiri þættir sem höfðu sitt að segja. Fjárhagslegt tap af stríðsrekstrinum og slæmur mórall eftir Watergate-hneykslið spiluðu líklega stærri þátt í brotthvarfi Bandaríkjanna en sjálf mótmælahreyfingin. Staðreyndin er sú að mótmæli gegn átökum í fjarlægum löndum hafa sjaldan ef nokkurn tímann haft óumdeilanleg áhrif á framvindu mála. Í besta falli virka þau sem eins konar hópefli fyrir þá fáu sem á annað borð mæta. Auðvitað getur verið mikið gagn að góðu hópefli, en að öðru leyti ættu aðgerðasinnar að stilla væntingum sínum í hóf. Höfundur er áhugamaður um sagnfræði og samfélagsmál.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun