Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Lovísa Arnardóttir skrifar 30. apríl 2025 07:45 Guðmundur Arnar Sigmundsson forstöðumaður CERT-IS segir það á ábyrgð fólks að vita hvar og hvernig það getur nálgast réttar upplýsingar verði krísuástand hér eins og skapaðist á Spáni og Portúgal í vikunni þegar rafmagn fór af. Vísir/Arnar Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, segir Ísland standa ágætlega gagnvart því að sæstrengur rofni eða hér verði allsherjar rafmagnsleysi. Mikilvægt sé fyrir almenning að vita, við slíkar aðstæður, hvar þau fái réttar upplýsingar og hvernig þau fái þær. Mælt er með að eiga útvarp með FM sendi. „Vissulega er misjafnt ástandið eftir því hvar er stigið niður fæti hjá íslenskum innviðum en heilt á litið stöndum við nokkuð vel,“ segir Guðmundur Arnar en rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hann hefur síðustu misseri unnið að því að kortleggja birgjatengingu á milli ólíkra innviða. Rekstraraðilar hafi það verkefni að setja kerfin upp þannig þau séu með mesta þolið gagnvart svona atvikum. „Það verði ekki svona keðjuverkandi áhrif sem taki út kerfin í heilu lagi, að það falli bara út á landsvísu.“ Hann segir viðbragðsáætlanir til staðar og þær séu svo nýlegar að þær geti tekið á svona óvissuástandi. Þær eigi að nýtast í krísuástandi sem komi upp. Það sé á sama tíma nauðsynlegt að viðbragsáætlanir séu æfðar. Lóa Pind Aldísardóttir lýsti því í viðtali í kvöldfréttunum í gær að óþægilegast við ástandið hafi verið að vita ekkert hvað væri í gangi en stjórnvöld voru í nokkrum erfiðleikum með að koma upplýsingum til almennings þegar rafmagnið fór af. Hún sagði það hræðileg upplifun að hafa verið án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. Vöruðu við upplýsingaóreiðu Guðmundur Arnar segir spænsk stjórnvöld hafa varað við upplýsingaóreiðu sem geti skapast við svona ástand og það sé mikilvægt að hafa það bak við eyrað, komi upp svona aðstæður, að það sé skilgreint hver eigi að taka á svona ástandi og koma upplýsingum til almennings. Sjá einnig: Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar „Ef það er ekki hægt að gera það með þekktum leiðum, beinum samskiptum eða ólínulegri dagskrá eru fjölmiðlar nýttir og ríkisfjölmiðillinn sendir út á útvarpstíma og það þarf hreinlega að leggja það á herðar fólks að ef að það er algjört blackout eins og var á Spáni þurfa þau að leita sér eftir réttum upplýsingum hjá aðilum sem eru að veita þessar réttu upplýsingar, það væri í okkar tilfelli almannavarnir,“ segir Guðmundur Arnar. Gott að eiga útvarp Hann segir í þessu samhengi gott að eiga útvarp á heimilinu með FM móttaka og batterí til að koma því í gang. Guðmundur bendir á átak Rauða krossins þar sem farið er yfir það sem á að vera í neyðarkassa á heimilinu. Fjallað var um það í kvöldfréttum síðasta sumar. Spánn Portúgal Orkumál Netöryggi Sæstrengir Öryggis- og varnarmál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. 28. ágúst 2024 08:24 Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar, Vélez de Benaudalla, vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. 29. apríl 2025 19:37 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
„Vissulega er misjafnt ástandið eftir því hvar er stigið niður fæti hjá íslenskum innviðum en heilt á litið stöndum við nokkuð vel,“ segir Guðmundur Arnar en rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hann hefur síðustu misseri unnið að því að kortleggja birgjatengingu á milli ólíkra innviða. Rekstraraðilar hafi það verkefni að setja kerfin upp þannig þau séu með mesta þolið gagnvart svona atvikum. „Það verði ekki svona keðjuverkandi áhrif sem taki út kerfin í heilu lagi, að það falli bara út á landsvísu.“ Hann segir viðbragðsáætlanir til staðar og þær séu svo nýlegar að þær geti tekið á svona óvissuástandi. Þær eigi að nýtast í krísuástandi sem komi upp. Það sé á sama tíma nauðsynlegt að viðbragsáætlanir séu æfðar. Lóa Pind Aldísardóttir lýsti því í viðtali í kvöldfréttunum í gær að óþægilegast við ástandið hafi verið að vita ekkert hvað væri í gangi en stjórnvöld voru í nokkrum erfiðleikum með að koma upplýsingum til almennings þegar rafmagnið fór af. Hún sagði það hræðileg upplifun að hafa verið án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. Vöruðu við upplýsingaóreiðu Guðmundur Arnar segir spænsk stjórnvöld hafa varað við upplýsingaóreiðu sem geti skapast við svona ástand og það sé mikilvægt að hafa það bak við eyrað, komi upp svona aðstæður, að það sé skilgreint hver eigi að taka á svona ástandi og koma upplýsingum til almennings. Sjá einnig: Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar „Ef það er ekki hægt að gera það með þekktum leiðum, beinum samskiptum eða ólínulegri dagskrá eru fjölmiðlar nýttir og ríkisfjölmiðillinn sendir út á útvarpstíma og það þarf hreinlega að leggja það á herðar fólks að ef að það er algjört blackout eins og var á Spáni þurfa þau að leita sér eftir réttum upplýsingum hjá aðilum sem eru að veita þessar réttu upplýsingar, það væri í okkar tilfelli almannavarnir,“ segir Guðmundur Arnar. Gott að eiga útvarp Hann segir í þessu samhengi gott að eiga útvarp á heimilinu með FM móttaka og batterí til að koma því í gang. Guðmundur bendir á átak Rauða krossins þar sem farið er yfir það sem á að vera í neyðarkassa á heimilinu. Fjallað var um það í kvöldfréttum síðasta sumar.
Spánn Portúgal Orkumál Netöryggi Sæstrengir Öryggis- og varnarmál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. 28. ágúst 2024 08:24 Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar, Vélez de Benaudalla, vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. 29. apríl 2025 19:37 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. 28. ágúst 2024 08:24
Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar, Vélez de Benaudalla, vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. 29. apríl 2025 19:37