Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2025 11:57 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Einar Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur hafið formlega málsmeðferð gegn Landsvirkjun til að rannsaka hvort félagið hafi brotið samkeppnisreglur EES. Í fréttatilkynningu frá ESA segir að stofnunin hafi ákveðið í dag að hefja formlega rannsókn á því hvort Landsvirkjun hafi brotið gegn samkeppnisreglum EES með því að neita að afhenda raforku til fyrirtækja sem leitast eftir því að framleiða vetni og/eða rafeldsneyti á Íslandi. Slík háttsemi gæti talist samkeppnishamlandi. Rannsóknin muni snúa að því hvort markaðshegðun Landsvirkjunar í samningum og viðræðum um hugsanlega langtíma orkukaupasamninga og viðmið Landsvirkjunar við val á mögulegum viðskiptavinum brjóti gegn samkeppnisreglum EES. Kvörtun barst stofnuninni Ákvörðun ESA um að hefja rannsókn á mögulegri samkeppnishamlandi háttsemi hafi verið tekin í kjölfar kvörtunar frá aðilum á markaði. Frá því að kvörtunin barst hafi ESA aflað og greint upplýsingar sem tengjast vetnis- og rafeldsneytisverkefnum og -mörkuðum. ESA hafi tilkynnt Landsvirkjun, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og samkeppnisyfirvöldum EES EFTA-ríkjanna um að stofnunin hafi hafið rannsókn á samkeppnishamlandi háttsemi. Athugun á mögulegri samkeppnishamlandi hegðun sé ekki bundin neinum lögbundnum tímafrestum. Tímalengd samkeppnisrannsóknar velti á ýmsum þáttum, þar á meðal flækjustigi máls og samvinnu þeirra fyrirtækja sem sæta rannsókn ESA. Ákvörðunin um að hefja málsmeðferð feli hvorki í sér að ESA hafi komist að niðurstöðu um brot né vísbendingu um endanlega niðurstöðu rannsóknarinnar. Ákvörðunin feli eingöngu í sér upphaf ítarlegrar rannsóknar ESA. Ákvörðunin komi á óvart Í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun segir að ákvörðin ESA komi á óvart. Ástæða þess að ekki hafi verið unnt að selja raforku til vetnis- eða rafeldsneytisverkefna sé sú að staðan í kerfinu hafi verið mjög þröng og Landsvirkjun hafi þurft að skerða bæði afl og orku til núverandi viðskiptavina á undanförnum árum. Að sama skapi hafi tafir í leyfisveitingaferli nýrra virkjana komið í veg fyrir að unnt sé að styðja við mörg ný verkefni. Landsvirkjun hafi þurft að tilkynna fjölmörgum aðilum með mjög áhugaverð verkefni að ekki sé unnt á þessu stigi að verða við beiðni um orkukaup af þessum ástæðum. Landsvirkjun útiloki ekki að það verði mögulegt í framtíðinni og það muni meðal annars ráðast af uppbyggingu nýrra virkjana. Það komi því verulega á óvart ef nálgun fyrirtækisins feli í sér brot á EES-samningi þegar hvorki er til orka eða afl í kerfinu og því ekki hægt að verða við flestum beiðnum um sölu. „Við munum leggja okkur fram um að upplýsa öll þau atriði sem ESA telur þarfnast skýringa og teljum að rannsóknin muni ekki leiða neitt óeðlilegt í ljós.“ Fréttin hefur verið uppfærð eftir að fréttatilkynning Landsvirkjunar barst. Landsvirkjun Orkumál Evrópusambandið Samkeppnismál Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá ESA segir að stofnunin hafi ákveðið í dag að hefja formlega rannsókn á því hvort Landsvirkjun hafi brotið gegn samkeppnisreglum EES með því að neita að afhenda raforku til fyrirtækja sem leitast eftir því að framleiða vetni og/eða rafeldsneyti á Íslandi. Slík háttsemi gæti talist samkeppnishamlandi. Rannsóknin muni snúa að því hvort markaðshegðun Landsvirkjunar í samningum og viðræðum um hugsanlega langtíma orkukaupasamninga og viðmið Landsvirkjunar við val á mögulegum viðskiptavinum brjóti gegn samkeppnisreglum EES. Kvörtun barst stofnuninni Ákvörðun ESA um að hefja rannsókn á mögulegri samkeppnishamlandi háttsemi hafi verið tekin í kjölfar kvörtunar frá aðilum á markaði. Frá því að kvörtunin barst hafi ESA aflað og greint upplýsingar sem tengjast vetnis- og rafeldsneytisverkefnum og -mörkuðum. ESA hafi tilkynnt Landsvirkjun, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og samkeppnisyfirvöldum EES EFTA-ríkjanna um að stofnunin hafi hafið rannsókn á samkeppnishamlandi háttsemi. Athugun á mögulegri samkeppnishamlandi hegðun sé ekki bundin neinum lögbundnum tímafrestum. Tímalengd samkeppnisrannsóknar velti á ýmsum þáttum, þar á meðal flækjustigi máls og samvinnu þeirra fyrirtækja sem sæta rannsókn ESA. Ákvörðunin um að hefja málsmeðferð feli hvorki í sér að ESA hafi komist að niðurstöðu um brot né vísbendingu um endanlega niðurstöðu rannsóknarinnar. Ákvörðunin feli eingöngu í sér upphaf ítarlegrar rannsóknar ESA. Ákvörðunin komi á óvart Í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun segir að ákvörðin ESA komi á óvart. Ástæða þess að ekki hafi verið unnt að selja raforku til vetnis- eða rafeldsneytisverkefna sé sú að staðan í kerfinu hafi verið mjög þröng og Landsvirkjun hafi þurft að skerða bæði afl og orku til núverandi viðskiptavina á undanförnum árum. Að sama skapi hafi tafir í leyfisveitingaferli nýrra virkjana komið í veg fyrir að unnt sé að styðja við mörg ný verkefni. Landsvirkjun hafi þurft að tilkynna fjölmörgum aðilum með mjög áhugaverð verkefni að ekki sé unnt á þessu stigi að verða við beiðni um orkukaup af þessum ástæðum. Landsvirkjun útiloki ekki að það verði mögulegt í framtíðinni og það muni meðal annars ráðast af uppbyggingu nýrra virkjana. Það komi því verulega á óvart ef nálgun fyrirtækisins feli í sér brot á EES-samningi þegar hvorki er til orka eða afl í kerfinu og því ekki hægt að verða við flestum beiðnum um sölu. „Við munum leggja okkur fram um að upplýsa öll þau atriði sem ESA telur þarfnast skýringa og teljum að rannsóknin muni ekki leiða neitt óeðlilegt í ljós.“ Fréttin hefur verið uppfærð eftir að fréttatilkynning Landsvirkjunar barst.
Landsvirkjun Orkumál Evrópusambandið Samkeppnismál Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira