Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Kjartan Kjartansson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 30. apríl 2025 13:58 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Hún segir að mögulega þurfi að fara yfir aukastörf lögreglumanna eftir uppljóstranir Kveiks um leynilegar njósnir varðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri segir lögregluna þurfa að kanna hvort ástæða sé til þess að endurskoða aukastörf lögreglumanna eftir uppljóstranir um að starfandi lögreglumaður hafi tekið þátt í njósnum um fólk í aukastarfi. Lögreglumenn séu í ýmsum störfum samhliða lögreglustörfunum. Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var leystur frá vinnuskyldu og er til rannsóknar hjá ríkissaksóknara eftir að upplýst var í Kveik á Ríkisútvarpinu að hann hefði tekið þátt í leynilegum njósnum um fólk í aukastarfi, jafnvel þegar hann var á vakt sem lögreglumaður haustið 2012. Njósnirnar voru á vegum fyrirtækis sem tveir fyrrverandi lögreglumenn stofnuðu og fyrir hönd Björgólfs Thor Björgólfssonar, auðgasta manns landsins. Lögreglumennirnir tveir unnu meðal annars fyrir embætti sérstaks saksóknara á sínum tíma en voru leystir frá störfum eftir að upp komst að þeir hefðu selt upplýsingar sem þeir komust yfir í störfum sínum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segist virkilega brugðið yfir fréttunum og að hún finni til með þeim sem voru „útsettir“ í málinu. Mál af þessu tagi geti rýrt traust til lögreglunnar en hún sé ánægð með hvernig lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi brugðist við. Varðstjórinn var settur í leyfi og máli hans vísað til ríkissaksóknara eftir að Kveikur spurðist fyrir um málið hjá lögreglunni. „Nú þarf þetta mál að fara í rannsókn og við þurfum líka að fara yfir það mjög vel, hvað fór úrskeiðis og hvort við þurfum eitthvað að breyta okkar nálgun, til dæmis aukastörf og fleira,“ segir Sigríður Björk. Lögreglumenn í ýmsum öðrum störfum Strangar reglur gilda um aukastörf lögreglumanna, að sögn ríkislögreglustjóra. Tilkynna þarf um þau með ákveðnum hætti og lögreglustjóri ákveðið svo hvort að slík störf samræmist lögreglustarfinu. Þá séu siðareglur lögreglumanna sem hægt sé að hafa til hliðsjónar við slíkt mat. Sigríður Björk segist ekki hafa tölur um hversu margir lögreglumenn sinni aukastörfum samhliða lögreglustarfinu. „Já, menn eru nú í ýmsu. Sumir eru í kennslu. Það er ýmislegt sem getur fallið til, einhver sérstök verkefni, en það er haldið vel utan um þetta hjá öllum embættum og það er skylda að tilkynna. Þannig að það er eitthvað um það, já,“ segir ríkislögreglustjóri spurður að því hversu algeng slík aukastörf séu. Hvetur þá sem kunni að hafa upplýsingar til þess að stíga fram Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra sem fyrrverandi lögreglumennirnir njósnuðu um samkvæmt umfjöllun Kveiks. Hann sagði í viðtali við Vísi í morgun að hann grunaði að fleiri lögreglumenn hefðu aðstoðað við njósnirnar en sá sem var nefndur í umfjöllun RÚV. Sigríður Björk segist ekki þekkja málið umfram það sem hafi komið fram í fjölmiðlum síðasta sólarhringinn. Væntanlega verði rætt við Vilhjálm við rannsókn málsins. Hún hvetur þá sem kunni að hafa upplýsingar til þess að stíga fram. „Þetta er bara mjög alvarlegt mál og það verður tekið fast á þessu,“ segir ríkislögreglustjóri. Lögreglan Lögreglumál Persónuvernd Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var leystur frá vinnuskyldu og er til rannsóknar hjá ríkissaksóknara eftir að upplýst var í Kveik á Ríkisútvarpinu að hann hefði tekið þátt í leynilegum njósnum um fólk í aukastarfi, jafnvel þegar hann var á vakt sem lögreglumaður haustið 2012. Njósnirnar voru á vegum fyrirtækis sem tveir fyrrverandi lögreglumenn stofnuðu og fyrir hönd Björgólfs Thor Björgólfssonar, auðgasta manns landsins. Lögreglumennirnir tveir unnu meðal annars fyrir embætti sérstaks saksóknara á sínum tíma en voru leystir frá störfum eftir að upp komst að þeir hefðu selt upplýsingar sem þeir komust yfir í störfum sínum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segist virkilega brugðið yfir fréttunum og að hún finni til með þeim sem voru „útsettir“ í málinu. Mál af þessu tagi geti rýrt traust til lögreglunnar en hún sé ánægð með hvernig lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi brugðist við. Varðstjórinn var settur í leyfi og máli hans vísað til ríkissaksóknara eftir að Kveikur spurðist fyrir um málið hjá lögreglunni. „Nú þarf þetta mál að fara í rannsókn og við þurfum líka að fara yfir það mjög vel, hvað fór úrskeiðis og hvort við þurfum eitthvað að breyta okkar nálgun, til dæmis aukastörf og fleira,“ segir Sigríður Björk. Lögreglumenn í ýmsum öðrum störfum Strangar reglur gilda um aukastörf lögreglumanna, að sögn ríkislögreglustjóra. Tilkynna þarf um þau með ákveðnum hætti og lögreglustjóri ákveðið svo hvort að slík störf samræmist lögreglustarfinu. Þá séu siðareglur lögreglumanna sem hægt sé að hafa til hliðsjónar við slíkt mat. Sigríður Björk segist ekki hafa tölur um hversu margir lögreglumenn sinni aukastörfum samhliða lögreglustarfinu. „Já, menn eru nú í ýmsu. Sumir eru í kennslu. Það er ýmislegt sem getur fallið til, einhver sérstök verkefni, en það er haldið vel utan um þetta hjá öllum embættum og það er skylda að tilkynna. Þannig að það er eitthvað um það, já,“ segir ríkislögreglustjóri spurður að því hversu algeng slík aukastörf séu. Hvetur þá sem kunni að hafa upplýsingar til þess að stíga fram Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra sem fyrrverandi lögreglumennirnir njósnuðu um samkvæmt umfjöllun Kveiks. Hann sagði í viðtali við Vísi í morgun að hann grunaði að fleiri lögreglumenn hefðu aðstoðað við njósnirnar en sá sem var nefndur í umfjöllun RÚV. Sigríður Björk segist ekki þekkja málið umfram það sem hafi komið fram í fjölmiðlum síðasta sólarhringinn. Væntanlega verði rætt við Vilhjálm við rannsókn málsins. Hún hvetur þá sem kunni að hafa upplýsingar til þess að stíga fram. „Þetta er bara mjög alvarlegt mál og það verður tekið fast á þessu,“ segir ríkislögreglustjóri.
Lögreglan Lögreglumál Persónuvernd Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent