Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Aron Guðmundsson skrifar 1. maí 2025 09:32 Þorsteinn Halldórsson lýsti yfir áhyggjum sínum af stöðu Glódísar við upphaf síðasta landsliðsverkefnis. Glódís hefur verið að glíma við meiðsli en er á góðri leið. Getty/Alex Nicodim Íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir, sýnir áhyggjum landsliðsþjálfarans varðandi stöðu hennar vegna meiðsla og mögulegri þátttöku á EM í Sviss skilning. Sjálf hefur hún ekki áhyggjur og er á góðri leið. Glódís spilaði rúman stundarfjórðung með Bayern Munchen gegn Freiburg á dögunum og skoraði markið sem innsiglaði meistaratitilinn í þýsku deildinni. Hún er klár í að byrja bikarúrslitaleik gegn Werder Bremen í dag en hefur þurft að passa afar vel upp á sig undanfarnar vikur. Á blaðamannafundi fyrir leik Íslands gegn Noregi í síðasta landsleikjaglugga sem Glódís missti af var landsliðsþjálfarinn, Þorsteinn Halldórsson, spurður að því hvort hann hefði áhyggjur af stöðu Glódísar og mögulegri þátttöku hennar á komandi Evrópumóti landsliða í Sviss í sumar. Svar Þorsteins var á þessa leið: Ég hef áhyggjur af þessu en auðvitað verður maður að vera bjartsýnn en raunsætt getur klárlega komið til þess að hún spili ekki á EM en við verðum að vona það besta og vonandi klárar Bayern þessa helvítis deild sem fyrst. Glódís skilur áhyggjur Þorsteins en er sjálf bjartsýn. „Eitt af því sem ég hef lært með því að ganga í gegnum þetta er að vera ekki að eyða of miklum pælingum í hluti sem ég get ekki stjórnað. Þetta er eitt af því. Ég hef þurft að taka þetta dag frá degi og í rauninni hefur endurhæfingin mín verið þannig að ég mæti á morgnanna og við sjúkraþjálfarinn minn tökum stöðuna, sjáum hvað ég get gert og hvað ekki. Ég hef því aldrei vitað neina áætlun fram í tímann þannig lagað.“ „Eins og er hef ég engar áhyggjur. Auðvitað skil ég samt hvað hann er að segja af því að þetta eru álagsmeiðsl. Maður veit ekki hvort þetta geti komið allt í einu aftur eða hvernig það verður. Ég er á góðri leið núna, tek þetta dag frá degi. Það er þannig sem mér finnst best að takast á við þetta. Ef það heldur áfram að ganga eins vel og það hefur gengið síðustu daga þá hef ég ekki miklar áhyggjur eins og er allavegana.“ Var ákveðið áfall Glódís hefur í raun verið að feta ótroðnar slóðir hvað sig varðar vegna þess að hún hefur verið það lánsöm í gegnum sinn feril að haldast nær meiðslalaus og til marks um það hafði hún ekki misst af landsliðsverkefni frá því að hún kom fyrst inn í landsliðið árið 2012. „Þetta hefur verið gríðarlega skrýtið. Við höfum grínast með það, ég og sjúkraþjálfarar Bayern, að þeir þekktu mig ekki neitt áður en núna þekkja þeir mig gríðarlega vel því ég er hjá þeim öllum stundum og í einhvern veginn allt öðruvísi hlutverki. Álagsmeiðsl eins og beinmar í hné eru ekki auðveld viðureignar. „Þetta var ákveðið áfall og ég held ég hafi ekki verið tilbúinn í að takast á við það því ég reyndi að spila í gegnum meiðslin og verkinn í nánast mánuð áður en ég horfðist í augu við að það væri ekki hægt að halda svona áfram. Það var mjög erfitt að sætta sig við það og gríðarlega erfitt að geta ekki verið með landsliðinu í síðasta verkefni. Ég hafði aldrei misst af landsliðsverkefni og það var ótrúlega sárt að geta ekki verið með og þurfa að horfa á þetta allt saman í sjónvarpinu. Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsinsVísir/Hulda Margrét „Manni leið eins og þetta væri ekki að gerast í alvörunni, að þetta væri ekki raunveruleikinn. Sama með leikina með Bayern þegar að ég hef þurft að vera heima og horfa á þá í sjónvarpinu. Það hefur verið gríðarlega sárt og erfitt. Maður hefur þurft að finna gleðina í einhverju öðru og takast á við þetta verkefni sem mér var gefið. Af því að þetta eru álagsmeiðsl þá eru þau kannski að gera vart um sig í ljósi þess að ég hef verið mjög mikið að spila og hef verið gríðarlega heppin hingað til með allt annað. Þetta var kannski líkaminn að segja mér að ég gæti ekki gert það endalaust. Þetta er búinn að vera gríðarlega erfiður tími og ég vona að ég sé komin í gegnum erfiðasta tímann núna og er mjög bjartsýn fyrir framhaldinu.“ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Leik lokið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Blikar misstu niður tveggja marka forystu Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sjá meira
Glódís spilaði rúman stundarfjórðung með Bayern Munchen gegn Freiburg á dögunum og skoraði markið sem innsiglaði meistaratitilinn í þýsku deildinni. Hún er klár í að byrja bikarúrslitaleik gegn Werder Bremen í dag en hefur þurft að passa afar vel upp á sig undanfarnar vikur. Á blaðamannafundi fyrir leik Íslands gegn Noregi í síðasta landsleikjaglugga sem Glódís missti af var landsliðsþjálfarinn, Þorsteinn Halldórsson, spurður að því hvort hann hefði áhyggjur af stöðu Glódísar og mögulegri þátttöku hennar á komandi Evrópumóti landsliða í Sviss í sumar. Svar Þorsteins var á þessa leið: Ég hef áhyggjur af þessu en auðvitað verður maður að vera bjartsýnn en raunsætt getur klárlega komið til þess að hún spili ekki á EM en við verðum að vona það besta og vonandi klárar Bayern þessa helvítis deild sem fyrst. Glódís skilur áhyggjur Þorsteins en er sjálf bjartsýn. „Eitt af því sem ég hef lært með því að ganga í gegnum þetta er að vera ekki að eyða of miklum pælingum í hluti sem ég get ekki stjórnað. Þetta er eitt af því. Ég hef þurft að taka þetta dag frá degi og í rauninni hefur endurhæfingin mín verið þannig að ég mæti á morgnanna og við sjúkraþjálfarinn minn tökum stöðuna, sjáum hvað ég get gert og hvað ekki. Ég hef því aldrei vitað neina áætlun fram í tímann þannig lagað.“ „Eins og er hef ég engar áhyggjur. Auðvitað skil ég samt hvað hann er að segja af því að þetta eru álagsmeiðsl. Maður veit ekki hvort þetta geti komið allt í einu aftur eða hvernig það verður. Ég er á góðri leið núna, tek þetta dag frá degi. Það er þannig sem mér finnst best að takast á við þetta. Ef það heldur áfram að ganga eins vel og það hefur gengið síðustu daga þá hef ég ekki miklar áhyggjur eins og er allavegana.“ Var ákveðið áfall Glódís hefur í raun verið að feta ótroðnar slóðir hvað sig varðar vegna þess að hún hefur verið það lánsöm í gegnum sinn feril að haldast nær meiðslalaus og til marks um það hafði hún ekki misst af landsliðsverkefni frá því að hún kom fyrst inn í landsliðið árið 2012. „Þetta hefur verið gríðarlega skrýtið. Við höfum grínast með það, ég og sjúkraþjálfarar Bayern, að þeir þekktu mig ekki neitt áður en núna þekkja þeir mig gríðarlega vel því ég er hjá þeim öllum stundum og í einhvern veginn allt öðruvísi hlutverki. Álagsmeiðsl eins og beinmar í hné eru ekki auðveld viðureignar. „Þetta var ákveðið áfall og ég held ég hafi ekki verið tilbúinn í að takast á við það því ég reyndi að spila í gegnum meiðslin og verkinn í nánast mánuð áður en ég horfðist í augu við að það væri ekki hægt að halda svona áfram. Það var mjög erfitt að sætta sig við það og gríðarlega erfitt að geta ekki verið með landsliðinu í síðasta verkefni. Ég hafði aldrei misst af landsliðsverkefni og það var ótrúlega sárt að geta ekki verið með og þurfa að horfa á þetta allt saman í sjónvarpinu. Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsinsVísir/Hulda Margrét „Manni leið eins og þetta væri ekki að gerast í alvörunni, að þetta væri ekki raunveruleikinn. Sama með leikina með Bayern þegar að ég hef þurft að vera heima og horfa á þá í sjónvarpinu. Það hefur verið gríðarlega sárt og erfitt. Maður hefur þurft að finna gleðina í einhverju öðru og takast á við þetta verkefni sem mér var gefið. Af því að þetta eru álagsmeiðsl þá eru þau kannski að gera vart um sig í ljósi þess að ég hef verið mjög mikið að spila og hef verið gríðarlega heppin hingað til með allt annað. Þetta var kannski líkaminn að segja mér að ég gæti ekki gert það endalaust. Þetta er búinn að vera gríðarlega erfiður tími og ég vona að ég sé komin í gegnum erfiðasta tímann núna og er mjög bjartsýn fyrir framhaldinu.“
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Leik lokið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Blikar misstu niður tveggja marka forystu Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sjá meira