Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Jón Þór Stefánsson skrifar 30. apríl 2025 21:41 Vilhjálmur Bjarnason ræddi njósnamálið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Stöð 2 Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og eitt viðfang njósna sem hafa verið á allra vörum síðan fjallað var um þær í gærkvöldi, furðar sig á tali ríkissaksóknara um að meint brot kunni að vera fyrnd. „Ríkissaksóknari byrjar á því að gefa yfirlýsingu um það að málið sé hugsanlega fyrnt. Það er nú kannski skárra að ríkissaksóknari finni áður út hvort þetta hafi verið brot, og taki síðan afstöðu til fyrningar,“ sagði Vilhjálmur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að í sínum huga hafi málið byrjað að fyrnast 8. apríl síðastliðinn, þegar honum var fyrst greint frá því. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sagði í skriflegu svarið við Rúv að líklega væru þessi meintu brot, sem varða njósnir sem voru framkvæmdar haustið 2012, fyrnd. Saksóknaraembættinu hafi borist tilkynningar frá héraðssaksóknara og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu um möguleg brot í opinberu starfi, brot á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Slík brot fyrnist þó að fimm árum liðnum og þar af leiðandi geti embættið ekki gripið til rannsóknaraðgerða. Ljóst að málinu sé ekki lokið Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Vilhjálmur að í sínum huga væri ljóst að brotið hefði verið á honum. „Eins og málið horfir við mér er verið að fremja glæp. Það er verið að safna skipulega upplýsingum um mig frá klukkan sex þrjátíu til fjörtíu á morgnanna þangað til fram eftir degi. Þetta er allt skipulega skráð. Og líkur benda til þess að mér sé flétt upp í miðlægu kerfi lögreglunnar.“ Ertu eitthvað búinn að melta þetta? „Það er lítið hægt að melta þetta. Þetta er auðvitað mjög stórt og mikið brot gagnvart mér og minni persónu og gagnvart þeim sem urðu fyrir þessu,“ sagði Vilhjálmur. „Á ég að þurfa að þola það að menn séu að sniglast í kringum mig, elta mig, veita mér eftirför og svo framvegis. Ég á aldrei að þurfa að þola þetta. Og Landsamband lögreglumanna getur aldrei talað um þetta sem mistök.“ Sérðu fyrir þér að leita réttar þíns? „Ég ætla ekki að segja neitt um það. En það getur hver sem er hugsar með sér hvað viðkomandi muni gera. Það er greinilegt að þessu máli er ekki lokið ef fólk lítur þetta svona alvarlegum augum.“ Lögreglumál Lögreglan Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
„Ríkissaksóknari byrjar á því að gefa yfirlýsingu um það að málið sé hugsanlega fyrnt. Það er nú kannski skárra að ríkissaksóknari finni áður út hvort þetta hafi verið brot, og taki síðan afstöðu til fyrningar,“ sagði Vilhjálmur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að í sínum huga hafi málið byrjað að fyrnast 8. apríl síðastliðinn, þegar honum var fyrst greint frá því. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sagði í skriflegu svarið við Rúv að líklega væru þessi meintu brot, sem varða njósnir sem voru framkvæmdar haustið 2012, fyrnd. Saksóknaraembættinu hafi borist tilkynningar frá héraðssaksóknara og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu um möguleg brot í opinberu starfi, brot á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Slík brot fyrnist þó að fimm árum liðnum og þar af leiðandi geti embættið ekki gripið til rannsóknaraðgerða. Ljóst að málinu sé ekki lokið Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Vilhjálmur að í sínum huga væri ljóst að brotið hefði verið á honum. „Eins og málið horfir við mér er verið að fremja glæp. Það er verið að safna skipulega upplýsingum um mig frá klukkan sex þrjátíu til fjörtíu á morgnanna þangað til fram eftir degi. Þetta er allt skipulega skráð. Og líkur benda til þess að mér sé flétt upp í miðlægu kerfi lögreglunnar.“ Ertu eitthvað búinn að melta þetta? „Það er lítið hægt að melta þetta. Þetta er auðvitað mjög stórt og mikið brot gagnvart mér og minni persónu og gagnvart þeim sem urðu fyrir þessu,“ sagði Vilhjálmur. „Á ég að þurfa að þola það að menn séu að sniglast í kringum mig, elta mig, veita mér eftirför og svo framvegis. Ég á aldrei að þurfa að þola þetta. Og Landsamband lögreglumanna getur aldrei talað um þetta sem mistök.“ Sérðu fyrir þér að leita réttar þíns? „Ég ætla ekki að segja neitt um það. En það getur hver sem er hugsar með sér hvað viðkomandi muni gera. Það er greinilegt að þessu máli er ekki lokið ef fólk lítur þetta svona alvarlegum augum.“
Lögreglumál Lögreglan Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira