„Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. maí 2025 12:56 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins er í dag. Af því tilefni verða kröfugöngur og dagskrá um land allt. Verkalýðsleiðtogi segir enn ýmislegt til að berjast fyrir og að dagurinn sé gríðarlega mikilvægur. Í Reykjavík verður safnast saman við Hallgrímskirkju klukkan eitt og hálftíma síðar gengið niður á Ingólfstorg þar sem verður haldinn útifundur. Þar verða ræður, tónlistaratriði og samsöngur. Á Akureyri verður gengið frá Alþýðuhúsinu klukkan tvö í áttina að Hofi. Á sama tíma ganga Ísfirðingar frá sínu Alþýðuhúsi og að Edinborgarhúsinu þar sem verður hátíðardagskrá. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir daginn virkilega mikilvægan fyrir hennar félaga og hreyfinguna í heild sinni. „Það er auðvitað fullt af Eflingarfólki sem þarf að vera í vinnunni í dag þó að í dag sé þessi hátíðardagur verkafólks. Við erum að tala um þennan risastóra hóp fólks sem starfar á hjúkrunarheimilum og fleiri stöðum. Auðvitað er mjög mikilvægt fyrir okkur í samfélagslegum skilningi að taka þátt í 1. maí. Við sem getum það, að minna á okkur og kröfur okkar. Sýna að við ætlum okkur að vera í framvarðarsveit íslenskrar verkalýðsbaráttu, bæði fyrir konur og karla,“ segir Sólveig. Hjúkrunarheimili ekki staðið við sitt Það hafi gengið ýmislegt á síðasta ár. „Við stöndum til dæmis frammi fyrir því að atvinnurekendur telja sig geta stofnað sín eigin svikafélög til að hafa af verka- og láglaunafólki laun og réttindi. Það er það sem við höfum verið að berjast gegn síðastliðna mánuði. Við erum líka með lausa samninga fyrir ristastóran hóp, mestmegnis kvenna, sem starfar á hjúkrunarheimilum höfuðborgarsvæðisins. Þar átti að framkvæma úrbætur í mönnun en ekki var staðið við það. Þannig við þurfum að sjá hvað við þurfum að gera til að ná árangri í þeim kjarasamningum,“ segir Sólveig. Þá sé þetta mikill merkisdagur fyrir Eflingarfólk. „Vegna þess að félagi okkar í stjórn Eflingar, Karla Esperanza Barralaga Ocón, mun flytja ræðu á Ingólfstorgi. Ég held það sé í fyrsta skiptið sem aðflutt verkakona ávarpar fundinn á 1. maí í Reykjavík. Þannig þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur,“ segir Sólveig. Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Í Reykjavík verður safnast saman við Hallgrímskirkju klukkan eitt og hálftíma síðar gengið niður á Ingólfstorg þar sem verður haldinn útifundur. Þar verða ræður, tónlistaratriði og samsöngur. Á Akureyri verður gengið frá Alþýðuhúsinu klukkan tvö í áttina að Hofi. Á sama tíma ganga Ísfirðingar frá sínu Alþýðuhúsi og að Edinborgarhúsinu þar sem verður hátíðardagskrá. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir daginn virkilega mikilvægan fyrir hennar félaga og hreyfinguna í heild sinni. „Það er auðvitað fullt af Eflingarfólki sem þarf að vera í vinnunni í dag þó að í dag sé þessi hátíðardagur verkafólks. Við erum að tala um þennan risastóra hóp fólks sem starfar á hjúkrunarheimilum og fleiri stöðum. Auðvitað er mjög mikilvægt fyrir okkur í samfélagslegum skilningi að taka þátt í 1. maí. Við sem getum það, að minna á okkur og kröfur okkar. Sýna að við ætlum okkur að vera í framvarðarsveit íslenskrar verkalýðsbaráttu, bæði fyrir konur og karla,“ segir Sólveig. Hjúkrunarheimili ekki staðið við sitt Það hafi gengið ýmislegt á síðasta ár. „Við stöndum til dæmis frammi fyrir því að atvinnurekendur telja sig geta stofnað sín eigin svikafélög til að hafa af verka- og láglaunafólki laun og réttindi. Það er það sem við höfum verið að berjast gegn síðastliðna mánuði. Við erum líka með lausa samninga fyrir ristastóran hóp, mestmegnis kvenna, sem starfar á hjúkrunarheimilum höfuðborgarsvæðisins. Þar átti að framkvæma úrbætur í mönnun en ekki var staðið við það. Þannig við þurfum að sjá hvað við þurfum að gera til að ná árangri í þeim kjarasamningum,“ segir Sólveig. Þá sé þetta mikill merkisdagur fyrir Eflingarfólk. „Vegna þess að félagi okkar í stjórn Eflingar, Karla Esperanza Barralaga Ocón, mun flytja ræðu á Ingólfstorgi. Ég held það sé í fyrsta skiptið sem aðflutt verkakona ávarpar fundinn á 1. maí í Reykjavík. Þannig þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur,“ segir Sólveig.
Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira