Fótbolti

Fyrir­liðinn Guð­rún og Katla hýddar gegn Hammar­by

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það gekk vægast sagt illa hjá Guðrúnu og liðsfélögum hennar í dag.
Það gekk vægast sagt illa hjá Guðrúnu og liðsfélögum hennar í dag. Gualter Fatia/Getty Images

Svíþjóðarmeistarar Rosengård máttu þola 5-0 tap gegn toppliði Hammarby þegar liðin mættust í undanúrslitum sænsku bikarkeppninnar í fótbolta. Tvær íslenskar landsliðskonur komu við sögu í leiknum.

Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í miðri vörn gestanna í Rosengård. Bar hún fyrirliðabandið líkt og hún hefur gert á þessari leiktíð. Katla Tryggvadóttir kom inn af bekknum þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka, þá var staðan orðin 3-0 Hammarby í vil.

Búist var við nokkuð spennandi leik þar sem Hammarby er á toppi deildarinnar með 13 stig á meðan Rosengård er með 10 stig þegar fimm umferðir eru búnar. Ótrúlegir hlutir geta hins vegar allt gerst í bikarnum og það má segja að það hafi gerst í dag.

Staðan í hálfleik var 2-0 Hammarby í vil eftir mörk Julie Blakstad og Ellen Wagnerheim. Þegar tæp klukkustund var liðin gerði Blakstad út um leikinn. Cathinka Tandberg bætti fjórða markinu við sem og því fimmta úr vítaspyrnu í blálokin.

Lokatölur 5-0 og Hammarby mætir Norrköping í úrslitum þann 6. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×