Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. maí 2025 21:31 Ráðstefna presta og djákna var haldin í Seltjarnarneskirkju. Vísir/Arnar Halldórsson Prestar og djáknar kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda í málum barna sem „eiga allt sitt undir ákvörðunarvaldi íslenskra stjórnvalda .“ Þau óska eftir dvalarleyfi fyrir sautján ára kólumbískan dreng og lýsa yfir samstöðu við hann og fjölskyldu hans. Prestar og djáknar „hvetur íslensk stjórnvöld eindregið til að sýna öllum börnum og unglingum samstöðu og mannúð og taka af mildi og miskunnsemi á málum allra þeirra barna er eiga allt sitt undir ákvörðunarvaldi íslenskra stjórnvalda.“ Þetta er fyrsta ályktun presta- og djáknastefnunnar sem haldin var í dag í Seltjarnarneskirkju. „Vígðir þjónar Þjóðkirkjunnar lofa í vígsluheiti sínu að standa vörð um börn og unglinga, styðja, hjálpa, styrkja og þjóna bágstöddum og þeim er minna mega sín.“ Tekið er sérstaklega fram mál Oscars Anders Florez Bocanegra sem er sautján ára kólumbískur strákur sem var synjað um dvalarleyfi. Hann kom til landsins með föður sínum sem beitti hann ofbeldi og var þeim báðum synjað um vernd og þeir fluttir úr landi. Fósturfjölskyldan tók málin í sínar hendur og sóttu Oscar. Honum var aftur synjað um dvalarleyfi en bíður nú niðurstöður kærunefndar útlendingamála. Þrátt fyrir að málið sé á borði kærunefndarinnar getur honum verið brottvísað hvenær sem er. Rúmlega 120 prestar Þjóðkirkjunnar skrifuðu undir ákall til stjórnvalda um að veita drengnum dvalarleyfi. Ályktun um málið var einnig samþykkt af prestum og djáknum „Presta- og djáknastefna lýsir yfir samstöðu með þeirri fjölskyldu sem hefur tekið drenginn Oscar Anders Florez Bocanegra að sér, veitt honum heimili og vill leiða hann í ástríku uppeldi til bjartar framtíðar hér á Íslandi. Presta- djáknastefna tekur undir þá bón þeirra um að hann fái dvalarleyfi/landvistarleyfi hér á landi,“ segir í ályktuninni. Alvarleg staða vígðra presta á landsbyggðinni Tvær aðrar ályktanir voru samþykktar á ráðstefnunni. Annars vegar að úttekt verði gerð á barna- og unglingastarfi innan kirkjunnar og samstarf við æskulýðssambönd eflt. Hins vegar lýsa prestar og djáknar yfir verulegum áhyggjum af stöðu vígðrar þjónustu á landsbyggðinni. „Undanfarin ár hefur víða verið skorið niður í prestsþjónustu á landsbyggðinni, og loforð um að stöðugildum yrði ekki fækkað við sameiningu prestakalla hafa verið svikin. Þá hefur reynst erfitt að manna auglýst prestsstörf á landsbyggðinni, sem hefur óhjákvæmilega leitt til skertrar þjónustu við sóknarbörn og aukins álags á starfandi þjóna“ segir í ályktuninni. Kallað er eftir að biskup Íslands bregðist við stöðu mála og tryggi þjónustu þjóðkirkjunnar um allt land. Þá er einnig skorað á Guðfræði- og trúarbragaðfræðideild Háskóla Íslands að koma á fjölbreyttari námsleiðum líkt og fjarnámi. Með fjarnáminu sé hægt að auðvelda fólki að stunda guðfræði óháð búsetu. Þjóðkirkjan Hælisleitendur Innflytjendamál Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Prestar og djáknar „hvetur íslensk stjórnvöld eindregið til að sýna öllum börnum og unglingum samstöðu og mannúð og taka af mildi og miskunnsemi á málum allra þeirra barna er eiga allt sitt undir ákvörðunarvaldi íslenskra stjórnvalda.“ Þetta er fyrsta ályktun presta- og djáknastefnunnar sem haldin var í dag í Seltjarnarneskirkju. „Vígðir þjónar Þjóðkirkjunnar lofa í vígsluheiti sínu að standa vörð um börn og unglinga, styðja, hjálpa, styrkja og þjóna bágstöddum og þeim er minna mega sín.“ Tekið er sérstaklega fram mál Oscars Anders Florez Bocanegra sem er sautján ára kólumbískur strákur sem var synjað um dvalarleyfi. Hann kom til landsins með föður sínum sem beitti hann ofbeldi og var þeim báðum synjað um vernd og þeir fluttir úr landi. Fósturfjölskyldan tók málin í sínar hendur og sóttu Oscar. Honum var aftur synjað um dvalarleyfi en bíður nú niðurstöður kærunefndar útlendingamála. Þrátt fyrir að málið sé á borði kærunefndarinnar getur honum verið brottvísað hvenær sem er. Rúmlega 120 prestar Þjóðkirkjunnar skrifuðu undir ákall til stjórnvalda um að veita drengnum dvalarleyfi. Ályktun um málið var einnig samþykkt af prestum og djáknum „Presta- og djáknastefna lýsir yfir samstöðu með þeirri fjölskyldu sem hefur tekið drenginn Oscar Anders Florez Bocanegra að sér, veitt honum heimili og vill leiða hann í ástríku uppeldi til bjartar framtíðar hér á Íslandi. Presta- djáknastefna tekur undir þá bón þeirra um að hann fái dvalarleyfi/landvistarleyfi hér á landi,“ segir í ályktuninni. Alvarleg staða vígðra presta á landsbyggðinni Tvær aðrar ályktanir voru samþykktar á ráðstefnunni. Annars vegar að úttekt verði gerð á barna- og unglingastarfi innan kirkjunnar og samstarf við æskulýðssambönd eflt. Hins vegar lýsa prestar og djáknar yfir verulegum áhyggjum af stöðu vígðrar þjónustu á landsbyggðinni. „Undanfarin ár hefur víða verið skorið niður í prestsþjónustu á landsbyggðinni, og loforð um að stöðugildum yrði ekki fækkað við sameiningu prestakalla hafa verið svikin. Þá hefur reynst erfitt að manna auglýst prestsstörf á landsbyggðinni, sem hefur óhjákvæmilega leitt til skertrar þjónustu við sóknarbörn og aukins álags á starfandi þjóna“ segir í ályktuninni. Kallað er eftir að biskup Íslands bregðist við stöðu mála og tryggi þjónustu þjóðkirkjunnar um allt land. Þá er einnig skorað á Guðfræði- og trúarbragaðfræðideild Háskóla Íslands að koma á fjölbreyttari námsleiðum líkt og fjarnámi. Með fjarnáminu sé hægt að auðvelda fólki að stunda guðfræði óháð búsetu.
Þjóðkirkjan Hælisleitendur Innflytjendamál Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira