Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. maí 2025 21:31 Ráðstefna presta og djákna var haldin í Seltjarnarneskirkju. Vísir/Arnar Halldórsson Prestar og djáknar kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda í málum barna sem „eiga allt sitt undir ákvörðunarvaldi íslenskra stjórnvalda .“ Þau óska eftir dvalarleyfi fyrir sautján ára kólumbískan dreng og lýsa yfir samstöðu við hann og fjölskyldu hans. Prestar og djáknar „hvetur íslensk stjórnvöld eindregið til að sýna öllum börnum og unglingum samstöðu og mannúð og taka af mildi og miskunnsemi á málum allra þeirra barna er eiga allt sitt undir ákvörðunarvaldi íslenskra stjórnvalda.“ Þetta er fyrsta ályktun presta- og djáknastefnunnar sem haldin var í dag í Seltjarnarneskirkju. „Vígðir þjónar Þjóðkirkjunnar lofa í vígsluheiti sínu að standa vörð um börn og unglinga, styðja, hjálpa, styrkja og þjóna bágstöddum og þeim er minna mega sín.“ Tekið er sérstaklega fram mál Oscars Anders Florez Bocanegra sem er sautján ára kólumbískur strákur sem var synjað um dvalarleyfi. Hann kom til landsins með föður sínum sem beitti hann ofbeldi og var þeim báðum synjað um vernd og þeir fluttir úr landi. Fósturfjölskyldan tók málin í sínar hendur og sóttu Oscar. Honum var aftur synjað um dvalarleyfi en bíður nú niðurstöður kærunefndar útlendingamála. Þrátt fyrir að málið sé á borði kærunefndarinnar getur honum verið brottvísað hvenær sem er. Rúmlega 120 prestar Þjóðkirkjunnar skrifuðu undir ákall til stjórnvalda um að veita drengnum dvalarleyfi. Ályktun um málið var einnig samþykkt af prestum og djáknum „Presta- og djáknastefna lýsir yfir samstöðu með þeirri fjölskyldu sem hefur tekið drenginn Oscar Anders Florez Bocanegra að sér, veitt honum heimili og vill leiða hann í ástríku uppeldi til bjartar framtíðar hér á Íslandi. Presta- djáknastefna tekur undir þá bón þeirra um að hann fái dvalarleyfi/landvistarleyfi hér á landi,“ segir í ályktuninni. Alvarleg staða vígðra presta á landsbyggðinni Tvær aðrar ályktanir voru samþykktar á ráðstefnunni. Annars vegar að úttekt verði gerð á barna- og unglingastarfi innan kirkjunnar og samstarf við æskulýðssambönd eflt. Hins vegar lýsa prestar og djáknar yfir verulegum áhyggjum af stöðu vígðrar þjónustu á landsbyggðinni. „Undanfarin ár hefur víða verið skorið niður í prestsþjónustu á landsbyggðinni, og loforð um að stöðugildum yrði ekki fækkað við sameiningu prestakalla hafa verið svikin. Þá hefur reynst erfitt að manna auglýst prestsstörf á landsbyggðinni, sem hefur óhjákvæmilega leitt til skertrar þjónustu við sóknarbörn og aukins álags á starfandi þjóna“ segir í ályktuninni. Kallað er eftir að biskup Íslands bregðist við stöðu mála og tryggi þjónustu þjóðkirkjunnar um allt land. Þá er einnig skorað á Guðfræði- og trúarbragaðfræðideild Háskóla Íslands að koma á fjölbreyttari námsleiðum líkt og fjarnámi. Með fjarnáminu sé hægt að auðvelda fólki að stunda guðfræði óháð búsetu. Þjóðkirkjan Hælisleitendur Innflytjendamál Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Prestar og djáknar „hvetur íslensk stjórnvöld eindregið til að sýna öllum börnum og unglingum samstöðu og mannúð og taka af mildi og miskunnsemi á málum allra þeirra barna er eiga allt sitt undir ákvörðunarvaldi íslenskra stjórnvalda.“ Þetta er fyrsta ályktun presta- og djáknastefnunnar sem haldin var í dag í Seltjarnarneskirkju. „Vígðir þjónar Þjóðkirkjunnar lofa í vígsluheiti sínu að standa vörð um börn og unglinga, styðja, hjálpa, styrkja og þjóna bágstöddum og þeim er minna mega sín.“ Tekið er sérstaklega fram mál Oscars Anders Florez Bocanegra sem er sautján ára kólumbískur strákur sem var synjað um dvalarleyfi. Hann kom til landsins með föður sínum sem beitti hann ofbeldi og var þeim báðum synjað um vernd og þeir fluttir úr landi. Fósturfjölskyldan tók málin í sínar hendur og sóttu Oscar. Honum var aftur synjað um dvalarleyfi en bíður nú niðurstöður kærunefndar útlendingamála. Þrátt fyrir að málið sé á borði kærunefndarinnar getur honum verið brottvísað hvenær sem er. Rúmlega 120 prestar Þjóðkirkjunnar skrifuðu undir ákall til stjórnvalda um að veita drengnum dvalarleyfi. Ályktun um málið var einnig samþykkt af prestum og djáknum „Presta- og djáknastefna lýsir yfir samstöðu með þeirri fjölskyldu sem hefur tekið drenginn Oscar Anders Florez Bocanegra að sér, veitt honum heimili og vill leiða hann í ástríku uppeldi til bjartar framtíðar hér á Íslandi. Presta- djáknastefna tekur undir þá bón þeirra um að hann fái dvalarleyfi/landvistarleyfi hér á landi,“ segir í ályktuninni. Alvarleg staða vígðra presta á landsbyggðinni Tvær aðrar ályktanir voru samþykktar á ráðstefnunni. Annars vegar að úttekt verði gerð á barna- og unglingastarfi innan kirkjunnar og samstarf við æskulýðssambönd eflt. Hins vegar lýsa prestar og djáknar yfir verulegum áhyggjum af stöðu vígðrar þjónustu á landsbyggðinni. „Undanfarin ár hefur víða verið skorið niður í prestsþjónustu á landsbyggðinni, og loforð um að stöðugildum yrði ekki fækkað við sameiningu prestakalla hafa verið svikin. Þá hefur reynst erfitt að manna auglýst prestsstörf á landsbyggðinni, sem hefur óhjákvæmilega leitt til skertrar þjónustu við sóknarbörn og aukins álags á starfandi þjóna“ segir í ályktuninni. Kallað er eftir að biskup Íslands bregðist við stöðu mála og tryggi þjónustu þjóðkirkjunnar um allt land. Þá er einnig skorað á Guðfræði- og trúarbragaðfræðideild Háskóla Íslands að koma á fjölbreyttari námsleiðum líkt og fjarnámi. Með fjarnáminu sé hægt að auðvelda fólki að stunda guðfræði óháð búsetu.
Þjóðkirkjan Hælisleitendur Innflytjendamál Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira