Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. maí 2025 20:04 Grétar, Inga Sæland og Birna Sif, sem tóku fyrstu skóflustunguna af nýja hjúkrunarheimilinu í Hveragerði í dag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrsta skóflustungan af nýju 44 herbergja hjúkrunarheimili var tekin í dag í Hveragerði. Húsið verður tæplega þrjú þúsund fermetrar að stærð og mun kosta 2,8 milljarða króna. Fjölmenni safnaðist saman þar sem nýja hjúkrunarheimilið mun rísa skammt frá núverandi hjúkrunarheimili, sem Grundarheimilin eiga og kallast Ás en Grund hefur rekið Ás frá árinu 1952 og sinnt öldrunarþjónustu í Hveragerði og nágrenni í yfir sjötíu ár. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, Birna Sif Atladóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar í Ási, og Grétar Aðalsteinsson, heimilismaður í Ási, tóku skóflustungu að nýja heimilinu. „Þannig að það má segja að þetta er tímamótadagur fyrir nýja ríkisstjórn, sem er sem sagt að ráðast í þjóðarátak í byggingu á hjúkrunarheimilum og í öllum aðbúnaði fyrir eldra fólk,“ segir Inga Sæland. Inga hrósar öllum þeim, sem koma að byggingu nýja heimilisins og hún segir fáir staðir séu betri en Hveragerði fyrir svona þjónustu. „Ég hef nú stundum látið mig dreyma að jafnvel að flytja í Hveragerði, maður er ekki nema hálf tíma í bæinn,“ segir hún brosandi. Gísli Páll, formaður stjórnar Grundarheimilanna og Inga Sæland spjalla saman í kaffinu, sem boðið var upp á eftir skóflustunguna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru Grundarheimilin sem byggja hjúkrunarheimilið en í dag eru heimilismenn í Ási 111 talsins. Öll herbergin á nýja hjúkrunarheimilinu verða einbýli með baðherbergjum. En hver borgar brúsann? „Við skattgreiðendurnir borgum þetta fyrir rest en ríkið leigir húsið af okkur í 20 ár og þannig náum við að taka lán til að byggja það og reka það í 20 ár,“ segir Gísli Páll Pálsson, formaður stjórnar Grundarheimilanna. Og að sjálfsögðu var flaggað við Ás í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grétar hefur búið á Ási í rúmlega 20 ár og var einn af þeim sem tóku skóflustungu í dag. „Það er búið að tala um þetta í 20 ár allavega. Þetta verður glæsilegt heimili, jú, jú,“ segir Grétar. María Pálsdóttir og Hörður Guðmundsson frá Böðmóðsstöðum í Laugardal í Bláskógabyggð, sem búa á Ási tóku að sjálfsögðu þátt í gleði dagsins en þeim líkar mjög vel að vera í Hveragerði. Hveragerði Hjúkrunarheimili Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Fjölmenni safnaðist saman þar sem nýja hjúkrunarheimilið mun rísa skammt frá núverandi hjúkrunarheimili, sem Grundarheimilin eiga og kallast Ás en Grund hefur rekið Ás frá árinu 1952 og sinnt öldrunarþjónustu í Hveragerði og nágrenni í yfir sjötíu ár. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, Birna Sif Atladóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar í Ási, og Grétar Aðalsteinsson, heimilismaður í Ási, tóku skóflustungu að nýja heimilinu. „Þannig að það má segja að þetta er tímamótadagur fyrir nýja ríkisstjórn, sem er sem sagt að ráðast í þjóðarátak í byggingu á hjúkrunarheimilum og í öllum aðbúnaði fyrir eldra fólk,“ segir Inga Sæland. Inga hrósar öllum þeim, sem koma að byggingu nýja heimilisins og hún segir fáir staðir séu betri en Hveragerði fyrir svona þjónustu. „Ég hef nú stundum látið mig dreyma að jafnvel að flytja í Hveragerði, maður er ekki nema hálf tíma í bæinn,“ segir hún brosandi. Gísli Páll, formaður stjórnar Grundarheimilanna og Inga Sæland spjalla saman í kaffinu, sem boðið var upp á eftir skóflustunguna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru Grundarheimilin sem byggja hjúkrunarheimilið en í dag eru heimilismenn í Ási 111 talsins. Öll herbergin á nýja hjúkrunarheimilinu verða einbýli með baðherbergjum. En hver borgar brúsann? „Við skattgreiðendurnir borgum þetta fyrir rest en ríkið leigir húsið af okkur í 20 ár og þannig náum við að taka lán til að byggja það og reka það í 20 ár,“ segir Gísli Páll Pálsson, formaður stjórnar Grundarheimilanna. Og að sjálfsögðu var flaggað við Ás í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grétar hefur búið á Ási í rúmlega 20 ár og var einn af þeim sem tóku skóflustungu í dag. „Það er búið að tala um þetta í 20 ár allavega. Þetta verður glæsilegt heimili, jú, jú,“ segir Grétar. María Pálsdóttir og Hörður Guðmundsson frá Böðmóðsstöðum í Laugardal í Bláskógabyggð, sem búa á Ási tóku að sjálfsögðu þátt í gleði dagsins en þeim líkar mjög vel að vera í Hveragerði.
Hveragerði Hjúkrunarheimili Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira