„Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. maí 2025 09:00 Kollegarnir Jordan Pickford og Asmir Begović. Richard Martin-Roberts/Getty Images Asmir Begović, markvörður Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, getur ekki beðið eftir að snúa aftur hingað til lands. Hinn 37 ára gamli Begović kom hingað til lands fyrir ári þegar hann hélt markmannsnámskeið í Úlfarsárdal þar sem hann og Gareth Owen, markmannsþjálfari Fram, þekkjast vel. Líkaði Asmir dvölin hér á landi svo vel að hann er ætlar sér að snúa aftur í lok maímánaðar. „Við gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands og vera með annað hágæða námskeið. Það vakti mikla lukku síðast þegar við komum og alls mættu 75 markmenn víðsvegar að úr Skandinavíu. Það hvatti okkur til að mæta á nýjan leik og vera með annað námskeið,“ sagði Begović í stuttu spjalli við Vísi. „Við komum með okkar eigin hágæða þjálfara sem og við fáum hjálp frá hágæða þjálfurum á Íslandi til að upplifun ungu markvarðanna sem mæta á námskeiðið verði sem best. Við viljum að upplifunin sé eins og best verði á kosið.“ „Markmiðið með akademíu minni og allri vinnunni sem við vinnum er að gefa næstu kynslóð innblástur til að setja á sig hanskana og verða markverðir. Ég vil gefa til baka, deila reynslu minni sem og öllu því sem ég hef lært á lífsleiðinni sem og þau 20 ár sem ég hef verið í atvinnumennsku. Teymið okkar sér marga krakka sem vilja ná langt en hafa ekki fengið nægilega góða þjálfun svo við viljum koma til móts við þau og aðstoða þau á vegferð sinni.“ Það er ekki vaninn að leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar nýti annars stutt sumarfrí sitt til að halda námskeið á Íslandi. Því var markvörðurinn spurður hvort hann hefði séð eitthvað áhugavert meðan hann var hér á landi á síðasta ári. „Við náðum að sjá þónokkuð af Íslandi. Sáum hvera, fossa sem og hina fallegu borg Reykjavík. Við elskuðum menningu landsins og upplifun okkar af henni. Fólkið var mjög vingjarnlegt, við nutum okkar í botn og getum ekki beðið eftir að mæta aftur.“ David Moyes tók við stjórn Everton á nýjan leik á yfirstandandi leiktíð. Hann hefur þónokkra Íslands tengingu enda má segja að leikmannaferill hans hafi hafist í Vestmannaeyjum. „Ég minntist á Ísland við þjálfarann, hann elskaði tíma sinn þar og það kemur ekki á óvart þar sem allir hafa góða hluti að segja um landið. Hann er í miklum metum hjá fólki innan leiksins og alltaf gaman að heyra jákvæða hluti frá fólki eins og honum,“ sagði Asmir að endingu í spjalli sínu við Vísi. Fótbolti Enski boltinn Íslenski boltinn Fram Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Hinn 37 ára gamli Begović kom hingað til lands fyrir ári þegar hann hélt markmannsnámskeið í Úlfarsárdal þar sem hann og Gareth Owen, markmannsþjálfari Fram, þekkjast vel. Líkaði Asmir dvölin hér á landi svo vel að hann er ætlar sér að snúa aftur í lok maímánaðar. „Við gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands og vera með annað hágæða námskeið. Það vakti mikla lukku síðast þegar við komum og alls mættu 75 markmenn víðsvegar að úr Skandinavíu. Það hvatti okkur til að mæta á nýjan leik og vera með annað námskeið,“ sagði Begović í stuttu spjalli við Vísi. „Við komum með okkar eigin hágæða þjálfara sem og við fáum hjálp frá hágæða þjálfurum á Íslandi til að upplifun ungu markvarðanna sem mæta á námskeiðið verði sem best. Við viljum að upplifunin sé eins og best verði á kosið.“ „Markmiðið með akademíu minni og allri vinnunni sem við vinnum er að gefa næstu kynslóð innblástur til að setja á sig hanskana og verða markverðir. Ég vil gefa til baka, deila reynslu minni sem og öllu því sem ég hef lært á lífsleiðinni sem og þau 20 ár sem ég hef verið í atvinnumennsku. Teymið okkar sér marga krakka sem vilja ná langt en hafa ekki fengið nægilega góða þjálfun svo við viljum koma til móts við þau og aðstoða þau á vegferð sinni.“ Það er ekki vaninn að leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar nýti annars stutt sumarfrí sitt til að halda námskeið á Íslandi. Því var markvörðurinn spurður hvort hann hefði séð eitthvað áhugavert meðan hann var hér á landi á síðasta ári. „Við náðum að sjá þónokkuð af Íslandi. Sáum hvera, fossa sem og hina fallegu borg Reykjavík. Við elskuðum menningu landsins og upplifun okkar af henni. Fólkið var mjög vingjarnlegt, við nutum okkar í botn og getum ekki beðið eftir að mæta aftur.“ David Moyes tók við stjórn Everton á nýjan leik á yfirstandandi leiktíð. Hann hefur þónokkra Íslands tengingu enda má segja að leikmannaferill hans hafi hafist í Vestmannaeyjum. „Ég minntist á Ísland við þjálfarann, hann elskaði tíma sinn þar og það kemur ekki á óvart þar sem allir hafa góða hluti að segja um landið. Hann er í miklum metum hjá fólki innan leiksins og alltaf gaman að heyra jákvæða hluti frá fólki eins og honum,“ sagði Asmir að endingu í spjalli sínu við Vísi.
Fótbolti Enski boltinn Íslenski boltinn Fram Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira