Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Aron Guðmundsson skrifar 5. maí 2025 12:01 Mikil spenna ríkir fyrir oddaleik Stjörnunnar og Grindavíkur í undanúrslitum Bónus deildarinnar í körfubolta í kvöld Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Stjarnan og Grindavík mætast í oddaleik í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Eftir spennutrylli í leik fjögur segist Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, sjaldan á Íslandi hafa þurft að glíma við lið með eins mikil einstaklingsgæði og lið Grindavíkur. „Þetta leggst vel í mig. Það eru náttúrulega bara forréttindi að fá að taka þátt í leik fimm. Ég er spenntur fyrir því að taka þátt í þessu,“ segir Baldur í samtali við íþróttadeild en eftir mikinn spennu trylli í leik fjögur í Smáranum, þar sem að Grindavík átti magnaða endurkomu hefur Baldur fengið tíma til að melta hlutina. „Þetta var kannski bara í takt við seríuna. Við erum búnir að taka einn svona leik á móti þeim, höfum unnið einn leik þar sem að við vorum betri aðilinn og þeir svo sömuleiðis. Þetta er búið að vera frekar mikið stál í stál allan tímann. Þetta er úrslitakeppnin og það getur allt gerst í þessu. Það er hægt að segja ef og hefði, hitt og þetta, með þennan leik en maður er með einbeitinguna á leiknum í kvöld.“ Stjarnan virtist vera með leik fjögur undir öruggri stjórn og sæti í úrslitum Bónus deildarinnar innan seilingar en Grindvíkingar fundu leik til baka og knúðu fram oddaleik kvöldsins. Mætti telja að um högg hafi verið að ræða fyrir Stjörnumenn sem höfðu leikinn í höndum sér. Hvernig hefur verið að rífa menn upp eftir leik fjögur í Smáranum? „Það gerist svolítið af sjálfu sér. Þegar að öllu er á botninn hvolft eru allir þeir leikmenn sem taka þátt í úrslitakeppninni í dag eru búnir að vera það lengi að spila körfubolta að það að tapa leikjum gefur þér ákveðna hvatningu. Þú vilt bara stíga upp og bæta þig, gera betur. Við höfum séð allt í þessari úrslitakeppni og það er ein af ástæðunum fyrir því að stundum vinnast bara leikir á útivelli því þá er liðið alltaf að svara hinu liðinu. Við erum bara spenntir fyrir því að taka þátt í leik fimm og lítum á það sem forréttindi að fá að upplifa þannig leik.“ Baldur Þór fer yfir málin með sínum mönnum í StjörnunniVísir/Guðmundur Oddaleikurinn í Garðabænum í kvöld, Stjarnan á heimavelli og hefur leitt einvígið. Er pressan á ykkur? „Þú ert náttúrulega að spila á móti tveimur NBA leikmönnum hinu megin. Pressan er auðvitað bara á öllum sem taka þátt í leiknum. Við höfum sett pressu á okkur frá degi eitt, við erum með gott lið og það er góður andi. Við hreyfum boltann vel, vinnum vel saman en verkefnið er erfitt á sama tíma. Við verðum að vera mjög góðir til að vinna þá. Það eru rosaleg einstaklingsgæði sem við erum að eiga við og ég hef ekki þurft að eiga oft við á Íslandi áður. Þetta er bara mikil áskorun. Allir leikirnir eru búnir að vera rosalega mikið stál í stál og ég reikna með því partýi áfram.“ Hver hefur áherslan verið hjá þér milli leikja? „Í fyrsta lagi er bara svo stutt á milli leikja að einbeitingin hefur verið á endurheimt. Annars held ég að þemað í seríunni hjá báðum liðum hefur verið reyna finna eitthvað út úr þessum varnarleik. Það er alltaf verið að skora eitthvað í kringum hundrað stig, bæði lið, í öllum leikjunum. Það fer ekkert á milli mála að við höfum svo verið að ströggla með DeAndre Kane og Jeremy Pargo og það sem að þeir ná að búa til. Á sama tíma er Grindavík að ströggla með boltahreyfingu hjá okkur, screen frá boltanum og hraðar sóknir. Þemað er búið að vera allan tímann á þá leið að liðin eru ekkert búin að ná tökum á þessu einhvern veginn. Þetta er bara búið að vera þemað frá leik eitt. Ég býst bara við stál í stál í kvöld. Svo dettur þetta öðru hvoru megin.“ Oddaleikur Stjörnunnar og Grindavíkur í undanúrslitum Bónus deildarinnar verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan korter yfir 19:15. Upphitun með Stefáni Árna Pálssyni og sérfræðingum hans hefst klukkan hálf sjö. Bónus-deild karla Stjarnan Grindavík Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Emilie Hessedal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Sjá meira
„Þetta leggst vel í mig. Það eru náttúrulega bara forréttindi að fá að taka þátt í leik fimm. Ég er spenntur fyrir því að taka þátt í þessu,“ segir Baldur í samtali við íþróttadeild en eftir mikinn spennu trylli í leik fjögur í Smáranum, þar sem að Grindavík átti magnaða endurkomu hefur Baldur fengið tíma til að melta hlutina. „Þetta var kannski bara í takt við seríuna. Við erum búnir að taka einn svona leik á móti þeim, höfum unnið einn leik þar sem að við vorum betri aðilinn og þeir svo sömuleiðis. Þetta er búið að vera frekar mikið stál í stál allan tímann. Þetta er úrslitakeppnin og það getur allt gerst í þessu. Það er hægt að segja ef og hefði, hitt og þetta, með þennan leik en maður er með einbeitinguna á leiknum í kvöld.“ Stjarnan virtist vera með leik fjögur undir öruggri stjórn og sæti í úrslitum Bónus deildarinnar innan seilingar en Grindvíkingar fundu leik til baka og knúðu fram oddaleik kvöldsins. Mætti telja að um högg hafi verið að ræða fyrir Stjörnumenn sem höfðu leikinn í höndum sér. Hvernig hefur verið að rífa menn upp eftir leik fjögur í Smáranum? „Það gerist svolítið af sjálfu sér. Þegar að öllu er á botninn hvolft eru allir þeir leikmenn sem taka þátt í úrslitakeppninni í dag eru búnir að vera það lengi að spila körfubolta að það að tapa leikjum gefur þér ákveðna hvatningu. Þú vilt bara stíga upp og bæta þig, gera betur. Við höfum séð allt í þessari úrslitakeppni og það er ein af ástæðunum fyrir því að stundum vinnast bara leikir á útivelli því þá er liðið alltaf að svara hinu liðinu. Við erum bara spenntir fyrir því að taka þátt í leik fimm og lítum á það sem forréttindi að fá að upplifa þannig leik.“ Baldur Þór fer yfir málin með sínum mönnum í StjörnunniVísir/Guðmundur Oddaleikurinn í Garðabænum í kvöld, Stjarnan á heimavelli og hefur leitt einvígið. Er pressan á ykkur? „Þú ert náttúrulega að spila á móti tveimur NBA leikmönnum hinu megin. Pressan er auðvitað bara á öllum sem taka þátt í leiknum. Við höfum sett pressu á okkur frá degi eitt, við erum með gott lið og það er góður andi. Við hreyfum boltann vel, vinnum vel saman en verkefnið er erfitt á sama tíma. Við verðum að vera mjög góðir til að vinna þá. Það eru rosaleg einstaklingsgæði sem við erum að eiga við og ég hef ekki þurft að eiga oft við á Íslandi áður. Þetta er bara mikil áskorun. Allir leikirnir eru búnir að vera rosalega mikið stál í stál og ég reikna með því partýi áfram.“ Hver hefur áherslan verið hjá þér milli leikja? „Í fyrsta lagi er bara svo stutt á milli leikja að einbeitingin hefur verið á endurheimt. Annars held ég að þemað í seríunni hjá báðum liðum hefur verið reyna finna eitthvað út úr þessum varnarleik. Það er alltaf verið að skora eitthvað í kringum hundrað stig, bæði lið, í öllum leikjunum. Það fer ekkert á milli mála að við höfum svo verið að ströggla með DeAndre Kane og Jeremy Pargo og það sem að þeir ná að búa til. Á sama tíma er Grindavík að ströggla með boltahreyfingu hjá okkur, screen frá boltanum og hraðar sóknir. Þemað er búið að vera allan tímann á þá leið að liðin eru ekkert búin að ná tökum á þessu einhvern veginn. Þetta er bara búið að vera þemað frá leik eitt. Ég býst bara við stál í stál í kvöld. Svo dettur þetta öðru hvoru megin.“ Oddaleikur Stjörnunnar og Grindavíkur í undanúrslitum Bónus deildarinnar verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan korter yfir 19:15. Upphitun með Stefáni Árna Pálssyni og sérfræðingum hans hefst klukkan hálf sjö.
Bónus-deild karla Stjarnan Grindavík Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Emilie Hessedal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Sjá meira