Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar 6. maí 2025 06:01 Upphafsmánuðir stjórnartíðar ríkisstjórnarinnar hafa spilast nokkurn veginn líkt og búast mátti við, ef undanskilin eru ákveðin skakkaföll. Boðaðar hafa verið ýmsar skattahækkanir, bæði á einstaklinga og fyrirtæki. Fiskeldisgjald hækkar, veiðigjöld hátt í tvöfaldast og fella á niður samnýtingu skattþrepa í tilviki hjóna og sambýlisfólks. Í ríkisstjórn sem samanstendur af tveimur vinstri flokkum og einum miðju flokki ættu þessi áform svo sem ekki að koma neinum á óvart. Ríkisstjórn í leiðréttingarferli Atvinnuvegaráðherra hefur boðað svokallaða „leiðréttingu“ á veiðigjöldum, sem felur í sér að veiðigjöld munu um það bil tvöfaldast. Með öðrum og réttari orðum má nota hugtakið skattahækkun. Í einföldu máli má lýsa skattahækkun sem hvers konar löggjöf sem leiðir af sér að einstaklingar eða fyrirtæki borgi hærri skatt en fyrir lagasetninguna. Það eru því afleiðingar lagasetningar sem stýra því hvort í henni felist skattahækkun, en ekki titill hennar eða yfirlýsingar stjórnmálamanna. Það er síðan persónuleg skoðun hvers og eins hvort tiltekin skattahækkun sé sanngjörn eða ekki. Veiðigjaldið er ekki nýtt af nálinni en þrátt fyrir það hefur staðið furðu mikill styr um eðli þess. Í greinargerð með frumvarpinu um hækkun á veiðigjaldi segir orðrétt: „Ágreiningslaust er að veiðigjald er skattur“. Starfsmaður ráðuneytisins sem skrifaði frumvarpið hefur greinilega aldrei hitt fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar eða þingmenn stjórnarmeirihlutans sem hafa lagt sérstakt kapp á að fullyrða að veiðigjaldið sé alls ekki skattur. Stjórnarliðar virðast skeyta engu um skýrt orðalag frumvarpsins sjálfs eða dóma Hæstaréttar sem slegið hafa föstu að veiðigjald sé sannarlega skattur. Flótti frá eigin stefnu Hvað ætli búi að baki þessum málflutningi ríkisstjórnarinnar? Erfitt er að ímynda sér að stjórnarliðar séu ómeðvitaðir um innihald frumvarpsins eða dómaframkvæmd Hæstaréttar, sérstaklega í ljósi þess að þeir hafa ítrekað verið minntir á þær staðreyndir af stjórnarandstöðunni, án þess þó að það hafi leitt af sér leiðréttingu á málflutningi þeirra. Líkast til er ástæðan fyrir þessari gaslýsingu stjórnarinnar sú að þau eru hikandi við að nota orðið skattur. Hún virðist hvorki vilja ræða né verja fyrirætlanir sínar um skattahækkanir en þess í stað er stuðst við önnur hugtök sem þeim finnst hljóma betur. Þessi aðferð minnir mann óneitanlega á fleyg orð sem Barack Obama lét falla á sínum tíma: „You can put lipstick on a pig, but it‘s still a pig“. Þetta plan stjórnarinnar um að setja varalit á skattahækkanirnar sínar með því að kalla þær leiðréttingu breytir engu um eðli þeirra. Þær eru samt enn skattahækkanir. Skattarnir eru bara ekki nógu háir! Það er miður að ríkisstjórnin sýni ekki meiri heiðarleika í störfum sínum og opinberri umræðu. Vinstri stjórnir eiga ekki að vera feimnar við að hækka skatta, það er í fullu samræmi við eðli þeirra. Staðreynd málsins er einfaldlega sú að ríkisstjórninni finnst atvinnulífið ekki borga nógu háa skatta og vill því hækka þá. Það er sjónarmið sem er sjálfsagt og eðlilegt að sumir stjórnmálaflokkar hafi. Sama á við um afnám samnýtingar skattþrepa hjóna og sambýlisfólks. Þar telur ríkisstjórnin sig hafa fundið hóp fólks sem greiðir ekki nægilega háa skatta og vill þar af leiðandi breyta lögunum á þann veg að það greiði hærri skatt. Það er reynt að réttlæta með því að vísa til þess að það séu aðallega vel stæðir karlmenn yfir fertugu sem nýta sér þessa samnýtingu skattþrepa, en virðast alveg gleyma tekjulægri makanum sem forsenda er að búi með miðaldra karlinum. Nema náttúrulega ríkisstjórnin sé búin að afnema heimilin sem efnahagslega einingu án þess að segja neinum frá því. Sem ég held reyndar ekki, en það er auðveldara að réttlæta skattahækkun ef það eru bara ríku kallarnir sem borga. Sem er hins vegar ekki raunin. Skattahækkanir eru þeirra pólitík og sjálfsagt og eðlilegt að þau mæli fyrir því. Ég sakna þess hins vegar að ríkisstjórnin standi bein í baki, færi rök fyrir sínum áætlunum og reyni að sannfæra fólk um ágæti þess. Í staðinn kýs hún að smyrja varalit á skattagrísinn og segja okkur að hann sé lamb. Það er auðveldara en að réttlæta göltinn sem hann er í reynd. Höfundur er starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Skattar og tollar Helgi Brynjarsson Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Upphafsmánuðir stjórnartíðar ríkisstjórnarinnar hafa spilast nokkurn veginn líkt og búast mátti við, ef undanskilin eru ákveðin skakkaföll. Boðaðar hafa verið ýmsar skattahækkanir, bæði á einstaklinga og fyrirtæki. Fiskeldisgjald hækkar, veiðigjöld hátt í tvöfaldast og fella á niður samnýtingu skattþrepa í tilviki hjóna og sambýlisfólks. Í ríkisstjórn sem samanstendur af tveimur vinstri flokkum og einum miðju flokki ættu þessi áform svo sem ekki að koma neinum á óvart. Ríkisstjórn í leiðréttingarferli Atvinnuvegaráðherra hefur boðað svokallaða „leiðréttingu“ á veiðigjöldum, sem felur í sér að veiðigjöld munu um það bil tvöfaldast. Með öðrum og réttari orðum má nota hugtakið skattahækkun. Í einföldu máli má lýsa skattahækkun sem hvers konar löggjöf sem leiðir af sér að einstaklingar eða fyrirtæki borgi hærri skatt en fyrir lagasetninguna. Það eru því afleiðingar lagasetningar sem stýra því hvort í henni felist skattahækkun, en ekki titill hennar eða yfirlýsingar stjórnmálamanna. Það er síðan persónuleg skoðun hvers og eins hvort tiltekin skattahækkun sé sanngjörn eða ekki. Veiðigjaldið er ekki nýtt af nálinni en þrátt fyrir það hefur staðið furðu mikill styr um eðli þess. Í greinargerð með frumvarpinu um hækkun á veiðigjaldi segir orðrétt: „Ágreiningslaust er að veiðigjald er skattur“. Starfsmaður ráðuneytisins sem skrifaði frumvarpið hefur greinilega aldrei hitt fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar eða þingmenn stjórnarmeirihlutans sem hafa lagt sérstakt kapp á að fullyrða að veiðigjaldið sé alls ekki skattur. Stjórnarliðar virðast skeyta engu um skýrt orðalag frumvarpsins sjálfs eða dóma Hæstaréttar sem slegið hafa föstu að veiðigjald sé sannarlega skattur. Flótti frá eigin stefnu Hvað ætli búi að baki þessum málflutningi ríkisstjórnarinnar? Erfitt er að ímynda sér að stjórnarliðar séu ómeðvitaðir um innihald frumvarpsins eða dómaframkvæmd Hæstaréttar, sérstaklega í ljósi þess að þeir hafa ítrekað verið minntir á þær staðreyndir af stjórnarandstöðunni, án þess þó að það hafi leitt af sér leiðréttingu á málflutningi þeirra. Líkast til er ástæðan fyrir þessari gaslýsingu stjórnarinnar sú að þau eru hikandi við að nota orðið skattur. Hún virðist hvorki vilja ræða né verja fyrirætlanir sínar um skattahækkanir en þess í stað er stuðst við önnur hugtök sem þeim finnst hljóma betur. Þessi aðferð minnir mann óneitanlega á fleyg orð sem Barack Obama lét falla á sínum tíma: „You can put lipstick on a pig, but it‘s still a pig“. Þetta plan stjórnarinnar um að setja varalit á skattahækkanirnar sínar með því að kalla þær leiðréttingu breytir engu um eðli þeirra. Þær eru samt enn skattahækkanir. Skattarnir eru bara ekki nógu háir! Það er miður að ríkisstjórnin sýni ekki meiri heiðarleika í störfum sínum og opinberri umræðu. Vinstri stjórnir eiga ekki að vera feimnar við að hækka skatta, það er í fullu samræmi við eðli þeirra. Staðreynd málsins er einfaldlega sú að ríkisstjórninni finnst atvinnulífið ekki borga nógu háa skatta og vill því hækka þá. Það er sjónarmið sem er sjálfsagt og eðlilegt að sumir stjórnmálaflokkar hafi. Sama á við um afnám samnýtingar skattþrepa hjóna og sambýlisfólks. Þar telur ríkisstjórnin sig hafa fundið hóp fólks sem greiðir ekki nægilega háa skatta og vill þar af leiðandi breyta lögunum á þann veg að það greiði hærri skatt. Það er reynt að réttlæta með því að vísa til þess að það séu aðallega vel stæðir karlmenn yfir fertugu sem nýta sér þessa samnýtingu skattþrepa, en virðast alveg gleyma tekjulægri makanum sem forsenda er að búi með miðaldra karlinum. Nema náttúrulega ríkisstjórnin sé búin að afnema heimilin sem efnahagslega einingu án þess að segja neinum frá því. Sem ég held reyndar ekki, en það er auðveldara að réttlæta skattahækkun ef það eru bara ríku kallarnir sem borga. Sem er hins vegar ekki raunin. Skattahækkanir eru þeirra pólitík og sjálfsagt og eðlilegt að þau mæli fyrir því. Ég sakna þess hins vegar að ríkisstjórnin standi bein í baki, færi rök fyrir sínum áætlunum og reyni að sannfæra fólk um ágæti þess. Í staðinn kýs hún að smyrja varalit á skattagrísinn og segja okkur að hann sé lamb. Það er auðveldara en að réttlæta göltinn sem hann er í reynd. Höfundur er starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun