Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar 6. maí 2025 10:02 Nýlega heimsótti ég Orkneyjar, norður af Skotlandi, til að skoða orkuinnviði og framleiðslu á orku í eyjasamfélagi í Norður-Atlantshafi. Með mér í för voru fulltrúar nokkurra af þeim stórnotendum raforku sem eru með starfsemi í Vestmannaeyjum sem og fulltrúar frá Umhverfis- og orkustofnun og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Líkindin gefa góð fyrirheit Markmið ferðarinnar var að skoða hvernig orkuframleiðsla, orkugeymsla og stjórnsýsla í orkumálum fer fram á Orkneyjum og í Skotlandi. Orkneyjar eru góður staður til að bera saman við Vestmannaeyjar, sama hvort horft er til landfræðilegrar legu, landslags, veðráttu og núverandi stöðu í orkumálum sem og þeirrar þróunnar sem kann að koma upp í framtíðinni. Á Orkneyjum fer fram talsverð vindorkuframleiðsla sem og að eyjarnar eru miðstöð rannsókna á sviði sjávarfalla- og ölduvirkjanna. Þegar þetta er skrifað geta orkumannvirki á eyjunum framleitt um 130% af orkuþörf samfélagsins. Við urðum margs vísari Hópurinn átti marga innihaldsríka fundi í ferðinni, m.a. með yfirvöldum á eyjunum sem horfa þessa daganna til gríðarmikillar uppbyggingar í vindorku sem og með The European Marine Energy Center (EMEC) sem heldur utan um helstu tilraunir er varða virkjun sjávarfallanna. Einnig hitti hópurinn mikilvæga þjónustu- og hagsmunaaðila í uppbyggingu grænna orkuinnviða. Þar má helst nefna Leask Marine sem þjónustar við uppsetningu og viðhald orkuinnviða á sjó sem og hafnaryfirvöld á Orkneyjum sem eru að vinna að metnaðarfullri uppbyggingu hafnarinnviða sem til að styðja við áætlanir um vindorkuver á sjó sem verð nokkur gígavött að stærð. Gott aðgengi að orku = öflugt samfélag Ferðin var liður í að finna leiðir til að bæta samkeppnishæfni Vestmannaeyja hvað varðar orkuöryggi og orkuverð. Hugmyndin að ferðinni kviknaði þegar ég sat í starfshóp sem Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrverandi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipaði sem hafði það hlutverk að skoða leiðir til að efla samfélagið í Vestmannaeyjum á málefnasviðum ráðuneytisins. Lausnir munu finnast Ýmsar hugmyndir að lausnum kviknuðu í ferðinni sem munu nýtast í samtalinu um leysa þann vanda í orkumálum sem Vestmannaeyjar hafa glímt við undanfarin misseri. Lausnirnar þurfa að snúa að því hvernig við getum náð niður húshitunarkostnaði í Vestmannaeyjum sem eru á köldu svæði sem og hvernig við bætum aðgengi að grænni orku fyrir fiskvinnslur og landeldi á laxi. Þrátt fyrir að hér sé varmadælustöð af bestu gerð ræðst verð á hita af markaðsverði orku og himinháum flutningsgjöldum. Í fiskvinnslunum snýst þetta um að bæta aðgengi að grænni orku til að draga úr olíunotkun. Staðan sem er uppi hér í dag veikir samkeppnishæfni samfélagsins og rýrir verðmætasköpunina. Þess vegna ætlum við að finna lausnirnar. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum og 2. varaþingmaður flokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Orkumál Gísli Stefánsson Mest lesið Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
Nýlega heimsótti ég Orkneyjar, norður af Skotlandi, til að skoða orkuinnviði og framleiðslu á orku í eyjasamfélagi í Norður-Atlantshafi. Með mér í för voru fulltrúar nokkurra af þeim stórnotendum raforku sem eru með starfsemi í Vestmannaeyjum sem og fulltrúar frá Umhverfis- og orkustofnun og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Líkindin gefa góð fyrirheit Markmið ferðarinnar var að skoða hvernig orkuframleiðsla, orkugeymsla og stjórnsýsla í orkumálum fer fram á Orkneyjum og í Skotlandi. Orkneyjar eru góður staður til að bera saman við Vestmannaeyjar, sama hvort horft er til landfræðilegrar legu, landslags, veðráttu og núverandi stöðu í orkumálum sem og þeirrar þróunnar sem kann að koma upp í framtíðinni. Á Orkneyjum fer fram talsverð vindorkuframleiðsla sem og að eyjarnar eru miðstöð rannsókna á sviði sjávarfalla- og ölduvirkjanna. Þegar þetta er skrifað geta orkumannvirki á eyjunum framleitt um 130% af orkuþörf samfélagsins. Við urðum margs vísari Hópurinn átti marga innihaldsríka fundi í ferðinni, m.a. með yfirvöldum á eyjunum sem horfa þessa daganna til gríðarmikillar uppbyggingar í vindorku sem og með The European Marine Energy Center (EMEC) sem heldur utan um helstu tilraunir er varða virkjun sjávarfallanna. Einnig hitti hópurinn mikilvæga þjónustu- og hagsmunaaðila í uppbyggingu grænna orkuinnviða. Þar má helst nefna Leask Marine sem þjónustar við uppsetningu og viðhald orkuinnviða á sjó sem og hafnaryfirvöld á Orkneyjum sem eru að vinna að metnaðarfullri uppbyggingu hafnarinnviða sem til að styðja við áætlanir um vindorkuver á sjó sem verð nokkur gígavött að stærð. Gott aðgengi að orku = öflugt samfélag Ferðin var liður í að finna leiðir til að bæta samkeppnishæfni Vestmannaeyja hvað varðar orkuöryggi og orkuverð. Hugmyndin að ferðinni kviknaði þegar ég sat í starfshóp sem Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrverandi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipaði sem hafði það hlutverk að skoða leiðir til að efla samfélagið í Vestmannaeyjum á málefnasviðum ráðuneytisins. Lausnir munu finnast Ýmsar hugmyndir að lausnum kviknuðu í ferðinni sem munu nýtast í samtalinu um leysa þann vanda í orkumálum sem Vestmannaeyjar hafa glímt við undanfarin misseri. Lausnirnar þurfa að snúa að því hvernig við getum náð niður húshitunarkostnaði í Vestmannaeyjum sem eru á köldu svæði sem og hvernig við bætum aðgengi að grænni orku fyrir fiskvinnslur og landeldi á laxi. Þrátt fyrir að hér sé varmadælustöð af bestu gerð ræðst verð á hita af markaðsverði orku og himinháum flutningsgjöldum. Í fiskvinnslunum snýst þetta um að bæta aðgengi að grænni orku til að draga úr olíunotkun. Staðan sem er uppi hér í dag veikir samkeppnishæfni samfélagsins og rýrir verðmætasköpunina. Þess vegna ætlum við að finna lausnirnar. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum og 2. varaþingmaður flokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar