„Því miður er þetta þrautalending“ Bjarki Sigurðsson skrifar 6. maí 2025 13:01 Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir það alltaf neyðarúrræði að bera fólk út. Vísir/Anton Brink Íbúi í húsnæði á vegum Félagsbústaða var í morgun borinn út þar sem hún hefur neitað að greiða leigu vegna nágranna sem hrellir aðra íbúa. Nágranninn fær á meðan að búa þar áfram. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir fólk ekki borið út nema búið sé að reyna allt til að leysa mál þeirra. Í gær greindi fréttastofa frá því að bera ætti konu út úr húsnæði Félagsbústaða við Bríetartún 20. Konan hafði neitað að greiða leigu um nokkurt skeið, og bar fyrir sig að önnur kona sem býr í húsinu haldi öllum íbúum í heljargreipum og því hafi hún ekki viljað borga. Konan var borin út í morgun á meðan konan sem hrellir nágrannana býr þar enn. Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir það alltaf lokaúrræði að bera fólk út. „Það þurfa allir að borga leigu. Ef það gerist ítrekað, það safnast upp og það er enginn vilji eða geta til að borga, þá því miður er þetta þrautalending. Þetta gerist ekki oft sem betur fer,“ segir Sigrún. Hún geti ekki tjáð sig um mál einstaka íbúa, en þegar kvartað er undan íbúum sé það rannsakað. „Hvort sem það er þarna eða annars staðar, ef það er ekki allt með felldu í stigagöngum eða fólki líður á einhvern hátt illa, þá tökum við á slíkum málum. Við könnum þau og reynum að gera það sem við getum til þess að leysa úr og skapa aðstæður þar sem fólki finnst það öruggt og getur liðið vel. Fólki er alltaf fyrst gefið tækifæri á að bæta ráð sig. Það rætt við það og málin könnuð. En málin geta endað leiðinlega. Og óheppilega fyrir þann sem í hlut á,“ segir Sigrún. Faðir konunnar sem var borin út kallaði eftir því í gær að Félagsbústaðir fái leiguna beint frá Tryggingastofnun í stað þess að örorkubætur séu afhentar fíkli sem á það til að nota peninginn í annað. „Auðvitað myndi það stuðla að auknu húsnæðisöryggi fyrir suma. En alls ekki alla. Þetta er alls ekki nauðsynlegt í langflestum tilvikum. En stundum væri það til þess að auka húsnæðisöryggi viðkomandi en það er ekki heimilt samkvæmt lögum eða reglum að hafa það fyrirkomulag,“ segir Sigrún. Reykjavík Félagsmál Fíkn Húsnæðismál Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Sjá meira
Í gær greindi fréttastofa frá því að bera ætti konu út úr húsnæði Félagsbústaða við Bríetartún 20. Konan hafði neitað að greiða leigu um nokkurt skeið, og bar fyrir sig að önnur kona sem býr í húsinu haldi öllum íbúum í heljargreipum og því hafi hún ekki viljað borga. Konan var borin út í morgun á meðan konan sem hrellir nágrannana býr þar enn. Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir það alltaf lokaúrræði að bera fólk út. „Það þurfa allir að borga leigu. Ef það gerist ítrekað, það safnast upp og það er enginn vilji eða geta til að borga, þá því miður er þetta þrautalending. Þetta gerist ekki oft sem betur fer,“ segir Sigrún. Hún geti ekki tjáð sig um mál einstaka íbúa, en þegar kvartað er undan íbúum sé það rannsakað. „Hvort sem það er þarna eða annars staðar, ef það er ekki allt með felldu í stigagöngum eða fólki líður á einhvern hátt illa, þá tökum við á slíkum málum. Við könnum þau og reynum að gera það sem við getum til þess að leysa úr og skapa aðstæður þar sem fólki finnst það öruggt og getur liðið vel. Fólki er alltaf fyrst gefið tækifæri á að bæta ráð sig. Það rætt við það og málin könnuð. En málin geta endað leiðinlega. Og óheppilega fyrir þann sem í hlut á,“ segir Sigrún. Faðir konunnar sem var borin út kallaði eftir því í gær að Félagsbústaðir fái leiguna beint frá Tryggingastofnun í stað þess að örorkubætur séu afhentar fíkli sem á það til að nota peninginn í annað. „Auðvitað myndi það stuðla að auknu húsnæðisöryggi fyrir suma. En alls ekki alla. Þetta er alls ekki nauðsynlegt í langflestum tilvikum. En stundum væri það til þess að auka húsnæðisöryggi viðkomandi en það er ekki heimilt samkvæmt lögum eða reglum að hafa það fyrirkomulag,“ segir Sigrún.
Reykjavík Félagsmál Fíkn Húsnæðismál Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“