Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar 6. maí 2025 15:33 Frá 9. til 13. júní 2025 mun Frakkland í samstarfi við Kosta Ríka halda þriðju hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (UNOC3) í Nice. Á þessari mikilvægu ráðstefnu munu um 100 þjóðhöfðingjar og ríkisstjórnir koma saman, ásamt tugþúsundum vísindamanna, fræðimanna, fólki úr atvinnulífinu, aktívista og almennra borgara frá öllum heimshornum. Markmið Frakklands með þessari ráðstefnu er skýrt: að vernda hafið með áþreifanlegum aðgerðum. Hafið er okkar sameiginlega auðlind. Það nærir og verndar þjóðir okkar. Það vekur okkur til drauma og ferðalaga. Það veitir okkur sjálfbæra orku, viðskipti, auðlindir og óendanlega vísindalega þekkingu. Þriðjungur mannkyns reiðir sig á hafið um lífsviðurværi sitt, en þrátt fyrir það er það í hættu. Hafið er svæði sem er enn að mestu óþekkt og skortir alþjóðlega stjórnsýslu og fjármögnun sem nauðsynleg er til að varðveita það. Tölurnar eru áhyggjuefni: meira en átta milljónir tonna af plasti enda í hafinu árlega, samkvæmt rannsókn sem birt var í vísindaritinu Science. Auk þess þjáist meira en þriðjungur fiskistofna af ofveiði, á meðan súrnun sjávar, hækkandi sjávarborð og eyðilegging hafkerfa eykst, sem bein afleiðing loftslagsbreytinga. Við verðum að bregðast við núna. Meira en nokkru sinni fyrr verðum við að tryggja að fjölþjóðlegar aðgerðir séu í samræmi við þær áskoranir sem felast í að vernda hafið. Tíu árum eftir COP21 og Parísarsamkomulagið, sem setti bindandi alþjóðlegan ramma til að takmarka loftslagsbreytingar, er þriðja hafráðstefna Sameinuðu þjóðanna sögulegt tækifæri. „Nicesamningarnir um hafið“ geta myndað alþjóðlegan sáttmála um varðveislu og sjálfbæra nýtingu hafsins, í fullu samræmi við sjálfbær þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt voru árið 2015. Til að ná þessu markmiði þurfa viðræður í Nice að vera virkar og verkmiðaðar með það að markmiði að bæta stjórnsýslu, auka fjármögnun og auka þekkingu á hafinu. Þegar kemur að stjórnsýslu er samningurinn undir hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna um verndun og sjálfbæra nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni í hafinu utan lögsögu ríkja (BBNJ-samningurinn) grundvallaratriði. Úthöfin, sem tekur yfir 60% af hafinu, er nú eina svæðið sem lýtur ekki alþjóðalögum. Skortur á eftirliti og sameiginlegum reglum veldur raunverulegu félagslegu og umhverfislegu hruni, með mikilli olíu- og plastmengun, ólöglegum og óreglulegum veiðiaðferðum og veiði á vernduðum spendýrum. Til að loka þessu lagalega tómarúmi þurfum við að tryggja að BBNJ-samningurinn verði staðfestur af 60 löndum svo hann geti tekið gildi. Verndun hafsins krefst bæði opinberrar sem og einkafjármögnunar og stuðnings við sjálfbært blátt hagkerfi. Til að geta haldið áfram að njóta þeirra stórkostlegu efnahagslegu tækifæra sem hafið býður upp á, þurfum við að tryggja að sjávarauðlindir geti endurnýjast. Í Nice verða kynntar nokkrar skuldbindingar fyrir alþjóðlega viðskipti, siglingar, ferðaþjónustu og fjárfestingar. Hafið hefur nært Ísland í gegnum aldirnar og lagt sitt af mörkum til nýlegrar velmegunar landsins. Ísland, sem hefur undirritað BBNJ-samninginn, er þjóð sem hefur sterka skuldbindingu til verndar hafinu og auðlindum þess og berst gegn plastmengun og ólöglegum veiðum. Fyrir Ísland er verndun hafsins einnig lykilatriði í þróun sjálfbærs blás hagkerfis. Samningurinn mun einnig stuðla að fæðuöryggi í heiminum með svokölluðum „bláum mat“, þar sem nýsköpun og vísindi eru virkjuð til að styðja við ábyrga nýtingu auðlinda sjávar — eins og sést hér á Íslandi í starfsemi Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði sem stuðlar að sjálfbærri og arðbærri stjórn fiskistofna. Að lokum, hvernig getum við verndað eitthvað sem við þekkjum ekki – eða þekkjum ekki nægilega vel? Við þurfum að auka þekkingu okkar á hafinu og dreifa henni betur. Í dag getum við kortlagt yfirborð tunglsins eða Mars, en dýptir hafsins – sem þekja 70% af yfirborði jarðar – eru enn óþekktar. Við verðum því í sameiningu að nýta vísindi, nýsköpun og menntun til að skilja hafið betur og til almennrar vitundarvakningar. Í ljósi sífellt hraðari loftslagsbreytinga og ofnýtingar sjávarauðlinda er hafið einstakt mál. Það snertir alla. Í samhengi þar sem fjölþjóðahyggja er áskorun, megum við ekki gleyma sameiginlegri ábyrgð okkar. Hafið er alheimstenging, sem er grundvallaratriði fyrir framtíð okkar. Sameiginlega getum við gert þriðju hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna að mikilvægum vendipunkti fyrir þjóðir okkar, komandi kynslóðir og plánetu okkar. Höfundur er sendiherra Frakklands á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafið Frakkland Vísindi Umhverfismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Frá 9. til 13. júní 2025 mun Frakkland í samstarfi við Kosta Ríka halda þriðju hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (UNOC3) í Nice. Á þessari mikilvægu ráðstefnu munu um 100 þjóðhöfðingjar og ríkisstjórnir koma saman, ásamt tugþúsundum vísindamanna, fræðimanna, fólki úr atvinnulífinu, aktívista og almennra borgara frá öllum heimshornum. Markmið Frakklands með þessari ráðstefnu er skýrt: að vernda hafið með áþreifanlegum aðgerðum. Hafið er okkar sameiginlega auðlind. Það nærir og verndar þjóðir okkar. Það vekur okkur til drauma og ferðalaga. Það veitir okkur sjálfbæra orku, viðskipti, auðlindir og óendanlega vísindalega þekkingu. Þriðjungur mannkyns reiðir sig á hafið um lífsviðurværi sitt, en þrátt fyrir það er það í hættu. Hafið er svæði sem er enn að mestu óþekkt og skortir alþjóðlega stjórnsýslu og fjármögnun sem nauðsynleg er til að varðveita það. Tölurnar eru áhyggjuefni: meira en átta milljónir tonna af plasti enda í hafinu árlega, samkvæmt rannsókn sem birt var í vísindaritinu Science. Auk þess þjáist meira en þriðjungur fiskistofna af ofveiði, á meðan súrnun sjávar, hækkandi sjávarborð og eyðilegging hafkerfa eykst, sem bein afleiðing loftslagsbreytinga. Við verðum að bregðast við núna. Meira en nokkru sinni fyrr verðum við að tryggja að fjölþjóðlegar aðgerðir séu í samræmi við þær áskoranir sem felast í að vernda hafið. Tíu árum eftir COP21 og Parísarsamkomulagið, sem setti bindandi alþjóðlegan ramma til að takmarka loftslagsbreytingar, er þriðja hafráðstefna Sameinuðu þjóðanna sögulegt tækifæri. „Nicesamningarnir um hafið“ geta myndað alþjóðlegan sáttmála um varðveislu og sjálfbæra nýtingu hafsins, í fullu samræmi við sjálfbær þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt voru árið 2015. Til að ná þessu markmiði þurfa viðræður í Nice að vera virkar og verkmiðaðar með það að markmiði að bæta stjórnsýslu, auka fjármögnun og auka þekkingu á hafinu. Þegar kemur að stjórnsýslu er samningurinn undir hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna um verndun og sjálfbæra nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni í hafinu utan lögsögu ríkja (BBNJ-samningurinn) grundvallaratriði. Úthöfin, sem tekur yfir 60% af hafinu, er nú eina svæðið sem lýtur ekki alþjóðalögum. Skortur á eftirliti og sameiginlegum reglum veldur raunverulegu félagslegu og umhverfislegu hruni, með mikilli olíu- og plastmengun, ólöglegum og óreglulegum veiðiaðferðum og veiði á vernduðum spendýrum. Til að loka þessu lagalega tómarúmi þurfum við að tryggja að BBNJ-samningurinn verði staðfestur af 60 löndum svo hann geti tekið gildi. Verndun hafsins krefst bæði opinberrar sem og einkafjármögnunar og stuðnings við sjálfbært blátt hagkerfi. Til að geta haldið áfram að njóta þeirra stórkostlegu efnahagslegu tækifæra sem hafið býður upp á, þurfum við að tryggja að sjávarauðlindir geti endurnýjast. Í Nice verða kynntar nokkrar skuldbindingar fyrir alþjóðlega viðskipti, siglingar, ferðaþjónustu og fjárfestingar. Hafið hefur nært Ísland í gegnum aldirnar og lagt sitt af mörkum til nýlegrar velmegunar landsins. Ísland, sem hefur undirritað BBNJ-samninginn, er þjóð sem hefur sterka skuldbindingu til verndar hafinu og auðlindum þess og berst gegn plastmengun og ólöglegum veiðum. Fyrir Ísland er verndun hafsins einnig lykilatriði í þróun sjálfbærs blás hagkerfis. Samningurinn mun einnig stuðla að fæðuöryggi í heiminum með svokölluðum „bláum mat“, þar sem nýsköpun og vísindi eru virkjuð til að styðja við ábyrga nýtingu auðlinda sjávar — eins og sést hér á Íslandi í starfsemi Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði sem stuðlar að sjálfbærri og arðbærri stjórn fiskistofna. Að lokum, hvernig getum við verndað eitthvað sem við þekkjum ekki – eða þekkjum ekki nægilega vel? Við þurfum að auka þekkingu okkar á hafinu og dreifa henni betur. Í dag getum við kortlagt yfirborð tunglsins eða Mars, en dýptir hafsins – sem þekja 70% af yfirborði jarðar – eru enn óþekktar. Við verðum því í sameiningu að nýta vísindi, nýsköpun og menntun til að skilja hafið betur og til almennrar vitundarvakningar. Í ljósi sífellt hraðari loftslagsbreytinga og ofnýtingar sjávarauðlinda er hafið einstakt mál. Það snertir alla. Í samhengi þar sem fjölþjóðahyggja er áskorun, megum við ekki gleyma sameiginlegri ábyrgð okkar. Hafið er alheimstenging, sem er grundvallaratriði fyrir framtíð okkar. Sameiginlega getum við gert þriðju hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna að mikilvægum vendipunkti fyrir þjóðir okkar, komandi kynslóðir og plánetu okkar. Höfundur er sendiherra Frakklands á Íslandi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun