Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. maí 2025 20:06 Nýr forsætisráðherra Kanada, Mark Carney, hélt á fund Donalds Trump Bandaríkjaforseta. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði hugmyndir sínar um að Kanada verði hluti af Bandaríkjunum á blaðamannafundi með Mark Carney nýjum forsætisráðherra Kanada í dag. Carney sagði að Kanada væri ekki til sölu en Trump sagði „aldrei segja aldrei.“ Trump sagði á fundinum að hann hefði ennþá mikinn áhuga á sameiningunni, en það þyrfti tvo til að dansa tangó. Hann sagði að sameiningin gæti haft í för með sér stórkostlegan ávinning fyrir Kanadamenn. „Stórkostlegar skattalækkanir fyrir Kanadamenn, frír her, framúrskarandi heilbrigðisþjónusta og margt annað,“ sagði Trump. Þá sagðist hann horfa á málið eins og fasteignasali, og hann horfi á landamæri ríkjanna og sjái ónáttúrulega línu sem hann segir einhvern hafa búið til með reglustiku. „Ef þú horfir á landakortið og ímyndar þér sameinað ríki ... ég er mjög listrænn maður og þegar ég horfði á þetta sagði ég að svona ætti þetta að vera,“ sagði Trump. Hann sagði svo að hann tryði því að Kanadamenn myndu stórgræða á því að sameinast Bandaríkjunum en málið yrði ekkert endilega til umræðu fyrr en Kanadamenn væru tilbúnir að skoða málið. „Kanada er ekki til sölu“ Carney svaraði því að Trump ætti að kannast við það úr fasteignabransanum að sumir hlutir væru einfaldlega ekki til sölu. „Til dæmis þetta hús hér [Hvíta húsið], og Buckingham Palace sem þú heimsóttir á dögunum.“ Carney sagðist hafa hitt eigendur Kanada í nýafstaðinni kosningabaráttu og það væri alveg ljóst að landið væri ekki til sölu. „Aldrei.“ „En tækifærin felast í samvinnu og því sem við getum unnið að í sameiningu, og við höfum gert það í fortíðinni,“ sagði Carney. Þá sagði hann að ný ríkisstjórn Kanada stefndi að því að fjárfesta gríðarlega í varnarmálum og samstarfi við Bandaríkjamenn. Þá sagði hann að Trump hefði blásið nýju lífi í öryggismál á alþjóðavettvangi og varnarsamstarf Nato. Ánægður með Kanadamenn Trump sagði þá að hann væri ánægður með að Kanada væri að stíga stór skref í varnarmálum og það væri mjög mikilvægt. „En aldrei segja aldrei!“ sagði hann svo um hugmyndir sínar um að kaupa Kanada. Eftir blaðamannafundinn ræddi Carney við fréttamenn Telegraph og sagði að fundurinn hefði verið gagnlegur. „Við erum í miðjum viðræðum um fjöldann allan af flóknum viðfangsefnum. Fundurinn var mjög uppbyggilegur en það er mikið verk að vinna,“ sagði hann. Donald Trump Bandaríkin Kanada Tengdar fréttir Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Frjálslyndi flokkurinn í Kanada, flokkur forsætisráðherrans Marks Carney, fór með sigur af hólmi í kanadísku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Enn er of mjótt á munum til að skera úr um hvort Frjálslyndir hafi náð meirihluta í þinginu eða hvort þeir verði að treysta á stuðning frá minni flokkum. 29. apríl 2025 06:33 Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Boðað hefur verið til þingkosninga í Kanada þann 28. apríl. Leiðtogar tveggja stærstu flokkana, Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins, hafa lýst því yfir að Donald Trump Bandaríkjaforseti þurfi að virða fullveldi landsins. Tollastríð Bandaríkjana hefur sett allt úr skorðum í kanadískri pólitík. 23. mars 2025 23:19 Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. 27. mars 2025 23:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Trump sagði á fundinum að hann hefði ennþá mikinn áhuga á sameiningunni, en það þyrfti tvo til að dansa tangó. Hann sagði að sameiningin gæti haft í för með sér stórkostlegan ávinning fyrir Kanadamenn. „Stórkostlegar skattalækkanir fyrir Kanadamenn, frír her, framúrskarandi heilbrigðisþjónusta og margt annað,“ sagði Trump. Þá sagðist hann horfa á málið eins og fasteignasali, og hann horfi á landamæri ríkjanna og sjái ónáttúrulega línu sem hann segir einhvern hafa búið til með reglustiku. „Ef þú horfir á landakortið og ímyndar þér sameinað ríki ... ég er mjög listrænn maður og þegar ég horfði á þetta sagði ég að svona ætti þetta að vera,“ sagði Trump. Hann sagði svo að hann tryði því að Kanadamenn myndu stórgræða á því að sameinast Bandaríkjunum en málið yrði ekkert endilega til umræðu fyrr en Kanadamenn væru tilbúnir að skoða málið. „Kanada er ekki til sölu“ Carney svaraði því að Trump ætti að kannast við það úr fasteignabransanum að sumir hlutir væru einfaldlega ekki til sölu. „Til dæmis þetta hús hér [Hvíta húsið], og Buckingham Palace sem þú heimsóttir á dögunum.“ Carney sagðist hafa hitt eigendur Kanada í nýafstaðinni kosningabaráttu og það væri alveg ljóst að landið væri ekki til sölu. „Aldrei.“ „En tækifærin felast í samvinnu og því sem við getum unnið að í sameiningu, og við höfum gert það í fortíðinni,“ sagði Carney. Þá sagði hann að ný ríkisstjórn Kanada stefndi að því að fjárfesta gríðarlega í varnarmálum og samstarfi við Bandaríkjamenn. Þá sagði hann að Trump hefði blásið nýju lífi í öryggismál á alþjóðavettvangi og varnarsamstarf Nato. Ánægður með Kanadamenn Trump sagði þá að hann væri ánægður með að Kanada væri að stíga stór skref í varnarmálum og það væri mjög mikilvægt. „En aldrei segja aldrei!“ sagði hann svo um hugmyndir sínar um að kaupa Kanada. Eftir blaðamannafundinn ræddi Carney við fréttamenn Telegraph og sagði að fundurinn hefði verið gagnlegur. „Við erum í miðjum viðræðum um fjöldann allan af flóknum viðfangsefnum. Fundurinn var mjög uppbyggilegur en það er mikið verk að vinna,“ sagði hann.
Donald Trump Bandaríkin Kanada Tengdar fréttir Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Frjálslyndi flokkurinn í Kanada, flokkur forsætisráðherrans Marks Carney, fór með sigur af hólmi í kanadísku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Enn er of mjótt á munum til að skera úr um hvort Frjálslyndir hafi náð meirihluta í þinginu eða hvort þeir verði að treysta á stuðning frá minni flokkum. 29. apríl 2025 06:33 Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Boðað hefur verið til þingkosninga í Kanada þann 28. apríl. Leiðtogar tveggja stærstu flokkana, Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins, hafa lýst því yfir að Donald Trump Bandaríkjaforseti þurfi að virða fullveldi landsins. Tollastríð Bandaríkjana hefur sett allt úr skorðum í kanadískri pólitík. 23. mars 2025 23:19 Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. 27. mars 2025 23:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Frjálslyndi flokkurinn í Kanada, flokkur forsætisráðherrans Marks Carney, fór með sigur af hólmi í kanadísku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Enn er of mjótt á munum til að skera úr um hvort Frjálslyndir hafi náð meirihluta í þinginu eða hvort þeir verði að treysta á stuðning frá minni flokkum. 29. apríl 2025 06:33
Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Boðað hefur verið til þingkosninga í Kanada þann 28. apríl. Leiðtogar tveggja stærstu flokkana, Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins, hafa lýst því yfir að Donald Trump Bandaríkjaforseti þurfi að virða fullveldi landsins. Tollastríð Bandaríkjana hefur sett allt úr skorðum í kanadískri pólitík. 23. mars 2025 23:19
Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. 27. mars 2025 23:00