Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar 7. maí 2025 13:02 Ítrekað hefur verið sýnt fram á kerfisbundið dýraníð í blóðmerahaldi á Íslandi. Nýtt myndefni, sem nú hefur verið birt, dregur fram hvernig dýralæknar sem starfa fyrir Ísteka bregðast hlutverki sínu sem er að tryggja velferð fylfullra hryssa við blóðtöku. Myndefnið sýnir hryssur sem augljóslega eru hræddar. Enda eru þær í slæmum aðstæðum. Þær eru reknar inn í þrönga blóðtökubása, þar sem höfuðið er bundið upp og bakið strappað niður. Stungið er í háls þeirra með 0,5 cm þykkri nál og fimm lítrar af blóði tæmdir úr æðakerfi þeirra. Margar reyna í örvæntingu sinni að losa sig úr básnum og sleppa undan kvölunum. Tilgangurinn með þessu athæfi er að framleiða efni sem eykur frjósemi húsdýra. Hormónið PMSG er sérstaklega vinsælt í svínaverksmiðjum erlendis. Efnið veldur því að gyltur eignast fleiri grísi í hverju goti með styttra millibili en þeim eðlilegt er. Þannig að efni þetta veldur frekari þjáningu dýra sem búa þegar við hörmulegar aðstæður í erlendum verksmiðjubúum. Á myndefninu sést dýralæknir sparka í hryssu sem í skelfingu sinni hefur prjónað yfir blóðtökubásinn. Önnur hryssa hefur fest höfuð sitt í þaki blóðtökubáss þar sem hún hefur prjónað upp, viti sínu fjær af hræðslu. Dæmi eru um að hryssur hvíli höfuð sitt á rimlum blóðtökubássins og virðast örmagna, einnig sést til þess að höfuð hryssu hangir í múl, þar sem hryssan er fullkomlega þróttlaus. Blóðtakan var aldrei stöðvuð og úr öllum þessum hryssum var tekið blóð. Því miður eru viðbrögð Matvælastofnunnar, sem sér um eftirlit með meðferð dýra og á að standa vörð um velferð og heilsu þeirra, þau sömu og áður. Ofbeldi gegn hryssunum, sem stofnunin kýs að kalla „frávik“, eru enn talin „innan ásættanlegra marka“. Hversu fast þarf að sparka í snoppu hryssu til þess að það teljist óásættanlegt? Samkvæmt siðareglum dýralækna ber dýralækni að hafa vakandi auga með því að farið sé vel með öll dýr, þau séu ekki hrekkt, meidd eða kröftum þeirra og þoli ofboðið. Dýralæknir skal gæta þess að ekki sé gengið svo nærri getu dýra að heilsa þeirra skerðist. Sjálfur skal dýralæknir vera til fyrirmyndar í umgengni við dýr. Það er skylda dýralækna að tryggja velferð dýra og grípa til aðgerða við aðstæður eins og sjá má á myndefninu. En í blóðmerahaldi virðist þessi skylda ekki gilda. Þeir bregðast hlutverki sínu, þeir sem kenna sig við lækningastétt en horfa á hryssurnar þjást. Íslenski hesturinn, þessi þrautseigi, hugrakki og tryggi félagi hefur í gegnum aldirnar verið okkur til halds og trausts í harðbýlu landi. Hann bar fólk, vörur og bréf yfir ár og fjöll, í blindbylum og myrkri, og var ómissandi hlekkur í lífsbaráttu þjóðarinnar. Meðferðin sem hann nú sætir í blóðmerahaldi er ekki aðeins dýraníð heldur alger svik við dyggan vin sem aldrei brást. Ljóst er að stjórnvöld og eftirlit hafa brugðist íslensku hryssunni. Ljóst er að dýralæknar Ísteka hafa brugðist henni. Það sem ætti að vera okkur öllum ljóst er að þessi þarflausi þjáningahringur, íslensku hryssunnar og erlendu gyltunnar, verður að enda. Við þurfum ekki frekari sönnunargögn, heldur aðgerðir. Hættum að bregðast vini okkar og setjum punktinn. Blóðmerahald á að heyra sögunni til. Höfundur er læknir og formaður Samtaka um dýravelferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Dýr Blóðmerahald Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Ítrekað hefur verið sýnt fram á kerfisbundið dýraníð í blóðmerahaldi á Íslandi. Nýtt myndefni, sem nú hefur verið birt, dregur fram hvernig dýralæknar sem starfa fyrir Ísteka bregðast hlutverki sínu sem er að tryggja velferð fylfullra hryssa við blóðtöku. Myndefnið sýnir hryssur sem augljóslega eru hræddar. Enda eru þær í slæmum aðstæðum. Þær eru reknar inn í þrönga blóðtökubása, þar sem höfuðið er bundið upp og bakið strappað niður. Stungið er í háls þeirra með 0,5 cm þykkri nál og fimm lítrar af blóði tæmdir úr æðakerfi þeirra. Margar reyna í örvæntingu sinni að losa sig úr básnum og sleppa undan kvölunum. Tilgangurinn með þessu athæfi er að framleiða efni sem eykur frjósemi húsdýra. Hormónið PMSG er sérstaklega vinsælt í svínaverksmiðjum erlendis. Efnið veldur því að gyltur eignast fleiri grísi í hverju goti með styttra millibili en þeim eðlilegt er. Þannig að efni þetta veldur frekari þjáningu dýra sem búa þegar við hörmulegar aðstæður í erlendum verksmiðjubúum. Á myndefninu sést dýralæknir sparka í hryssu sem í skelfingu sinni hefur prjónað yfir blóðtökubásinn. Önnur hryssa hefur fest höfuð sitt í þaki blóðtökubáss þar sem hún hefur prjónað upp, viti sínu fjær af hræðslu. Dæmi eru um að hryssur hvíli höfuð sitt á rimlum blóðtökubássins og virðast örmagna, einnig sést til þess að höfuð hryssu hangir í múl, þar sem hryssan er fullkomlega þróttlaus. Blóðtakan var aldrei stöðvuð og úr öllum þessum hryssum var tekið blóð. Því miður eru viðbrögð Matvælastofnunnar, sem sér um eftirlit með meðferð dýra og á að standa vörð um velferð og heilsu þeirra, þau sömu og áður. Ofbeldi gegn hryssunum, sem stofnunin kýs að kalla „frávik“, eru enn talin „innan ásættanlegra marka“. Hversu fast þarf að sparka í snoppu hryssu til þess að það teljist óásættanlegt? Samkvæmt siðareglum dýralækna ber dýralækni að hafa vakandi auga með því að farið sé vel með öll dýr, þau séu ekki hrekkt, meidd eða kröftum þeirra og þoli ofboðið. Dýralæknir skal gæta þess að ekki sé gengið svo nærri getu dýra að heilsa þeirra skerðist. Sjálfur skal dýralæknir vera til fyrirmyndar í umgengni við dýr. Það er skylda dýralækna að tryggja velferð dýra og grípa til aðgerða við aðstæður eins og sjá má á myndefninu. En í blóðmerahaldi virðist þessi skylda ekki gilda. Þeir bregðast hlutverki sínu, þeir sem kenna sig við lækningastétt en horfa á hryssurnar þjást. Íslenski hesturinn, þessi þrautseigi, hugrakki og tryggi félagi hefur í gegnum aldirnar verið okkur til halds og trausts í harðbýlu landi. Hann bar fólk, vörur og bréf yfir ár og fjöll, í blindbylum og myrkri, og var ómissandi hlekkur í lífsbaráttu þjóðarinnar. Meðferðin sem hann nú sætir í blóðmerahaldi er ekki aðeins dýraníð heldur alger svik við dyggan vin sem aldrei brást. Ljóst er að stjórnvöld og eftirlit hafa brugðist íslensku hryssunni. Ljóst er að dýralæknar Ísteka hafa brugðist henni. Það sem ætti að vera okkur öllum ljóst er að þessi þarflausi þjáningahringur, íslensku hryssunnar og erlendu gyltunnar, verður að enda. Við þurfum ekki frekari sönnunargögn, heldur aðgerðir. Hættum að bregðast vini okkar og setjum punktinn. Blóðmerahald á að heyra sögunni til. Höfundur er læknir og formaður Samtaka um dýravelferð.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun