Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar 7. maí 2025 17:31 Það má segja að byggðirnar í Norðvesturkjördæmi séu hjarta og lífæð íslenskrar sjálfsmyndar. Hér má finna einhverjar sterkustu rætur okkar þjóðar – í sjávarútvegi, landbúnaði, menningu og sögu. Þrátt fyrir þetta hefur umræða og stefnumótun í byggðamálum oft verið of fjarlæg raunveruleikanum sem fólk lifir og hrærist í hér í kjördæminu. Það er kominn tími til að beina augum okkar að því sem raunverulega skiptir máli: að styrkja og efla byggðirnar með aðgerðum en ekki aðeins orðum. Öflug þjóð byggir sterka innviði. Það er ekki stórborgin sem heldur landinu okkar gangandi – það eru vinnandi hendur, skapandi hugvit og seigla fólks um land allt. Án öflugra byggða hverfur sjálfstæði Íslands smátt og smátt. Fækkun í sveitum og minnkandi þjónusta í smærri bæjum er ekki náttúruleg þróun, það er hrörnun. Til að aftra frekari hrörnun og koma af stað kraftmikilli þróun þarf: Að tryggja trausta grunnþjónustu í öllum héruðum: heilbrigðisþjónusta, menntun, samgöngur og fjarskipti. Til að skapa raunveruleg atvinnutækifæri á grundvelli þeirra verðmæta sem svæði búa yfir ætti að veita byggðunum sjálfum aukna hlutdeild í þeim auðlindum sem nýttar eru í þeirra nærumhverfi. Jafnrétti í skattheimtu – sanngirni í þjónustu, það er grundvallaratriði að þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins njóti jafnræðis í allri þjónustu. Í dag býr fólk úti á landi við þá raun að greiða sömu skatta og fólk á höfuðborgarsvæðinu – en þarf samt að ferðast langar vegalengdir til að sækja margskonar sérfræðiþjónustu sem ætti að vera öllum sjálfsögð. Þetta er hvorki sanngjarnt né sjálfbært til lengdar. Það þarf að byggja upp traustari þjónustur dreifðar um landið svo að fólk geti sinnt sínum daglegu þörfum á heimavelli – með sama rétti og fólk í borginni. Svo að uppbygging sé raunhæf þarf samspil höfuðborgar og landsbyggðar. Það þarf líka að viðurkenna að samband höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar er samofið. Sterk höfuðborg byggir á sterkum landsbyggðum – og öflugar byggðir utan höfuðborgarsvæðisins styðja við blómlega borg. Við þurfum að horfa á Ísland sem eina heild, þar sem árangur eins svæðis er ekki á kostnað annars, heldur stuðlar að sameiginlegri velferð. Í stað þess að draga úr einu svæði til að styrkja annað, eigum við að styrkja bæði, í samstarfi og virðingu. Atvinnutækifæri og innviðir fara saman, þegar innviðir eru sterkir fylgir atvinnulífið á eftir. Í Norðvesturkjördæmi eru möguleikar miklir: sjávarútvegur, landbúnaður, ferðaþjónusta, nýsköpun í orku- og matvælageirum. Það sem vantar er skýr stefna sem styður við uppbyggingu heima fyrir – ekki stefnulaus innflutningur atvinnu eða auðlindanýting sem nýtist fyrst og fremst fjármagnseigendum á fjarlægum stöðum. Það þarf að: Hlúa að sjálfbærri nýtingu auðlinda á forsendum heimamanna. Styrkja smærri fyrirtæki og efla frumkvöðlastarfsemi í dreifðum byggðum. Fjárfesta í samgöngum, þannig að fólk og vörur komist örugglega á milli staða. Byggðastefna sem virkar byggir á sanngirni og jafnvægi – ekki miðstýringu. Þjóðin á ekki aðeins að standa saman í orði heldur líka í verki: Með sanngjarnri skiptingu opinberra fjárveitinga. Með jöfnum tækifærum til þjónustu og atvinnu óháð búsetu. Með því að virða val heimamanna um hvernig þeir vilja byggja sitt samfélag upp. Sterkar byggðir eru ekki bara arfleifð okkar – þær eru forsenda fyrir því að við eigum áfram sjálfstæða, lifandi þjóð. Það þarf kjark til að snúa hrörnun landsbyggðanna við, en það er hægt – ef vilji er fyrir hendi og ef við af festu stöndum með fólkinu sem heldur lífi í landinu öllu. Höfundur er strákur að norðan Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Skattar og tollar Samgöngur Norðvesturkjördæmi Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Það má segja að byggðirnar í Norðvesturkjördæmi séu hjarta og lífæð íslenskrar sjálfsmyndar. Hér má finna einhverjar sterkustu rætur okkar þjóðar – í sjávarútvegi, landbúnaði, menningu og sögu. Þrátt fyrir þetta hefur umræða og stefnumótun í byggðamálum oft verið of fjarlæg raunveruleikanum sem fólk lifir og hrærist í hér í kjördæminu. Það er kominn tími til að beina augum okkar að því sem raunverulega skiptir máli: að styrkja og efla byggðirnar með aðgerðum en ekki aðeins orðum. Öflug þjóð byggir sterka innviði. Það er ekki stórborgin sem heldur landinu okkar gangandi – það eru vinnandi hendur, skapandi hugvit og seigla fólks um land allt. Án öflugra byggða hverfur sjálfstæði Íslands smátt og smátt. Fækkun í sveitum og minnkandi þjónusta í smærri bæjum er ekki náttúruleg þróun, það er hrörnun. Til að aftra frekari hrörnun og koma af stað kraftmikilli þróun þarf: Að tryggja trausta grunnþjónustu í öllum héruðum: heilbrigðisþjónusta, menntun, samgöngur og fjarskipti. Til að skapa raunveruleg atvinnutækifæri á grundvelli þeirra verðmæta sem svæði búa yfir ætti að veita byggðunum sjálfum aukna hlutdeild í þeim auðlindum sem nýttar eru í þeirra nærumhverfi. Jafnrétti í skattheimtu – sanngirni í þjónustu, það er grundvallaratriði að þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins njóti jafnræðis í allri þjónustu. Í dag býr fólk úti á landi við þá raun að greiða sömu skatta og fólk á höfuðborgarsvæðinu – en þarf samt að ferðast langar vegalengdir til að sækja margskonar sérfræðiþjónustu sem ætti að vera öllum sjálfsögð. Þetta er hvorki sanngjarnt né sjálfbært til lengdar. Það þarf að byggja upp traustari þjónustur dreifðar um landið svo að fólk geti sinnt sínum daglegu þörfum á heimavelli – með sama rétti og fólk í borginni. Svo að uppbygging sé raunhæf þarf samspil höfuðborgar og landsbyggðar. Það þarf líka að viðurkenna að samband höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar er samofið. Sterk höfuðborg byggir á sterkum landsbyggðum – og öflugar byggðir utan höfuðborgarsvæðisins styðja við blómlega borg. Við þurfum að horfa á Ísland sem eina heild, þar sem árangur eins svæðis er ekki á kostnað annars, heldur stuðlar að sameiginlegri velferð. Í stað þess að draga úr einu svæði til að styrkja annað, eigum við að styrkja bæði, í samstarfi og virðingu. Atvinnutækifæri og innviðir fara saman, þegar innviðir eru sterkir fylgir atvinnulífið á eftir. Í Norðvesturkjördæmi eru möguleikar miklir: sjávarútvegur, landbúnaður, ferðaþjónusta, nýsköpun í orku- og matvælageirum. Það sem vantar er skýr stefna sem styður við uppbyggingu heima fyrir – ekki stefnulaus innflutningur atvinnu eða auðlindanýting sem nýtist fyrst og fremst fjármagnseigendum á fjarlægum stöðum. Það þarf að: Hlúa að sjálfbærri nýtingu auðlinda á forsendum heimamanna. Styrkja smærri fyrirtæki og efla frumkvöðlastarfsemi í dreifðum byggðum. Fjárfesta í samgöngum, þannig að fólk og vörur komist örugglega á milli staða. Byggðastefna sem virkar byggir á sanngirni og jafnvægi – ekki miðstýringu. Þjóðin á ekki aðeins að standa saman í orði heldur líka í verki: Með sanngjarnri skiptingu opinberra fjárveitinga. Með jöfnum tækifærum til þjónustu og atvinnu óháð búsetu. Með því að virða val heimamanna um hvernig þeir vilja byggja sitt samfélag upp. Sterkar byggðir eru ekki bara arfleifð okkar – þær eru forsenda fyrir því að við eigum áfram sjálfstæða, lifandi þjóð. Það þarf kjark til að snúa hrörnun landsbyggðanna við, en það er hægt – ef vilji er fyrir hendi og ef við af festu stöndum með fólkinu sem heldur lífi í landinu öllu. Höfundur er strákur að norðan
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun