Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar 7. maí 2025 17:31 Það má segja að byggðirnar í Norðvesturkjördæmi séu hjarta og lífæð íslenskrar sjálfsmyndar. Hér má finna einhverjar sterkustu rætur okkar þjóðar – í sjávarútvegi, landbúnaði, menningu og sögu. Þrátt fyrir þetta hefur umræða og stefnumótun í byggðamálum oft verið of fjarlæg raunveruleikanum sem fólk lifir og hrærist í hér í kjördæminu. Það er kominn tími til að beina augum okkar að því sem raunverulega skiptir máli: að styrkja og efla byggðirnar með aðgerðum en ekki aðeins orðum. Öflug þjóð byggir sterka innviði. Það er ekki stórborgin sem heldur landinu okkar gangandi – það eru vinnandi hendur, skapandi hugvit og seigla fólks um land allt. Án öflugra byggða hverfur sjálfstæði Íslands smátt og smátt. Fækkun í sveitum og minnkandi þjónusta í smærri bæjum er ekki náttúruleg þróun, það er hrörnun. Til að aftra frekari hrörnun og koma af stað kraftmikilli þróun þarf: Að tryggja trausta grunnþjónustu í öllum héruðum: heilbrigðisþjónusta, menntun, samgöngur og fjarskipti. Til að skapa raunveruleg atvinnutækifæri á grundvelli þeirra verðmæta sem svæði búa yfir ætti að veita byggðunum sjálfum aukna hlutdeild í þeim auðlindum sem nýttar eru í þeirra nærumhverfi. Jafnrétti í skattheimtu – sanngirni í þjónustu, það er grundvallaratriði að þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins njóti jafnræðis í allri þjónustu. Í dag býr fólk úti á landi við þá raun að greiða sömu skatta og fólk á höfuðborgarsvæðinu – en þarf samt að ferðast langar vegalengdir til að sækja margskonar sérfræðiþjónustu sem ætti að vera öllum sjálfsögð. Þetta er hvorki sanngjarnt né sjálfbært til lengdar. Það þarf að byggja upp traustari þjónustur dreifðar um landið svo að fólk geti sinnt sínum daglegu þörfum á heimavelli – með sama rétti og fólk í borginni. Svo að uppbygging sé raunhæf þarf samspil höfuðborgar og landsbyggðar. Það þarf líka að viðurkenna að samband höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar er samofið. Sterk höfuðborg byggir á sterkum landsbyggðum – og öflugar byggðir utan höfuðborgarsvæðisins styðja við blómlega borg. Við þurfum að horfa á Ísland sem eina heild, þar sem árangur eins svæðis er ekki á kostnað annars, heldur stuðlar að sameiginlegri velferð. Í stað þess að draga úr einu svæði til að styrkja annað, eigum við að styrkja bæði, í samstarfi og virðingu. Atvinnutækifæri og innviðir fara saman, þegar innviðir eru sterkir fylgir atvinnulífið á eftir. Í Norðvesturkjördæmi eru möguleikar miklir: sjávarútvegur, landbúnaður, ferðaþjónusta, nýsköpun í orku- og matvælageirum. Það sem vantar er skýr stefna sem styður við uppbyggingu heima fyrir – ekki stefnulaus innflutningur atvinnu eða auðlindanýting sem nýtist fyrst og fremst fjármagnseigendum á fjarlægum stöðum. Það þarf að: Hlúa að sjálfbærri nýtingu auðlinda á forsendum heimamanna. Styrkja smærri fyrirtæki og efla frumkvöðlastarfsemi í dreifðum byggðum. Fjárfesta í samgöngum, þannig að fólk og vörur komist örugglega á milli staða. Byggðastefna sem virkar byggir á sanngirni og jafnvægi – ekki miðstýringu. Þjóðin á ekki aðeins að standa saman í orði heldur líka í verki: Með sanngjarnri skiptingu opinberra fjárveitinga. Með jöfnum tækifærum til þjónustu og atvinnu óháð búsetu. Með því að virða val heimamanna um hvernig þeir vilja byggja sitt samfélag upp. Sterkar byggðir eru ekki bara arfleifð okkar – þær eru forsenda fyrir því að við eigum áfram sjálfstæða, lifandi þjóð. Það þarf kjark til að snúa hrörnun landsbyggðanna við, en það er hægt – ef vilji er fyrir hendi og ef við af festu stöndum með fólkinu sem heldur lífi í landinu öllu. Höfundur er strákur að norðan Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Skattar og tollar Samgöngur Norðvesturkjördæmi Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Frelsissviptir Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Það má segja að byggðirnar í Norðvesturkjördæmi séu hjarta og lífæð íslenskrar sjálfsmyndar. Hér má finna einhverjar sterkustu rætur okkar þjóðar – í sjávarútvegi, landbúnaði, menningu og sögu. Þrátt fyrir þetta hefur umræða og stefnumótun í byggðamálum oft verið of fjarlæg raunveruleikanum sem fólk lifir og hrærist í hér í kjördæminu. Það er kominn tími til að beina augum okkar að því sem raunverulega skiptir máli: að styrkja og efla byggðirnar með aðgerðum en ekki aðeins orðum. Öflug þjóð byggir sterka innviði. Það er ekki stórborgin sem heldur landinu okkar gangandi – það eru vinnandi hendur, skapandi hugvit og seigla fólks um land allt. Án öflugra byggða hverfur sjálfstæði Íslands smátt og smátt. Fækkun í sveitum og minnkandi þjónusta í smærri bæjum er ekki náttúruleg þróun, það er hrörnun. Til að aftra frekari hrörnun og koma af stað kraftmikilli þróun þarf: Að tryggja trausta grunnþjónustu í öllum héruðum: heilbrigðisþjónusta, menntun, samgöngur og fjarskipti. Til að skapa raunveruleg atvinnutækifæri á grundvelli þeirra verðmæta sem svæði búa yfir ætti að veita byggðunum sjálfum aukna hlutdeild í þeim auðlindum sem nýttar eru í þeirra nærumhverfi. Jafnrétti í skattheimtu – sanngirni í þjónustu, það er grundvallaratriði að þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins njóti jafnræðis í allri þjónustu. Í dag býr fólk úti á landi við þá raun að greiða sömu skatta og fólk á höfuðborgarsvæðinu – en þarf samt að ferðast langar vegalengdir til að sækja margskonar sérfræðiþjónustu sem ætti að vera öllum sjálfsögð. Þetta er hvorki sanngjarnt né sjálfbært til lengdar. Það þarf að byggja upp traustari þjónustur dreifðar um landið svo að fólk geti sinnt sínum daglegu þörfum á heimavelli – með sama rétti og fólk í borginni. Svo að uppbygging sé raunhæf þarf samspil höfuðborgar og landsbyggðar. Það þarf líka að viðurkenna að samband höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar er samofið. Sterk höfuðborg byggir á sterkum landsbyggðum – og öflugar byggðir utan höfuðborgarsvæðisins styðja við blómlega borg. Við þurfum að horfa á Ísland sem eina heild, þar sem árangur eins svæðis er ekki á kostnað annars, heldur stuðlar að sameiginlegri velferð. Í stað þess að draga úr einu svæði til að styrkja annað, eigum við að styrkja bæði, í samstarfi og virðingu. Atvinnutækifæri og innviðir fara saman, þegar innviðir eru sterkir fylgir atvinnulífið á eftir. Í Norðvesturkjördæmi eru möguleikar miklir: sjávarútvegur, landbúnaður, ferðaþjónusta, nýsköpun í orku- og matvælageirum. Það sem vantar er skýr stefna sem styður við uppbyggingu heima fyrir – ekki stefnulaus innflutningur atvinnu eða auðlindanýting sem nýtist fyrst og fremst fjármagnseigendum á fjarlægum stöðum. Það þarf að: Hlúa að sjálfbærri nýtingu auðlinda á forsendum heimamanna. Styrkja smærri fyrirtæki og efla frumkvöðlastarfsemi í dreifðum byggðum. Fjárfesta í samgöngum, þannig að fólk og vörur komist örugglega á milli staða. Byggðastefna sem virkar byggir á sanngirni og jafnvægi – ekki miðstýringu. Þjóðin á ekki aðeins að standa saman í orði heldur líka í verki: Með sanngjarnri skiptingu opinberra fjárveitinga. Með jöfnum tækifærum til þjónustu og atvinnu óháð búsetu. Með því að virða val heimamanna um hvernig þeir vilja byggja sitt samfélag upp. Sterkar byggðir eru ekki bara arfleifð okkar – þær eru forsenda fyrir því að við eigum áfram sjálfstæða, lifandi þjóð. Það þarf kjark til að snúa hrörnun landsbyggðanna við, en það er hægt – ef vilji er fyrir hendi og ef við af festu stöndum með fólkinu sem heldur lífi í landinu öllu. Höfundur er strákur að norðan
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun