Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Atli Ísleifsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 8. maí 2025 14:24 Frank Hansen, framkvæmdastjóri Ísland - Duty Free, segir 30 prósent af öllum vörum í fríhafnarverslunum á Keflavíkurflugvelli verða íslenskar. Heinemann/Vísir/Árni Ný fríhafnarverslun opnaði á Keflavíkurflugvelli í gær eftir að um 150 starfsmenn höfðu unnið að breytingum á verslunarrýmum, merkingum og framsetningu vara. Fríhafnarverslanirnar á flugvellinum ganga nú undir nafninu Ísland Duty Free eftir að þýska fyrirtækið Heinemann, tók við rekstrinum að loknu útboði. Aðspurður um hverjar séu helstu breytingar sem viðskiptavinir gætu orðið varir við vegna breytinganna segir Frank Hansen, framkvæmdastjóri Ísland - Duty Free, að nýja vörumerki fyrirtækisins, Ísland - Duty Free, sé nú mjög greinilegt í verslunum, meðal annars á stórum skjám. „Við höfum einnig endurskoðað vöruúrvalið og gert nokkrar breytingar á skipulagi verslana okkar. Þetta eru þó einungis fyrstu skrefin — formleg opnun árið 2026 mun marka algjöra umbreytingu. Öll verslunarsvæði okkar verða endurhönnuð með það að markmiði að skapa einstaka verslunarupplifun fyrir viðskiptavini okkar. Lögð verður sérstök áhersla á íslenskar vörur og Ísland, ásamt vel þekktum alþjóðlegum vörumerkjum,“ segir Hansen í skriflegu svari til fréttastofu. Má búast við breytingum á vöruverði, til hækkunar eða lækkunar? „Við munum leggja áherslu á að bjóða viðskiptavinum okkar spennandi tilboð, sanngjarnt verð og framúrskarandi þjónustu og upplifun. Auk þess munum við auka úrvalið af þekktum vörumerkjum í ýmsum vöruflokkum. Tilboðin okkar verða bæði tengd einstökum vörumerkjum og líka árstíðarbundin. Við erum sannfærð um að viðskiptavinir okkar muni ekki verða fyrir vonbrigðum,“ segir Hansen. 30 prósent vara verði íslenskar Hansen segir ennfremur að boðið verði upp á mjög aukið úrval af spennandi vörumerkjum. „Undir merkjunum „Nýtt á Íslandi“ og „Nýtt í Keflavík“ munum við kynna sérvalin alþjóðleg vörumerki. En samhliða því þá munum við leggja mikla áherslu á íslensk vörumerki en 30 prósent af öllum vörum í okkar verslunum verða íslenskar.“ Nýtt tilboðshorn innarlega í fríhöfninni. Myndin var tekin upp úr hádegi í dag. Vísir/Árni Fyrri rekstraraðili hélt úti heimsíðu þar sem hægt var að nálgast upplýsingar um vöruverð og úrval og nota svokallaða tollkvótareiknivél. Verður sambærileg þjónusta í boði hjá nýjum rekstaraðila þegar fram líða stundir? „Núverandi vefsíða okkar er í raun aðeins lendingarsíða með helstu upplýsingum um verslanir okkar, en í haust munum við opna nýja og fullbúna vefsíðu með ítarlegum upplýsingum um vörur, verð og vörumerki. Við munum einnig kynna „panta og sækja“ lausn sem gerir viðskiptavinum kleift að versla á netinu og sækja vörurnar í verslanir okkar. Á síðunni verður jafnframt að finna upplýsingar um tollareglur, og við erum að kanna möguleikann á að innleiða reiknivél svipaða þeirri sem þú nefndir — allt verður þetta kynnt í haust. Þangað til hvet ég alla til að skrá sig á vefsíðunni okkar til að fylgjast með fréttum og verða meðal þeirra fyrstu sem fá að vita af opnun nýju vefsvæðisins,“ segir Hansen. Hefur lýst áhyggjum af stöðunni Breytingar á rekstri fríhafnarverslana hafa verið nokkuð til umræðu að undanförnu og hefur Félag atvinnurekenda til að mynda lýst áhyggjum af því að nýr rekstraraðili hafi krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Framkvæmdastjóri FA hefur sagt íslenska ríkið hafa með þessu framselt Heinemann einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. Verslun Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Nýr rekstraraðili tekur við rekstri fríhafnarverslana í Keflavík á miðvikudaginn og verða verslanirnar því lokaðar tímabundið vegna breytinga frá því annað kvöld og fram á miðvikudagsmorgun. Þá opna fríhafnarverslanir í Keflavík undir nýju nafni, Ísland - Duty Free. 5. maí 2025 14:03 „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum framleiðendum sem selja vörur til Fríhafnarinnar. Þeir hafa lýst miklum áhyggjum vegna nýs rekstraraðila, sem hefur krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Ráðherra segir að í markaðshagkerfi þurfi menn bara að synda. 3. maí 2025 18:33 Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Innlendir framleiðendur munu að óbreyttu neyðast til að lækka verð sitt til Heinemann um tugi prósenta til að mæta framlegðarkröfum fyrirtækisins upp á 70 prósent. 20. mars 2025 08:00 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Fríhafnarverslanirnar á flugvellinum ganga nú undir nafninu Ísland Duty Free eftir að þýska fyrirtækið Heinemann, tók við rekstrinum að loknu útboði. Aðspurður um hverjar séu helstu breytingar sem viðskiptavinir gætu orðið varir við vegna breytinganna segir Frank Hansen, framkvæmdastjóri Ísland - Duty Free, að nýja vörumerki fyrirtækisins, Ísland - Duty Free, sé nú mjög greinilegt í verslunum, meðal annars á stórum skjám. „Við höfum einnig endurskoðað vöruúrvalið og gert nokkrar breytingar á skipulagi verslana okkar. Þetta eru þó einungis fyrstu skrefin — formleg opnun árið 2026 mun marka algjöra umbreytingu. Öll verslunarsvæði okkar verða endurhönnuð með það að markmiði að skapa einstaka verslunarupplifun fyrir viðskiptavini okkar. Lögð verður sérstök áhersla á íslenskar vörur og Ísland, ásamt vel þekktum alþjóðlegum vörumerkjum,“ segir Hansen í skriflegu svari til fréttastofu. Má búast við breytingum á vöruverði, til hækkunar eða lækkunar? „Við munum leggja áherslu á að bjóða viðskiptavinum okkar spennandi tilboð, sanngjarnt verð og framúrskarandi þjónustu og upplifun. Auk þess munum við auka úrvalið af þekktum vörumerkjum í ýmsum vöruflokkum. Tilboðin okkar verða bæði tengd einstökum vörumerkjum og líka árstíðarbundin. Við erum sannfærð um að viðskiptavinir okkar muni ekki verða fyrir vonbrigðum,“ segir Hansen. 30 prósent vara verði íslenskar Hansen segir ennfremur að boðið verði upp á mjög aukið úrval af spennandi vörumerkjum. „Undir merkjunum „Nýtt á Íslandi“ og „Nýtt í Keflavík“ munum við kynna sérvalin alþjóðleg vörumerki. En samhliða því þá munum við leggja mikla áherslu á íslensk vörumerki en 30 prósent af öllum vörum í okkar verslunum verða íslenskar.“ Nýtt tilboðshorn innarlega í fríhöfninni. Myndin var tekin upp úr hádegi í dag. Vísir/Árni Fyrri rekstraraðili hélt úti heimsíðu þar sem hægt var að nálgast upplýsingar um vöruverð og úrval og nota svokallaða tollkvótareiknivél. Verður sambærileg þjónusta í boði hjá nýjum rekstaraðila þegar fram líða stundir? „Núverandi vefsíða okkar er í raun aðeins lendingarsíða með helstu upplýsingum um verslanir okkar, en í haust munum við opna nýja og fullbúna vefsíðu með ítarlegum upplýsingum um vörur, verð og vörumerki. Við munum einnig kynna „panta og sækja“ lausn sem gerir viðskiptavinum kleift að versla á netinu og sækja vörurnar í verslanir okkar. Á síðunni verður jafnframt að finna upplýsingar um tollareglur, og við erum að kanna möguleikann á að innleiða reiknivél svipaða þeirri sem þú nefndir — allt verður þetta kynnt í haust. Þangað til hvet ég alla til að skrá sig á vefsíðunni okkar til að fylgjast með fréttum og verða meðal þeirra fyrstu sem fá að vita af opnun nýju vefsvæðisins,“ segir Hansen. Hefur lýst áhyggjum af stöðunni Breytingar á rekstri fríhafnarverslana hafa verið nokkuð til umræðu að undanförnu og hefur Félag atvinnurekenda til að mynda lýst áhyggjum af því að nýr rekstraraðili hafi krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Framkvæmdastjóri FA hefur sagt íslenska ríkið hafa með þessu framselt Heinemann einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli.
Verslun Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Nýr rekstraraðili tekur við rekstri fríhafnarverslana í Keflavík á miðvikudaginn og verða verslanirnar því lokaðar tímabundið vegna breytinga frá því annað kvöld og fram á miðvikudagsmorgun. Þá opna fríhafnarverslanir í Keflavík undir nýju nafni, Ísland - Duty Free. 5. maí 2025 14:03 „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum framleiðendum sem selja vörur til Fríhafnarinnar. Þeir hafa lýst miklum áhyggjum vegna nýs rekstraraðila, sem hefur krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Ráðherra segir að í markaðshagkerfi þurfi menn bara að synda. 3. maí 2025 18:33 Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Innlendir framleiðendur munu að óbreyttu neyðast til að lækka verð sitt til Heinemann um tugi prósenta til að mæta framlegðarkröfum fyrirtækisins upp á 70 prósent. 20. mars 2025 08:00 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Nýr rekstraraðili tekur við rekstri fríhafnarverslana í Keflavík á miðvikudaginn og verða verslanirnar því lokaðar tímabundið vegna breytinga frá því annað kvöld og fram á miðvikudagsmorgun. Þá opna fríhafnarverslanir í Keflavík undir nýju nafni, Ísland - Duty Free. 5. maí 2025 14:03
„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum framleiðendum sem selja vörur til Fríhafnarinnar. Þeir hafa lýst miklum áhyggjum vegna nýs rekstraraðila, sem hefur krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Ráðherra segir að í markaðshagkerfi þurfi menn bara að synda. 3. maí 2025 18:33
Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Innlendir framleiðendur munu að óbreyttu neyðast til að lækka verð sitt til Heinemann um tugi prósenta til að mæta framlegðarkröfum fyrirtækisins upp á 70 prósent. 20. mars 2025 08:00