„Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. maí 2025 22:45 Víðir Reynisson segir mál sem varðar víðtækan gagnaþjófnað koma mjög illa við sig. Vísir/Stöð 2 Víðir Reynisson, þingmaður og fyrrverandi lögreglumaður, segir víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksókna slá sig mjög illa. Þeir sem stálu gögnunum hafi svikið lögreglumannastéttina og eyðilaggt það traust sem stéttin hafi byggt yfir langan tíma. Víðir Reynisson, sem er á þingi fyrir Samfylkinguna, ræddi við fréttastofu um víðtækan gagnaþjófnaðinn og þýðingu hans. Hvernig slær þetta mál þig? „Persónulega bara mjög illa. Þetta eru svik við lögreglumannastéttina og allt það traust sem lögreglumenn hafa byggt upp á löngum tíma. Verkefnið varðandi það núna er auðvitað að byggja traustið upp aftur. Síðan eru auðvitað komnar rannsóknir í gang með það hvernig þetta gat gerst og annað slíkt. Það hefur að einhverju leyti verið brugðist við þessu með lagabreytingu 2016 og öðru slíku,“ sagði Víðir. „En þetta er auðvitað mál sem mér fannst þingmenn vera nokkuð sammála um alvarleika málsins og ég held að það séu engar deilur um það hvernig þingið mun nálgast málið í framhaldinu.“ Málið sé „algjört einsdæmi“ Telur þú að einhver þurfi að bera ábyrgð í þessu máli í ljósi þessa víðtæka gagnaleka? „Það verður bara að koma í ljós í rannsókn málsins. Þá kemur væntanlega meira í ljós hvernig þetta gat gerst og hver er raunverulega ábyrgur fyrir því,“ sagði Víðir. „En í mínum huga og flestra eru það þeir, sem afrituðu þessi gögn, tóku þá og stálu þeim og síðan ætluðu að selja þá, sem eru fyrst og fremst ábyrgir.“ Hefur þú einhvern tímann haft vitneskju af öðrum eins gagnaleka úr fórum lögreglu, saksóknara og svo framvegis, þá bæði hér á landi og jafnvel erlendis? „Ég held að hér á landi sé þetta algjört einsdæmi og svona hlutir eru afskaplega sjaldgæfir í öðrum löndum. Þetta er nánast einsdæmi, held ég,“ sagði Víðir Reynisson. Hér fyrir neðan er frétt um gagnalekann sem var í kvöldfréttum Stöðvar 2 en viðtalið við Víði kemur eftir þrjár mínútur og tuttugu sekúndur: Lögreglan Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Víðir Reynisson, sem er á þingi fyrir Samfylkinguna, ræddi við fréttastofu um víðtækan gagnaþjófnaðinn og þýðingu hans. Hvernig slær þetta mál þig? „Persónulega bara mjög illa. Þetta eru svik við lögreglumannastéttina og allt það traust sem lögreglumenn hafa byggt upp á löngum tíma. Verkefnið varðandi það núna er auðvitað að byggja traustið upp aftur. Síðan eru auðvitað komnar rannsóknir í gang með það hvernig þetta gat gerst og annað slíkt. Það hefur að einhverju leyti verið brugðist við þessu með lagabreytingu 2016 og öðru slíku,“ sagði Víðir. „En þetta er auðvitað mál sem mér fannst þingmenn vera nokkuð sammála um alvarleika málsins og ég held að það séu engar deilur um það hvernig þingið mun nálgast málið í framhaldinu.“ Málið sé „algjört einsdæmi“ Telur þú að einhver þurfi að bera ábyrgð í þessu máli í ljósi þessa víðtæka gagnaleka? „Það verður bara að koma í ljós í rannsókn málsins. Þá kemur væntanlega meira í ljós hvernig þetta gat gerst og hver er raunverulega ábyrgur fyrir því,“ sagði Víðir. „En í mínum huga og flestra eru það þeir, sem afrituðu þessi gögn, tóku þá og stálu þeim og síðan ætluðu að selja þá, sem eru fyrst og fremst ábyrgir.“ Hefur þú einhvern tímann haft vitneskju af öðrum eins gagnaleka úr fórum lögreglu, saksóknara og svo framvegis, þá bæði hér á landi og jafnvel erlendis? „Ég held að hér á landi sé þetta algjört einsdæmi og svona hlutir eru afskaplega sjaldgæfir í öðrum löndum. Þetta er nánast einsdæmi, held ég,“ sagði Víðir Reynisson. Hér fyrir neðan er frétt um gagnalekann sem var í kvöldfréttum Stöðvar 2 en viðtalið við Víði kemur eftir þrjár mínútur og tuttugu sekúndur:
Lögreglan Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira