„Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Lovísa Arnardóttir skrifar 9. maí 2025 15:30 Sigurbjörg er með gististað þar til á morgun en veit ekkert hvað tekur við eftir það. Vísir/Ívar Fannar Sigurbjörg Jónsdóttir, sem var borin út úr íbúð Félagsbústaða fyrr í vikunni, er ekki enn komin með annan samastað. Hún hefur síðustu nætur gist á hóteli sem vinkona hennar hefur greitt fyrir. Hún veit ekki hvað tekur við á morgun þegar hún þarf að fara þaðan. Sanna Magdalena Mörtudóttir, formaður velferðarráðs og borgarfulltrúi, sagði í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í vikunni að mál Sigurbjargar væri á borði velferðarsviðs. Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við fréttastofu að fólki sé veittur stuðningur í svona málum. „Við veitum stuðning í málum sem þessum. Fólk sem er í þessari stöðu, við erum með fagfólk sem aðstoðar, það er ekkert öðruvísi í þessu máli,“ segir Rannveig. Sigurbjörg sjálf kannast þó ekki við að það sé þannig. Hún hafi verið að bíða síðustu daga eftir símtali frá félagsráðgjafa eða VOR-teymi en hafi ekkert heyrt um hvað sé hægt að gera fyrir hana. „Enn sem er komið er er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn,“ segir Sigurbjörg sem horfði á viðtalið við Sönnu úti í rigningu í köldum og nánast batteríslausum iPad. „Þetta leit ekki vel út. En þá hringdi vinkona mín og tók á leigu hótelherbergi fyrir mig. Ég hef það þangað til á morgun. Ég ætlaði að koma mér út til að selja álfinn en hef ekki haft orku í það. Ég viðurkenni að ég er enn lítil í mér og meyr,“ segir Sigurbjörg leið. Úrvinda og fyrir vonbrigðum Hún segist á sama tíma verulega ósátt við viðbrögð borgarinnar og þá sérstaklega fullyrðingar Sönnu um að það sé verið að vinna að lausn. „Ég varð svo sannarlega fyrir vonbrigðum, ég átti ekki von á þessu, ég bar væntingar til hennar. Ég ligg bara á bæn núna og er alveg úrvinda eftir þetta allt. En það er kominn föstudagur og það er ekkert að fara að gerast. Ég get ekki séð það.“ Sjá einnig: Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Sigurbjörg gagnrýnir líka að ekkert hafi verið gert til að takast á við konuna sem enn hrellir allan stigaganginn í blokkinni sem hún var borin út úr. Eins og kom fram fyrr í vikunni greiddi Sigurbjörg ekki leigu vegna ofsókna konunnar og viðbragðsleysis Félagsbústaða. Hún segir konuna enn hóta sér. Hún hafi farið að sækja kettina sína daginn eftir að hún var borin út og þá fengið morðhótanir frá konunni. „Ég hélt að hún myndi ráðast á mig. Ef ég dey þá þarf bara að horfa á eina manneskju. Hún er stórhættuleg.“ Sigurbjörg segir íbúa hafa kvartað reglulega yfir konunni og það sé ekki rétt sem Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, hafi sagt fyrr í vikunni að það sé alltaf tekist á við kvartanir. Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Málefni heimilislausra Tengdar fréttir Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Kona sem var borin út úr íbúð á vegum Félagsbústaða segist ekki eiga í nein önnur hús að venda. Hún hafi hvorki búað við frelsi né öryggi síðustu árin, og viti ekki hvað tekur nú við. 6. maí 2025 19:03 Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40 Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konu sem hefur búið við Bríetartún 20 út. Hún sem og nágrannar hennar eru með böggum hildar vegna aðgerðanna. 6. maí 2025 10:04 Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Jón Daníelsson segir af skelfilegum aðstæðum í húsnæði Félagsbústaða við Bríetartún 20. Jón segir til standa að dóttur hans, sem er fíkill, verði hent þaðan út vegna vangreiddrar húsaleiguskuldar meðan nær væri að hún fengi greitt fyrir að sætta stöðugum ógnum annars leigjanda. 5. maí 2025 11:18 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira
Sanna Magdalena Mörtudóttir, formaður velferðarráðs og borgarfulltrúi, sagði í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í vikunni að mál Sigurbjargar væri á borði velferðarsviðs. Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við fréttastofu að fólki sé veittur stuðningur í svona málum. „Við veitum stuðning í málum sem þessum. Fólk sem er í þessari stöðu, við erum með fagfólk sem aðstoðar, það er ekkert öðruvísi í þessu máli,“ segir Rannveig. Sigurbjörg sjálf kannast þó ekki við að það sé þannig. Hún hafi verið að bíða síðustu daga eftir símtali frá félagsráðgjafa eða VOR-teymi en hafi ekkert heyrt um hvað sé hægt að gera fyrir hana. „Enn sem er komið er er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn,“ segir Sigurbjörg sem horfði á viðtalið við Sönnu úti í rigningu í köldum og nánast batteríslausum iPad. „Þetta leit ekki vel út. En þá hringdi vinkona mín og tók á leigu hótelherbergi fyrir mig. Ég hef það þangað til á morgun. Ég ætlaði að koma mér út til að selja álfinn en hef ekki haft orku í það. Ég viðurkenni að ég er enn lítil í mér og meyr,“ segir Sigurbjörg leið. Úrvinda og fyrir vonbrigðum Hún segist á sama tíma verulega ósátt við viðbrögð borgarinnar og þá sérstaklega fullyrðingar Sönnu um að það sé verið að vinna að lausn. „Ég varð svo sannarlega fyrir vonbrigðum, ég átti ekki von á þessu, ég bar væntingar til hennar. Ég ligg bara á bæn núna og er alveg úrvinda eftir þetta allt. En það er kominn föstudagur og það er ekkert að fara að gerast. Ég get ekki séð það.“ Sjá einnig: Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Sigurbjörg gagnrýnir líka að ekkert hafi verið gert til að takast á við konuna sem enn hrellir allan stigaganginn í blokkinni sem hún var borin út úr. Eins og kom fram fyrr í vikunni greiddi Sigurbjörg ekki leigu vegna ofsókna konunnar og viðbragðsleysis Félagsbústaða. Hún segir konuna enn hóta sér. Hún hafi farið að sækja kettina sína daginn eftir að hún var borin út og þá fengið morðhótanir frá konunni. „Ég hélt að hún myndi ráðast á mig. Ef ég dey þá þarf bara að horfa á eina manneskju. Hún er stórhættuleg.“ Sigurbjörg segir íbúa hafa kvartað reglulega yfir konunni og það sé ekki rétt sem Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, hafi sagt fyrr í vikunni að það sé alltaf tekist á við kvartanir.
Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Málefni heimilislausra Tengdar fréttir Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Kona sem var borin út úr íbúð á vegum Félagsbústaða segist ekki eiga í nein önnur hús að venda. Hún hafi hvorki búað við frelsi né öryggi síðustu árin, og viti ekki hvað tekur nú við. 6. maí 2025 19:03 Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40 Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konu sem hefur búið við Bríetartún 20 út. Hún sem og nágrannar hennar eru með böggum hildar vegna aðgerðanna. 6. maí 2025 10:04 Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Jón Daníelsson segir af skelfilegum aðstæðum í húsnæði Félagsbústaða við Bríetartún 20. Jón segir til standa að dóttur hans, sem er fíkill, verði hent þaðan út vegna vangreiddrar húsaleiguskuldar meðan nær væri að hún fengi greitt fyrir að sætta stöðugum ógnum annars leigjanda. 5. maí 2025 11:18 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira
Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Kona sem var borin út úr íbúð á vegum Félagsbústaða segist ekki eiga í nein önnur hús að venda. Hún hafi hvorki búað við frelsi né öryggi síðustu árin, og viti ekki hvað tekur nú við. 6. maí 2025 19:03
Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40
Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konu sem hefur búið við Bríetartún 20 út. Hún sem og nágrannar hennar eru með böggum hildar vegna aðgerðanna. 6. maí 2025 10:04
Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Jón Daníelsson segir af skelfilegum aðstæðum í húsnæði Félagsbústaða við Bríetartún 20. Jón segir til standa að dóttur hans, sem er fíkill, verði hent þaðan út vegna vangreiddrar húsaleiguskuldar meðan nær væri að hún fengi greitt fyrir að sætta stöðugum ógnum annars leigjanda. 5. maí 2025 11:18