Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Jón Þór Stefánsson skrifar 9. maí 2025 17:01 Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Tveir erlendir karlmenn, Daniel Ryfa og Lukasz Dokudowicz, hafa hvor um sig verið dæmdir í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfellt fíkniefnabrot, en þeir höfðu í vörslum sínum tæplega 6,6 kíló af amfetamíni og tæp 900 grömm af kókaíni. Lögreglan fylgdist með mönnunum um nokkurra daga skeið í nóvember síðastliðnum, en efnin fundust við húsleit í íbúð sem mennirnir dvöldu í við Bríetartún í Reykjavík þann 13. nóvember. Nánar tiltekið lagði lögreglan hald á hvít fíkniefni sem voru í tveimur vatnsbölum í stofu íbúðarinnar. Einnig lagði hún hald á hvítan innkaupapoka sem innihélt átta einingar af vakúmpökkuðum fíkniefnum. Við hlið pokans var lítil svört ferðataska, en í henni fannst annar hvítur innkaupapoki sem innihélt sjö smærri vakúmpakkaðar fíkniefnaeiningar. Þar að auki voru leifar af hvítum fíkniefnum á glerdiski í bakaraofni í eldhúsi. Einnig fannst talsvert af verkfærum, líkt og sérstakir nitril-hanskar, vakúmpokar og vakúmpökkunarvél, sem samkvæmt lögreglu bar með sér að notuð hefðu verið til að vinna með fíkniefni. Svo fannst svartur ruslapoki sem var nánast fullur af klipptum vakúmpökkum sem innihéldu leyfar fíkniefna. Þá fannst reiðufé, alls 2,5 milljónir króna í náttborðsskúffu í svefnherbergi í íbúðinni, en það var á meðal þess sem dómurinn ákvað að gera upptækt. Mennirnir tveir neituðu sök, en annar þeirra sagði þó fyrir dóm að hann hefði verið fenginn til að kaupa ýmsan búnað og skilja eftir í íbúðinni. Hann vildi þó meina að hlutverk hans hefði ekki náð lengra en það. Þeir sögðust báðir ekki hafa haft neina vitneskju um fíkniefni. Í dómnum segir að um litla íbúð sé að ræða. Af ljósmyndum af dæma hefði það ekki getað dulist neinum sem fóru í hana að þarna væru fíkniefni. Þar af leiðandi er það mat dómsins að framburður mannanna væri ótrúverðugur. „Er útilokað annað en að ákærðu hafi orðið efnanna varir,“ segir í dómnum. Líkt og áður segir hlutu þeir báðir fjögurra ára fangelsisdóma. Þá er þeim gert að greiða samtals um 11,7 milljónir króna. Fíkniefnabrot Dómsmál Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Lögreglan fylgdist með mönnunum um nokkurra daga skeið í nóvember síðastliðnum, en efnin fundust við húsleit í íbúð sem mennirnir dvöldu í við Bríetartún í Reykjavík þann 13. nóvember. Nánar tiltekið lagði lögreglan hald á hvít fíkniefni sem voru í tveimur vatnsbölum í stofu íbúðarinnar. Einnig lagði hún hald á hvítan innkaupapoka sem innihélt átta einingar af vakúmpökkuðum fíkniefnum. Við hlið pokans var lítil svört ferðataska, en í henni fannst annar hvítur innkaupapoki sem innihélt sjö smærri vakúmpakkaðar fíkniefnaeiningar. Þar að auki voru leifar af hvítum fíkniefnum á glerdiski í bakaraofni í eldhúsi. Einnig fannst talsvert af verkfærum, líkt og sérstakir nitril-hanskar, vakúmpokar og vakúmpökkunarvél, sem samkvæmt lögreglu bar með sér að notuð hefðu verið til að vinna með fíkniefni. Svo fannst svartur ruslapoki sem var nánast fullur af klipptum vakúmpökkum sem innihéldu leyfar fíkniefna. Þá fannst reiðufé, alls 2,5 milljónir króna í náttborðsskúffu í svefnherbergi í íbúðinni, en það var á meðal þess sem dómurinn ákvað að gera upptækt. Mennirnir tveir neituðu sök, en annar þeirra sagði þó fyrir dóm að hann hefði verið fenginn til að kaupa ýmsan búnað og skilja eftir í íbúðinni. Hann vildi þó meina að hlutverk hans hefði ekki náð lengra en það. Þeir sögðust báðir ekki hafa haft neina vitneskju um fíkniefni. Í dómnum segir að um litla íbúð sé að ræða. Af ljósmyndum af dæma hefði það ekki getað dulist neinum sem fóru í hana að þarna væru fíkniefni. Þar af leiðandi er það mat dómsins að framburður mannanna væri ótrúverðugur. „Er útilokað annað en að ákærðu hafi orðið efnanna varir,“ segir í dómnum. Líkt og áður segir hlutu þeir báðir fjögurra ára fangelsisdóma. Þá er þeim gert að greiða samtals um 11,7 milljónir króna.
Fíkniefnabrot Dómsmál Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent