Handbolti

Al­dís Ásta og fé­lagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aldís Ásta Heimisdóttir hefur verið frábær með Skara í vetur.
Aldís Ásta Heimisdóttir hefur verið frábær með Skara í vetur. @skarahf

Aldís Ásta Heimisdóttir og félagar hennar í Skara héldu sigurgöngu sinni áfram í úrslitakeppninni og eru komnar í 2-0 í úrslitaeinvíginu á móti Savehöf.

Skara vann fimm marka útisigur í kvöld, 27-22, eftir að hafa verið 13-11 yfir í hálfleik.

Aldís Ásta skoraði fimm mörk úr átta skotum í leiknum í kvöld og gaf líka tvær stoðsendingar. Hún var þriðja markahæst í sínu liði en Lisanne Kruijswijk skoraði sjö mörk og Melanie Felber var með sex mörk.

Skara hefur unnið alla átta leiki sína í þessari úrslitakeppni en liðið tryggði sér líka deildarmeistaratitilinn með frábærum endaspretti.

Skara þarf bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér sænska meistaratitilinn og liðið er á heimavelli í næsta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×