„Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Jón Ísak Ragnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 11. maí 2025 00:19 Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Stöð 2 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það „smá vandræðalegt“ fyrir ríkisstjórnina að hafa ekki getað mannað atkvæðagreiðslu á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá. Hún lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar, en atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudaginn. Fyrstu umræðu um frumvarp til breytingu laga um veiðigjald lauk í dag eftir að Íslandsmet hafði verið slegið í lengd fyrstu umræðu á Alþingi. Umræðan stóð yfir hátt í 40 klukkustundir allt í allt. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á útreikningi aflaverðmætis sem gæti skilað sér í tvöföldun veiðigjalds. Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu.Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. Stjórnarmeirihlutinn sýni þinginu ekki virðingu Hildur Sverrisdóttir segir að ráðherrann sem gegnir embætti atvinnuvegaráðherra í fjarveru Hönnu Katrínar hafi ekki getað sýnt þinginu þá virðingu að mæta í umræðu dagsins, þrátt fyrir að ítrekað hefði verið eftir því leitað. „En þegar það svo kom í ljós að stjórnarmeirihlutinn sýndi þinginu ekki þá virðingu að geta mannað atkvæðagreiðslu, á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá með innan við sólarhrings fyrirvara, já kom nokkuð á óvart og með miklum ólíkindum og ég verð að segja jafnvel smá vandræðalegt fyrir ríkisstjórnina,“ segir Hildur. Hildur var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu. Viðtalið við Hildi hefst eftir tæplega fimm mínútur í klippunni hér að neðan: Hanna Katrín sagði í dag að stjórnarandstaðan væri að vinna gegn hag þjóðarinnar, hvernig blasir það við þér? „Það er bara af og frá. Það er nægilegt að skoða umsagnir við þetta risastjóra umfangsmikla mál. Fjöldi sveitarfélaga til að mynda hafa lýst yfir þungum áhyggjum um sitt nærsamfélag verði þetta frumvarp að lögum eins og það lítur út núna,“ segir hún. Enginn geti fullyrt um að breytingarnar muni skila meiri tekjum í ríkiskassann „Það hefur enginn ráðherra getað til að mynda fullyrt að það verði fleiri krónur eftir í ríkiskassanum frekar en færri, ef þetta frumvarp verður að lögum,“ segir Hildur. „Bara þetta eitt og sér sýnir að það skiptir miklu máli að þetta mál fái mjög vandaða meðferð í nefnd“ Hildur telur að málið eigi frekar heima í efnahags- og viðskiptanefnd, þar sem það sé algjörlega óumdeilt að veiðigjöld séu skattar. „En hvar svo sem það endar, þá er bara mikilvægt að það verði unnið mjög vel í nefnd og við erum þvert á móti ekki að vinna gegn hag samfélagsins þrátt fyrir að oft sé reynt að smætta orðræðu okkar í þá átt.“ „Þvert á móti erum við að reyna passa upp á samhengi hlutanna.“ Hildur býst við því að það muni fara eftir því hvernig vinnu nefndarinnar vindur fram og hvernig hún muni ganga, hvort búast megi við því að önnur og þriðja umræða frumvarpsins verði enn lengri en sú fyrsta. Þá segir hún að fyrsta umræða hafi verið lengsta fyrsta umræða Íslandssögunnar, og það hafi að hluta til verið vegna þess að stjórnarliðar tóku mikinn þátt, sérstaklega fyrstu tvo dagana. „Þess vegna er hún í heildina svona löng, það er ekki vegna þess að stjórnarliðar voru í málþófi enda er það ekki hægt í fyrstu umræðu máls.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Sjá meira
Fyrstu umræðu um frumvarp til breytingu laga um veiðigjald lauk í dag eftir að Íslandsmet hafði verið slegið í lengd fyrstu umræðu á Alþingi. Umræðan stóð yfir hátt í 40 klukkustundir allt í allt. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á útreikningi aflaverðmætis sem gæti skilað sér í tvöföldun veiðigjalds. Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu.Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. Stjórnarmeirihlutinn sýni þinginu ekki virðingu Hildur Sverrisdóttir segir að ráðherrann sem gegnir embætti atvinnuvegaráðherra í fjarveru Hönnu Katrínar hafi ekki getað sýnt þinginu þá virðingu að mæta í umræðu dagsins, þrátt fyrir að ítrekað hefði verið eftir því leitað. „En þegar það svo kom í ljós að stjórnarmeirihlutinn sýndi þinginu ekki þá virðingu að geta mannað atkvæðagreiðslu, á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá með innan við sólarhrings fyrirvara, já kom nokkuð á óvart og með miklum ólíkindum og ég verð að segja jafnvel smá vandræðalegt fyrir ríkisstjórnina,“ segir Hildur. Hildur var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu. Viðtalið við Hildi hefst eftir tæplega fimm mínútur í klippunni hér að neðan: Hanna Katrín sagði í dag að stjórnarandstaðan væri að vinna gegn hag þjóðarinnar, hvernig blasir það við þér? „Það er bara af og frá. Það er nægilegt að skoða umsagnir við þetta risastjóra umfangsmikla mál. Fjöldi sveitarfélaga til að mynda hafa lýst yfir þungum áhyggjum um sitt nærsamfélag verði þetta frumvarp að lögum eins og það lítur út núna,“ segir hún. Enginn geti fullyrt um að breytingarnar muni skila meiri tekjum í ríkiskassann „Það hefur enginn ráðherra getað til að mynda fullyrt að það verði fleiri krónur eftir í ríkiskassanum frekar en færri, ef þetta frumvarp verður að lögum,“ segir Hildur. „Bara þetta eitt og sér sýnir að það skiptir miklu máli að þetta mál fái mjög vandaða meðferð í nefnd“ Hildur telur að málið eigi frekar heima í efnahags- og viðskiptanefnd, þar sem það sé algjörlega óumdeilt að veiðigjöld séu skattar. „En hvar svo sem það endar, þá er bara mikilvægt að það verði unnið mjög vel í nefnd og við erum þvert á móti ekki að vinna gegn hag samfélagsins þrátt fyrir að oft sé reynt að smætta orðræðu okkar í þá átt.“ „Þvert á móti erum við að reyna passa upp á samhengi hlutanna.“ Hildur býst við því að það muni fara eftir því hvernig vinnu nefndarinnar vindur fram og hvernig hún muni ganga, hvort búast megi við því að önnur og þriðja umræða frumvarpsins verði enn lengri en sú fyrsta. Þá segir hún að fyrsta umræða hafi verið lengsta fyrsta umræða Íslandssögunnar, og það hafi að hluta til verið vegna þess að stjórnarliðar tóku mikinn þátt, sérstaklega fyrstu tvo dagana. „Þess vegna er hún í heildina svona löng, það er ekki vegna þess að stjórnarliðar voru í málþófi enda er það ekki hægt í fyrstu umræðu máls.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Sjá meira