Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2025 16:54 Blaðamenn bíða fyrir utan heimili sendiherra Sviss gagnvart Sameinuðu þjóðunum, þar sem viðræður milli erindreka frá Kína og Bandaríkjunum fara fram. AP/Jamey Keaten Kínverskir embættismenn hafa sífellt meiri áhyggjur af áhrifum tolla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á hagkerfi þeirra. Einnig hafa þeir áhyggjur af aukinni einangrun þeirra á alþjóðasviðinu þar sem viðskiptafélagar þeirra eiga í viðræðum við Bandaríkjamenn. Þessar áhyggjur leiddu til þess að ráðamenn í Kína sendu erindreka til viðræðna við Bandaríkjamenn í Sviss um helgina. Þær viðræður eiga sér nú stað og er þeim ætlað að draga úr spennu milli ríkjanna og mögulega opna á nýja viðskiptasamning. Viðræðurnar milli þessara tveggja stærstu hagkerfa heims gætu haft gífurleg áhrif á hagkerfi heimsins. Viðskiptadeilur ríkjanna hafa þegar komið niður á birgða- og aðfangakeðjum heimsins, eins og fram kemur í grein New York Times. Eins og frægt er hefur forseti Bandaríkjanna sett 145 prósenta toll á vörur frá Kína og almennan tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna. Þar að auki hefur Trump sett tolla á ál, stál og bíla og heitið því að setja tolla á hálfleiðara og lyf. Hann hefur einnig boðað umfangsmikla tolla á ríki sem selja meira til Bandaríkjanna en þau kaupa en þeim tollum var frestað um níutíu daga, eftir að þeir voru fyrst boðaðir. Kínverjar hafa sett 125 prósenta tolla á bandarískar vörur. Þetta hefur þegar haft miklar afleiðingar og hagfræðingar keppast um að lýsa yfir ótta um minni hagvöxt á heimsvísu og mögulegrar kreppu, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkjamenn hafa meðal annars sakað ráðamenn í Kína um að niðurgreiða mikilvæga hluta hagkerfis þeirra á ósanngjarnan hátt og að flæða markaði heimsins með ódýrum vörum. Trump hefur gefið til kynna að hann sé tilbúinn til að lækka tollana en talskona hans hefur ítrekað að til þess þurfi Kínverjar að gefa eitthvað eftir. Ráðamenn í Kína hafa sagt að það muni þeir ekki gera fyrr en í fyrsta lagi eftir að tollar hafi verið lækkaðir. He Lifeng, aðstoðarforsætisráðherra Kína, (til hægri) leiðir kínversku sendinefndina. Hér er hann að hitta Guy Parmelin, efnahafsráðherra Sviss, á dögunum.AP/Martial Trezzini Trump hefur farið fram á beinar viðræður við Xi Jinping, forseta Kína, en því hefur hingað til verið hafnað. Ósáttir við hrokafull bréf Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum að ráðamenn í Kína hafi brugðist reiðir við bréfasendingum frá Bandaríkjunum um fantanýl og þeim hafi þátt þau bréf hrokafull. Bandaríkjamenn hafa lengi sakað Kínverja um að selja þau efni sem notuð eru til að framleiða lyfið hættulega í massavís til fíkniefnaframleiðenda vestanhafs, sem flytja efnin svo til Bandaríkjanna. Ráðamenn í Kína deildu einnig um það hverja hægt væri að senda til viðræðna og ætluðu í fyrstu að reyna að standa á sínu. Að endingu var þó ákveðið að hefja viðræður og þá að stórum hluta vegna áðurnefndra áhyggja. Í svari frá utanríkisráðuneyti Kína við fyrirspurn Reuters segir að Kínverjar séu ósáttir við misnotkun Bandaríkjamanna á tollum og eru ráðamenn í Washington sakaðir um hrottaskap, sem hafi grafið mjög undan samskiptum ríkjanna og meðal annars varðandi viðræður um fentanýl. Tónninn frá Peking byrjaði að breytast þann 30. apríl, en þá sögðu kínverskir ríkismiðlar frá því að embættismenn í Bandaríkjunum færu fram á viðræður um tollana. Scott Bessent, fjáramálaráðherra, leiðir samningateymi Bandaríkjanna.AP/Martial Trezzini Ein af ástæðunum þess að Kínverjum hefur snúist hugur um viðræður eru vísbendingar um aukin fjárhagsvanda kínverskra fyrirtækja og vandræði við að finna nýja markaði til að leysa þann bandaríska af hólmi fyrir kínverskar vörur. Fólk í þróunarríkjum kaupi alls ekki jafn mikið af vörum og Bandaríkjamenn og hafa margir greinendur í Kína breytt hagspám sínum fyrir árið. Varað hefur verið við því, samkvæmt frétt Reuters, að deilurnar gætu kostað Kínverja um sextán milljónir starfa. Þá óttuðust Kínverjar að sitja einir eftir, þegar þeir horfðu á marga af sínum viðskiptafélögum og keppinautum setjast við samningaborðið hjá Bandaríkjamönnum. Kína Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Sjá meira
Þessar áhyggjur leiddu til þess að ráðamenn í Kína sendu erindreka til viðræðna við Bandaríkjamenn í Sviss um helgina. Þær viðræður eiga sér nú stað og er þeim ætlað að draga úr spennu milli ríkjanna og mögulega opna á nýja viðskiptasamning. Viðræðurnar milli þessara tveggja stærstu hagkerfa heims gætu haft gífurleg áhrif á hagkerfi heimsins. Viðskiptadeilur ríkjanna hafa þegar komið niður á birgða- og aðfangakeðjum heimsins, eins og fram kemur í grein New York Times. Eins og frægt er hefur forseti Bandaríkjanna sett 145 prósenta toll á vörur frá Kína og almennan tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna. Þar að auki hefur Trump sett tolla á ál, stál og bíla og heitið því að setja tolla á hálfleiðara og lyf. Hann hefur einnig boðað umfangsmikla tolla á ríki sem selja meira til Bandaríkjanna en þau kaupa en þeim tollum var frestað um níutíu daga, eftir að þeir voru fyrst boðaðir. Kínverjar hafa sett 125 prósenta tolla á bandarískar vörur. Þetta hefur þegar haft miklar afleiðingar og hagfræðingar keppast um að lýsa yfir ótta um minni hagvöxt á heimsvísu og mögulegrar kreppu, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkjamenn hafa meðal annars sakað ráðamenn í Kína um að niðurgreiða mikilvæga hluta hagkerfis þeirra á ósanngjarnan hátt og að flæða markaði heimsins með ódýrum vörum. Trump hefur gefið til kynna að hann sé tilbúinn til að lækka tollana en talskona hans hefur ítrekað að til þess þurfi Kínverjar að gefa eitthvað eftir. Ráðamenn í Kína hafa sagt að það muni þeir ekki gera fyrr en í fyrsta lagi eftir að tollar hafi verið lækkaðir. He Lifeng, aðstoðarforsætisráðherra Kína, (til hægri) leiðir kínversku sendinefndina. Hér er hann að hitta Guy Parmelin, efnahafsráðherra Sviss, á dögunum.AP/Martial Trezzini Trump hefur farið fram á beinar viðræður við Xi Jinping, forseta Kína, en því hefur hingað til verið hafnað. Ósáttir við hrokafull bréf Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum að ráðamenn í Kína hafi brugðist reiðir við bréfasendingum frá Bandaríkjunum um fantanýl og þeim hafi þátt þau bréf hrokafull. Bandaríkjamenn hafa lengi sakað Kínverja um að selja þau efni sem notuð eru til að framleiða lyfið hættulega í massavís til fíkniefnaframleiðenda vestanhafs, sem flytja efnin svo til Bandaríkjanna. Ráðamenn í Kína deildu einnig um það hverja hægt væri að senda til viðræðna og ætluðu í fyrstu að reyna að standa á sínu. Að endingu var þó ákveðið að hefja viðræður og þá að stórum hluta vegna áðurnefndra áhyggja. Í svari frá utanríkisráðuneyti Kína við fyrirspurn Reuters segir að Kínverjar séu ósáttir við misnotkun Bandaríkjamanna á tollum og eru ráðamenn í Washington sakaðir um hrottaskap, sem hafi grafið mjög undan samskiptum ríkjanna og meðal annars varðandi viðræður um fentanýl. Tónninn frá Peking byrjaði að breytast þann 30. apríl, en þá sögðu kínverskir ríkismiðlar frá því að embættismenn í Bandaríkjunum færu fram á viðræður um tollana. Scott Bessent, fjáramálaráðherra, leiðir samningateymi Bandaríkjanna.AP/Martial Trezzini Ein af ástæðunum þess að Kínverjum hefur snúist hugur um viðræður eru vísbendingar um aukin fjárhagsvanda kínverskra fyrirtækja og vandræði við að finna nýja markaði til að leysa þann bandaríska af hólmi fyrir kínverskar vörur. Fólk í þróunarríkjum kaupi alls ekki jafn mikið af vörum og Bandaríkjamenn og hafa margir greinendur í Kína breytt hagspám sínum fyrir árið. Varað hefur verið við því, samkvæmt frétt Reuters, að deilurnar gætu kostað Kínverja um sextán milljónir starfa. Þá óttuðust Kínverjar að sitja einir eftir, þegar þeir horfðu á marga af sínum viðskiptafélögum og keppinautum setjast við samningaborðið hjá Bandaríkjamönnum.
Kína Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Sjá meira