„Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. maí 2025 14:24 Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu í dag. EPA/MARK R. CRISTIN Danska konungsríkið; Danmörk, Grænland og Færeyjar, taka í dag við formennsku í Norðurskautsráðinu. Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, fer með formennsku í ráðinu næstu tvö árin fyrir hönd ríkissambandsins en þetta er í fyrsta sinn sem Grænlendingar mun leiða ráðið. Ríkissambandið tekur við formennsku af Norðmönnum, sem hafa leitt ráðið síðastliðin tvö ár, í Tromsø í dag. Ráðið hefur ekki starfað með hefðbundnum hætti síðan Rússar, sem eiga aðild að ráðinu, réðust inn í Úkraínu árið 2022. Starf ráðsins í frosti frá innrásinni Vilborg Ása Guðjónsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og doktorsnemi. „Staða Norðurskautsráðsins er mjög þröng,“ segir Vilborg Ása Guðjónsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur í samtali við Vísi. „Starfið er í algjöru uppnámi og það er einfaldlega af þeim ástæðum að vægi Rússlands á Norðurslóðum er gríðarlegt, og það er þá í rauninni bara mjög erfitt að eiga í samstarfi sem hefur einhverja meiningu án Rússa þegar kemur að málefnum Norðurslóða.“ En Rússland er ekki eina aðildarríkið sem hefur haft áhrif á starfsemi á vettvangi ráðsins. Yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að innlima Grænland hafa einnig sitt að segja á vettvangi ráðsins að sögn Vilborgar. Grænlendingar hafa lengi kallað eftir því að hafa meira vægi þegar kemur að málefnum Norðurslóða, nokkuð sem er að raungerast nú. „Sumir myndu kannski halda að það væri vegna yfirlýsinga Trump um að innlima Grænland, en vinna við þetta var hafin þónokkuð áður,“ segir Vilborg. „Í ljósi stöðunnar er þetta auðvitað táknrænt mjög sterkt líka.“ Þess má geta að nýverið skipuðu dönsk stjórnvöld einnig Grænlendinginn Kenneth Høegh sem sendiherra Norðurslóða. Málefni frumbyggja meðal annars í brennidepli Vivian Motzfeldt sem nú tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu segir mikinn heiður að taka við formennsku. „Það er mikill heiður að hefja formennsku konungsríkisins í Norðurskautsráðinu. Á erfiðum tímum á alþjóðavettvangi er það skýrt markmið okkar að vinna okkar verði íbúum á Norðurslóðum til góða,“ er haft eftir Vivian Motzfeldt í fréttatilkynningu frá danska utanríkisráðuneytinu í dag. „Ég þakka Noregi fyrir þeirra dýrmæta starf síðustu ár og góða útkomu. Ég hlakka til að vinna náið með Færeyjum og Danmörku, þar sem við munum í sameiningu bera ábyrgð á að leiða starf Norðurskautsráðsins.“ Einu sinni áður hefur ríkissamband Danmerkur, Færeyja og Grænlands farið með formennsku í ráðinu, það var 2009 til 2011, en þá fóru Danir með forystu. Í formennskutíð sinni nú ætla ríkin að leggja áherslu á fimm þemu sem verður forgangsraðað í starfsemi ráðsins næstu tvö árin. Það er áhersla á frumbyggja og samfélög á Norðurslóðum, sjálfbæra efnahagsþróun og orkuskipti, málefni hafsins og loftslagsbreytingar á Norðurslóðum og á líffræðilegan fjölbreytileika. Grænland Danmörk Færeyjar Norðurslóðir Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Loftslagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira
Ríkissambandið tekur við formennsku af Norðmönnum, sem hafa leitt ráðið síðastliðin tvö ár, í Tromsø í dag. Ráðið hefur ekki starfað með hefðbundnum hætti síðan Rússar, sem eiga aðild að ráðinu, réðust inn í Úkraínu árið 2022. Starf ráðsins í frosti frá innrásinni Vilborg Ása Guðjónsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og doktorsnemi. „Staða Norðurskautsráðsins er mjög þröng,“ segir Vilborg Ása Guðjónsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur í samtali við Vísi. „Starfið er í algjöru uppnámi og það er einfaldlega af þeim ástæðum að vægi Rússlands á Norðurslóðum er gríðarlegt, og það er þá í rauninni bara mjög erfitt að eiga í samstarfi sem hefur einhverja meiningu án Rússa þegar kemur að málefnum Norðurslóða.“ En Rússland er ekki eina aðildarríkið sem hefur haft áhrif á starfsemi á vettvangi ráðsins. Yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að innlima Grænland hafa einnig sitt að segja á vettvangi ráðsins að sögn Vilborgar. Grænlendingar hafa lengi kallað eftir því að hafa meira vægi þegar kemur að málefnum Norðurslóða, nokkuð sem er að raungerast nú. „Sumir myndu kannski halda að það væri vegna yfirlýsinga Trump um að innlima Grænland, en vinna við þetta var hafin þónokkuð áður,“ segir Vilborg. „Í ljósi stöðunnar er þetta auðvitað táknrænt mjög sterkt líka.“ Þess má geta að nýverið skipuðu dönsk stjórnvöld einnig Grænlendinginn Kenneth Høegh sem sendiherra Norðurslóða. Málefni frumbyggja meðal annars í brennidepli Vivian Motzfeldt sem nú tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu segir mikinn heiður að taka við formennsku. „Það er mikill heiður að hefja formennsku konungsríkisins í Norðurskautsráðinu. Á erfiðum tímum á alþjóðavettvangi er það skýrt markmið okkar að vinna okkar verði íbúum á Norðurslóðum til góða,“ er haft eftir Vivian Motzfeldt í fréttatilkynningu frá danska utanríkisráðuneytinu í dag. „Ég þakka Noregi fyrir þeirra dýrmæta starf síðustu ár og góða útkomu. Ég hlakka til að vinna náið með Færeyjum og Danmörku, þar sem við munum í sameiningu bera ábyrgð á að leiða starf Norðurskautsráðsins.“ Einu sinni áður hefur ríkissamband Danmerkur, Færeyja og Grænlands farið með formennsku í ráðinu, það var 2009 til 2011, en þá fóru Danir með forystu. Í formennskutíð sinni nú ætla ríkin að leggja áherslu á fimm þemu sem verður forgangsraðað í starfsemi ráðsins næstu tvö árin. Það er áhersla á frumbyggja og samfélög á Norðurslóðum, sjálfbæra efnahagsþróun og orkuskipti, málefni hafsins og loftslagsbreytingar á Norðurslóðum og á líffræðilegan fjölbreytileika.
Grænland Danmörk Færeyjar Norðurslóðir Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Loftslagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira