Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. maí 2025 17:42 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hefur sent héraðssaksóknara bréf þar sem hún óskar eftir upplýsingum um lykilatriði í máli sérstaks saksóknara, sem lögreglan á Suðurlandi og Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hafa nú til rannsóknar. Frá þessu greindi hún í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. „Ég sendi bréf með spurningum um það, hvernig var vörslu gagna háttað, hvernig var öryggi gagna tryggt? Hver var aðgangsstýringin og voru gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir misnotkun á aðgangi? Hvaða reglur giltu um eyðingu gagna? Hvenær var þeim eytt? Giltu sérstakar reglur um gögn sem töldust ekki varða sakarefni máls?“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir í þinginu í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Miðflokksins hafði þá spurt hana hvaða gagna hún hefði aflað um málið og með hvaða hætti hún muni bregðast við til að leiða málið til lykta. Hvað varðar eftirlitsskyldu þáverandi dómsmálaráðherra segir hún ekkert hafa komið fram sem bendi til vanrækslu þeirra en auðvitað þurfi að rýna í alla þætti málsins. Gagnaþjófnaðurinn árás á réttarkerfið Í bréfinu, sem birt hefur verið á vef dómsmálaráðuneytisins, er tekið fram að beiðnin lúti að verklagi og framkvæmd hjá embættinu almennt. Ekki sé óskað eftir upplýsingum um einstök mál. „Stórfelldur gagnaþjófnaður úr kerfum sérstaks saksóknara fyrir rúmum áratug eru alvarleg svik við almenning í landinu og vitaskuld við þá sem um ræðir í þessum gögnum. Það er óþolandi tilhugsun að til séu þeir sem deilt hafa þessum gögnum með óviðkomandi fólki. Það heggur alvarlega í traust fólks til alls kerfisins, því miður,“ sagði Þorbjörg í þinginu í dag. Hún sagði jafnframt óþolandi tilhugsun að aðilar hafi tekið við upplýsingum sem þessum. „Og þar hlýtur spurningin að vera, vissu þessir aðilar að gögnin voru illa fengin?“ Þorbjörg segir góðan brag á að rannsaka málið sem sakamál en taka það jafnframt fyrir í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og ráðuneytinu. Hún vekur athygli á að frumvarp Björns Bjarnasonar þáverandi dómsmálaráðherra um sérstakan saksóknara hafi verið samþykkt á Alþingi árið 2008 í kjölfar efnahagshrunsins. „Það var mat stjórnvalda þá að það þyrfti að rannsaka aðdraganda og þá þætti sem tengdust hruninu. Í þessa vegferð var farið, mér finnst sjálfsagt núna, þegar tíminn er liðinn, að við rýnum í kjölfarið regluverkið sem þá var smíðað og gerum þennan tíma upp. Skoðum hvort allt standist tímans tönn í þeim efnum. Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Viðreisn Stjórnsýsla Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
„Ég sendi bréf með spurningum um það, hvernig var vörslu gagna háttað, hvernig var öryggi gagna tryggt? Hver var aðgangsstýringin og voru gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir misnotkun á aðgangi? Hvaða reglur giltu um eyðingu gagna? Hvenær var þeim eytt? Giltu sérstakar reglur um gögn sem töldust ekki varða sakarefni máls?“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir í þinginu í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Miðflokksins hafði þá spurt hana hvaða gagna hún hefði aflað um málið og með hvaða hætti hún muni bregðast við til að leiða málið til lykta. Hvað varðar eftirlitsskyldu þáverandi dómsmálaráðherra segir hún ekkert hafa komið fram sem bendi til vanrækslu þeirra en auðvitað þurfi að rýna í alla þætti málsins. Gagnaþjófnaðurinn árás á réttarkerfið Í bréfinu, sem birt hefur verið á vef dómsmálaráðuneytisins, er tekið fram að beiðnin lúti að verklagi og framkvæmd hjá embættinu almennt. Ekki sé óskað eftir upplýsingum um einstök mál. „Stórfelldur gagnaþjófnaður úr kerfum sérstaks saksóknara fyrir rúmum áratug eru alvarleg svik við almenning í landinu og vitaskuld við þá sem um ræðir í þessum gögnum. Það er óþolandi tilhugsun að til séu þeir sem deilt hafa þessum gögnum með óviðkomandi fólki. Það heggur alvarlega í traust fólks til alls kerfisins, því miður,“ sagði Þorbjörg í þinginu í dag. Hún sagði jafnframt óþolandi tilhugsun að aðilar hafi tekið við upplýsingum sem þessum. „Og þar hlýtur spurningin að vera, vissu þessir aðilar að gögnin voru illa fengin?“ Þorbjörg segir góðan brag á að rannsaka málið sem sakamál en taka það jafnframt fyrir í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og ráðuneytinu. Hún vekur athygli á að frumvarp Björns Bjarnasonar þáverandi dómsmálaráðherra um sérstakan saksóknara hafi verið samþykkt á Alþingi árið 2008 í kjölfar efnahagshrunsins. „Það var mat stjórnvalda þá að það þyrfti að rannsaka aðdraganda og þá þætti sem tengdust hruninu. Í þessa vegferð var farið, mér finnst sjálfsagt núna, þegar tíminn er liðinn, að við rýnum í kjölfarið regluverkið sem þá var smíðað og gerum þennan tíma upp. Skoðum hvort allt standist tímans tönn í þeim efnum.
Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Viðreisn Stjórnsýsla Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira