Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar 13. maí 2025 09:00 - Skildu heiminn eftir á betri stað af þeirri einni ástæðu að þú hefur verið staddur í honum- Brynjar Karl Sigurðsson hefur verið áberandi í umræðunni að undanförnu í aðdraganda Íþróttaþings ÍSÍ sem fram fer um helgina vegna framboðs síns til formanns sambandsins, loksins þegar að hann fékk verðskuldaða athygli fjölmiðla eftir að hafa vælt og skælt á samfélagsmiðlum yfir áhugaleysi þeirra á framboði sínu, eins og hann orðaði það sjálfur. Brynjar Karl er vel þekktur í íslenskum körfubolta, bæði fyrir þann árangur sem hann hefur náð með sína leikmenn innan sem utan vallar og einnig fyrir það að hafa vakið upp skaplausa öfund hjá hirð af fólki sem skortir ástríðu og sameinandi hugsjón, svo vitnað sé í tilvistarspekilega sálarfræði. En samkvæmt þeim sálarfræðum að þá orsakar þessi skaplausa öfund, að sérkenni og yfirburðir manna hljóta ekki viðurkenningu. Og að yfirburðar einstaklingnum er þá hafnað í þágu heildarinnar. Með höfnun yfirburðar einstaklingsins hefur heildin þá verið jöfnuð út og enn gildir að engum er leyft að skara fram úr. Hver og einn sem þar er staddur getur þá áfram borið sig saman við aðra sem eru á þeim sama stað, að skorta allt sjálfstæði, frumkvæði og andlega hugsun. Brynjar Karl hvorki býr né starfar á þeim stað sem að framan greinir, en það gera aðrir sem hafa látið sig mikið í frammi við að illmælga Brynjar og hans þjálfunaraðferðir á opinberum vettvangi. Hann starfar hins vegar á þeim stað þar sem það er haft að leiðarljósi að hafa jákvæð og uppbyggileg áhrif á líf ungmenna í leik og námi svo úr verði heilsteyptir einstaklingar. Heilsteyptir einstaklingar sem þora, sem þora að vera til, sem þora að taka pláss og sem þora að takast á við lífið. Brynjar Karl hefur margsýnt það með verkum sínum að hann iðkar trúna sem hann boðar, jafnvel þó það kosti hann persónulegar fórnir. Því vil ég skora á þingfulltrúa á Íþróttaþingi ÍSÍ, að dvelja ei áfram í hýðum síns vetra og velja mann til forystu sem breytir lífum til hins betra. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ÍSÍ Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
- Skildu heiminn eftir á betri stað af þeirri einni ástæðu að þú hefur verið staddur í honum- Brynjar Karl Sigurðsson hefur verið áberandi í umræðunni að undanförnu í aðdraganda Íþróttaþings ÍSÍ sem fram fer um helgina vegna framboðs síns til formanns sambandsins, loksins þegar að hann fékk verðskuldaða athygli fjölmiðla eftir að hafa vælt og skælt á samfélagsmiðlum yfir áhugaleysi þeirra á framboði sínu, eins og hann orðaði það sjálfur. Brynjar Karl er vel þekktur í íslenskum körfubolta, bæði fyrir þann árangur sem hann hefur náð með sína leikmenn innan sem utan vallar og einnig fyrir það að hafa vakið upp skaplausa öfund hjá hirð af fólki sem skortir ástríðu og sameinandi hugsjón, svo vitnað sé í tilvistarspekilega sálarfræði. En samkvæmt þeim sálarfræðum að þá orsakar þessi skaplausa öfund, að sérkenni og yfirburðir manna hljóta ekki viðurkenningu. Og að yfirburðar einstaklingnum er þá hafnað í þágu heildarinnar. Með höfnun yfirburðar einstaklingsins hefur heildin þá verið jöfnuð út og enn gildir að engum er leyft að skara fram úr. Hver og einn sem þar er staddur getur þá áfram borið sig saman við aðra sem eru á þeim sama stað, að skorta allt sjálfstæði, frumkvæði og andlega hugsun. Brynjar Karl hvorki býr né starfar á þeim stað sem að framan greinir, en það gera aðrir sem hafa látið sig mikið í frammi við að illmælga Brynjar og hans þjálfunaraðferðir á opinberum vettvangi. Hann starfar hins vegar á þeim stað þar sem það er haft að leiðarljósi að hafa jákvæð og uppbyggileg áhrif á líf ungmenna í leik og námi svo úr verði heilsteyptir einstaklingar. Heilsteyptir einstaklingar sem þora, sem þora að vera til, sem þora að taka pláss og sem þora að takast á við lífið. Brynjar Karl hefur margsýnt það með verkum sínum að hann iðkar trúna sem hann boðar, jafnvel þó það kosti hann persónulegar fórnir. Því vil ég skora á þingfulltrúa á Íþróttaþingi ÍSÍ, að dvelja ei áfram í hýðum síns vetra og velja mann til forystu sem breytir lífum til hins betra. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Svf. Árborg.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar