Innlent

Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar

Samúel Karl Ólason skrifar
Skjálftinn fannst í byggð á Norðurlandi.
Skjálftinn fannst í byggð á Norðurlandi. Veðurstofa Íslands

Fleiri en þrjú hundruð eftirskjálftar hafa mælst við Grímsey frá því stór skjálfti varð þar í nótt. Rétt rúmlega fjögur í nætt mældist 4,7 stiga jarðskjálfti rétt austan við Grímsey og mun hann hafa fundist víða á Norðurlandi.

Síðan þá hafa fjölmargir jarðskjálftar greinst, eða fleiri en þrjú hundruð, og var sá stærsti 3,2 stig.

Sjá einnig: Stór skjálfti rétt hjá Gríms­ey

Í færslu Veðurstofu Íslands á Facebook er vísað til þess að í september 2022 hafi 4,5 stiga skjálfti fundist sama svæði. Mun stærri skjálfti eða 5,4 stig hafi svo orðið í apríl 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×