Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. maí 2025 17:30 Jóhann Páll Jóhannsson orkumálaráðherra á óformlegum fundi orkumálaráðherra Evrópuríkja. Stjórnarráðið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sækir óformlegan fund orkumálaráðherra Evrópusambandsríkja og EFTA-ríkja í Varsjá í Póllandi. Hann segir stuðning við orkuöryggi í Úkraínu vera fjárfesting í framtíð frjálslynds lýðræðis. Fram kemur í frétt á vef Stjórnarráðsins að enduruppbygging orkuinnviða í Úkraínu og Moldóvu hafi verið meðal umræðuefna á fundinum og Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hafi vakið athygli á hvernig jarðhiti geti nýst í þeim efnum. „Ísland stendur með Úkraínu. Stuðningur við orkuöryggi Úkraínu í dag varðar veginn að bættu öryggi evrópska orkukerfisins í heild næstu áratugi. Þetta er ekki aðeins fjárfesting í orkuinnviðum heldur líka fjárfesting í fyrirkomulagi frjálslynds lýðræðis og sameiginlegum gildum okkar,“ er haft eftir Jóhanni Páli. Hann benti á að Ísland býr að mikilli þekkingu og reynslu á sviði jarðhita, meðal annars hvernig nýta megi lághitasvæði sem eindreginn vilji sé til að deila með Úkraínu og Moldóvu. „Þegar hætta stafar að raforkukerfum er hagkvæmt að hafa kerfi sem eru óháð hvert öðru. Þetta getur til dæmis átt við um nýtingu jarðhita til fjarhitunar. Þar eru tækifæri sem Evrópa og heimurinn allur getur nýtt sér, meðal annars með aukinni nýtingu jarðhita og breyttu verklagi varðandi hitun og kælingu. Þetta á sérstaklega við varðandi hitaveitur,“ segir Jóhann Páll. Fram kemur að stuðningur við orkumál hafi verið í forgangi hjá íslenskum stjórnvöldum að beiðni úkraínskra stjórnvalda. Auk stuðnings í gegnum Alþjóðabankann hafi framlög verið veitt til sérstaks orkusjóðs fyrir Úkraínu og verkefni Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna um styrkingu á orkuinnviðum í landinu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Orkumál Úkraína Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Fram kemur í frétt á vef Stjórnarráðsins að enduruppbygging orkuinnviða í Úkraínu og Moldóvu hafi verið meðal umræðuefna á fundinum og Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hafi vakið athygli á hvernig jarðhiti geti nýst í þeim efnum. „Ísland stendur með Úkraínu. Stuðningur við orkuöryggi Úkraínu í dag varðar veginn að bættu öryggi evrópska orkukerfisins í heild næstu áratugi. Þetta er ekki aðeins fjárfesting í orkuinnviðum heldur líka fjárfesting í fyrirkomulagi frjálslynds lýðræðis og sameiginlegum gildum okkar,“ er haft eftir Jóhanni Páli. Hann benti á að Ísland býr að mikilli þekkingu og reynslu á sviði jarðhita, meðal annars hvernig nýta megi lághitasvæði sem eindreginn vilji sé til að deila með Úkraínu og Moldóvu. „Þegar hætta stafar að raforkukerfum er hagkvæmt að hafa kerfi sem eru óháð hvert öðru. Þetta getur til dæmis átt við um nýtingu jarðhita til fjarhitunar. Þar eru tækifæri sem Evrópa og heimurinn allur getur nýtt sér, meðal annars með aukinni nýtingu jarðhita og breyttu verklagi varðandi hitun og kælingu. Þetta á sérstaklega við varðandi hitaveitur,“ segir Jóhann Páll. Fram kemur að stuðningur við orkumál hafi verið í forgangi hjá íslenskum stjórnvöldum að beiðni úkraínskra stjórnvalda. Auk stuðnings í gegnum Alþjóðabankann hafi framlög verið veitt til sérstaks orkusjóðs fyrir Úkraínu og verkefni Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna um styrkingu á orkuinnviðum í landinu.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Orkumál Úkraína Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði