Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar 13. maí 2025 23:02 Nú eru 2 ár þar til þjóðin gengur til atkvæðagreiðslu, ekki um að ganga í Evrópusambandið heldur um að fara aftur í viðræður við sambandið um aðild. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar 21. desember sagði að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu færi fram eigi síðar en árið 2027. Dagbjört Hákonardóttir alþingiskona hvatti stéttarfélög til að taka afstöðu til aðildar í grein sem birtist á visir.is 1. maí. Miðað við reynslu er allmikil vinna eftir hjá þeim áður en hægt er að svara þessari spurningu, og ekki seinna vænna að undirbúa sig. Ég var í vinnuteymi fimm félaga innan BHM sem hófust handa vorið 2009 að svara spurningunni hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið. Niðurstaðan úr þeirri vinnu kenndi okkur að við gátum varla svarað spurningunni fyrir okkur sjálf, hvað þá fyrir fólk úr þessum stéttarfélögum. Til að nýta betur alla þá vinnu sem hafði verið lögð í þetta, lagði ég til að bæta þá við spurningunni, hverju mun aðild að Evrópusambandinu breyta fyrir félaga okkar? Svarið var að það breytti sáralitlu fyrir flesta BHM félaga. Þetta svar kemur kannski illa við fylgismenn Evrópusambandsaðildar, en þá verður það svo að vera. Síðan þetta gerðist, hefur reynslan sannfært mig um kosti aðildar. Sú reynsla kemur kannski illa við andstæðinga Evrópusambandsaðildar. Þá verður það svo að vera. Við verðum að vinna að því sem er hagsælast fyrir flesta landsmenn, ekki bara hluta þeirra. Við sem unnum að þessu verki efuðumst ekki um að Evrópusambandsaðild myndi valda breytingum fyrir alla sem vinna að landbúnaði, landbúnaðarafurðum, sjávarútvegi og sjávarafurðum. Við vorum sammála um að aðeins þjóðin gæti svarað hvort Ísland ætti að taka upp aðild eða ekki. Við byrjuðum að funda með fólki með og á móti aðild vorið 2009, hittum fulltrúa Heimssýnar og síðan fulltrúa Evrópusamtakanna. Við hittum líka Katrínu Jakobsdóttur sem kynnti okkur afstöðu VG og Magnús Orra Schram, sem gerði grein fyrir afstöðu Samfylkingarinnar. Við ræddum við sérfræðinga frá utanríkisráðuneyti og víðar. Á meðan þessum fundum stóð, sendi Ísland inn beiðni um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Í september 2009 fórum við til Brussel og funduðum með fulltrúum Evrópusambandsins, samtökum stéttarfélaga og með sérfræðingum í sendiráði Íslands. Við gerðum okkur sérstakt far um að hitta fulltrúa samtaka sem voru á móti Evrópusambandsaðild, Open Europe og Nej til EU, sem voru á svipuðu máli og VG hér heima. Þeim degi átti að ljúka með því að hitta Nigel Farage, sem þá var leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins, UK Independence Party (UKIP). Það kom mér ekki á óvart að hann aflýsti á síðustu stundu og hafði farið til Írlands. Við hittum að máli tvo fulltrúa hans í staðinn. Ég held að fáir úr hópnum hafi saknað þess að Farage mætti ekki, og enn í dag tel ég það lítinn skaða að hafa ekki hitt hann. Þó er Farage ásamt fleirum aðalástæðan fyrir því að mér hefur snúist hugur um aðild Íslands. Það er Brexit, það bjálfræði (idiocracy) sem Bretar kölluðu yfir sig 2016, ríkisstjórnir Boris Johnson og síðar Liz Truss, sem með Kwasi Kwarteng voru á góðri leið með að eyðileggja breska markaði þegar Íhaldsflokkurinn ýtti þeim út. Allt sem hefur gerst síðan 2016 í Bretlandi sýnir að Brexit var glapræði og hefur skilið eftir breska þjóð mun verr en þegar farið var af stað. Niðurstaðan hefur þegar valdið Bretlandi miklu tjóni og þrátt fyrir marga viðskiptasamninga er ekki útlit fyrir að tjónið minnki að neinu marki. Stuðningsmenn Brexit úr hópi mikilla auðmanna hafa yfirgefið landið og þessi vegferð vekur spurninguna, hverjir eru það sem viljandi grafa svona undan landinu sínu? Eina fólkið sem hefur notið góðs af Brexit eru Farage og flokkur hans, en almennur Breti hefur það mun verra en áður á allan hátt. Helstu viðbrögð við grein Dagbjartar bárust frá forsvarsmönnum hreyfinga sem eru á móti aðild að Evrópusambandinu. Þeir hafa verið atorkumiklir undanfarin ár. Kannski telja þeir sig eiga svipaða möguleika hér og Farage í Bretlandi. Spurningin um aðild Íslands að Evrópusambandinu er varla jafn mikilvæg og hin spurningin, hvernig sú aðild á að vera. Við sem unnum í þessum hóp vorum öll sannfærð um að eini möguleiki á aðild Íslands að Evrópusambandinu væri með fullum yfirráðum yfir fiskveiðum og sjávarútvegi. Annars myndi íslensk þjóð kolfella það samkomulag og þetta var morgunljóst öllum sem komu að málum í Brussel. Þetta hefur ekki breyst síðan 2009 og niðurstaða mín er að aðild að ESB breytir sáralitlu fyrir félaga í Visku sem almenna launþega frá því sem nú er. Reynsla Breta sýnir að þjóðin tapar á því að halda sig utan Evrópusambandsins og því meiri sem aðskilnaður er við sambandið, því meira er tapið. Höfundur er upplýsingafræðingur og stjórnsýslufræðingur, og situr í stjórn Visku stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Kjaramál Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Nú eru 2 ár þar til þjóðin gengur til atkvæðagreiðslu, ekki um að ganga í Evrópusambandið heldur um að fara aftur í viðræður við sambandið um aðild. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar 21. desember sagði að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu færi fram eigi síðar en árið 2027. Dagbjört Hákonardóttir alþingiskona hvatti stéttarfélög til að taka afstöðu til aðildar í grein sem birtist á visir.is 1. maí. Miðað við reynslu er allmikil vinna eftir hjá þeim áður en hægt er að svara þessari spurningu, og ekki seinna vænna að undirbúa sig. Ég var í vinnuteymi fimm félaga innan BHM sem hófust handa vorið 2009 að svara spurningunni hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið. Niðurstaðan úr þeirri vinnu kenndi okkur að við gátum varla svarað spurningunni fyrir okkur sjálf, hvað þá fyrir fólk úr þessum stéttarfélögum. Til að nýta betur alla þá vinnu sem hafði verið lögð í þetta, lagði ég til að bæta þá við spurningunni, hverju mun aðild að Evrópusambandinu breyta fyrir félaga okkar? Svarið var að það breytti sáralitlu fyrir flesta BHM félaga. Þetta svar kemur kannski illa við fylgismenn Evrópusambandsaðildar, en þá verður það svo að vera. Síðan þetta gerðist, hefur reynslan sannfært mig um kosti aðildar. Sú reynsla kemur kannski illa við andstæðinga Evrópusambandsaðildar. Þá verður það svo að vera. Við verðum að vinna að því sem er hagsælast fyrir flesta landsmenn, ekki bara hluta þeirra. Við sem unnum að þessu verki efuðumst ekki um að Evrópusambandsaðild myndi valda breytingum fyrir alla sem vinna að landbúnaði, landbúnaðarafurðum, sjávarútvegi og sjávarafurðum. Við vorum sammála um að aðeins þjóðin gæti svarað hvort Ísland ætti að taka upp aðild eða ekki. Við byrjuðum að funda með fólki með og á móti aðild vorið 2009, hittum fulltrúa Heimssýnar og síðan fulltrúa Evrópusamtakanna. Við hittum líka Katrínu Jakobsdóttur sem kynnti okkur afstöðu VG og Magnús Orra Schram, sem gerði grein fyrir afstöðu Samfylkingarinnar. Við ræddum við sérfræðinga frá utanríkisráðuneyti og víðar. Á meðan þessum fundum stóð, sendi Ísland inn beiðni um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Í september 2009 fórum við til Brussel og funduðum með fulltrúum Evrópusambandsins, samtökum stéttarfélaga og með sérfræðingum í sendiráði Íslands. Við gerðum okkur sérstakt far um að hitta fulltrúa samtaka sem voru á móti Evrópusambandsaðild, Open Europe og Nej til EU, sem voru á svipuðu máli og VG hér heima. Þeim degi átti að ljúka með því að hitta Nigel Farage, sem þá var leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins, UK Independence Party (UKIP). Það kom mér ekki á óvart að hann aflýsti á síðustu stundu og hafði farið til Írlands. Við hittum að máli tvo fulltrúa hans í staðinn. Ég held að fáir úr hópnum hafi saknað þess að Farage mætti ekki, og enn í dag tel ég það lítinn skaða að hafa ekki hitt hann. Þó er Farage ásamt fleirum aðalástæðan fyrir því að mér hefur snúist hugur um aðild Íslands. Það er Brexit, það bjálfræði (idiocracy) sem Bretar kölluðu yfir sig 2016, ríkisstjórnir Boris Johnson og síðar Liz Truss, sem með Kwasi Kwarteng voru á góðri leið með að eyðileggja breska markaði þegar Íhaldsflokkurinn ýtti þeim út. Allt sem hefur gerst síðan 2016 í Bretlandi sýnir að Brexit var glapræði og hefur skilið eftir breska þjóð mun verr en þegar farið var af stað. Niðurstaðan hefur þegar valdið Bretlandi miklu tjóni og þrátt fyrir marga viðskiptasamninga er ekki útlit fyrir að tjónið minnki að neinu marki. Stuðningsmenn Brexit úr hópi mikilla auðmanna hafa yfirgefið landið og þessi vegferð vekur spurninguna, hverjir eru það sem viljandi grafa svona undan landinu sínu? Eina fólkið sem hefur notið góðs af Brexit eru Farage og flokkur hans, en almennur Breti hefur það mun verra en áður á allan hátt. Helstu viðbrögð við grein Dagbjartar bárust frá forsvarsmönnum hreyfinga sem eru á móti aðild að Evrópusambandinu. Þeir hafa verið atorkumiklir undanfarin ár. Kannski telja þeir sig eiga svipaða möguleika hér og Farage í Bretlandi. Spurningin um aðild Íslands að Evrópusambandinu er varla jafn mikilvæg og hin spurningin, hvernig sú aðild á að vera. Við sem unnum í þessum hóp vorum öll sannfærð um að eini möguleiki á aðild Íslands að Evrópusambandinu væri með fullum yfirráðum yfir fiskveiðum og sjávarútvegi. Annars myndi íslensk þjóð kolfella það samkomulag og þetta var morgunljóst öllum sem komu að málum í Brussel. Þetta hefur ekki breyst síðan 2009 og niðurstaða mín er að aðild að ESB breytir sáralitlu fyrir félaga í Visku sem almenna launþega frá því sem nú er. Reynsla Breta sýnir að þjóðin tapar á því að halda sig utan Evrópusambandsins og því meiri sem aðskilnaður er við sambandið, því meira er tapið. Höfundur er upplýsingafræðingur og stjórnsýslufræðingur, og situr í stjórn Visku stéttarfélags.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun