Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. maí 2025 23:37 Mál njósnaradiplómatans og varnarmálaráðgjafa sem sagði ef sér eftir hneykslismál tengjast að sögn sænska ríkisútvarpsins. Getty Háttsettur sænskur diplómati hefur verið handtekinn grunaður um njósnir. Samkvæmt heimildum sænska ríkisútvarpsins hefur hann starfað hjá mörgum sendiráðum víða um heim. Grunur er um að málið tengist nýlegri afsögn varnarmálaráðgjafa ríkisstjórnarinnar. SVT hefur fjallað um málið en upplýsingafulltrúi sænsku öryggislögreglunnar staðfestir í samtali við miðilinn að einstaklingur hafi verið handtekinn í tengslum við grun um njósnir og að rannsókn standi yfir á málinu. Fleiri upplýsingar vildi Säpo ekki veita. Samkvæmt heimildum sænska ríkisútvarpsins var gerð húsleit heima hjá diplómata sem hefur unnið í utanríkisþjónustunni í mörg ár. Myndir sem miðillinn hafi undir höndum sýni að dyrnar á heimili hans hafi verið brotnar upp. „Í þessari frumrannsókn öryggislögreglunnar hefur verið gripið til fjölda aðgerða, þar á meðal handtöku manns sem rökstuddur grunur liggur á að hafa stundað njósnir. Þetta er auðvitað grunur um alvarlegt, refsivert athæfi. Rannsóknin verður nú að renna sitt skeið og ég get ekki haft áhrif á hana,“ hefur SVT eftir Gunnar Strömmer dómsmálaráðherra. Fram kemur að saksóknarar fari fram á að hinn handtekni verði yfirheyrður um leið og verjandi hefur verið skipaður. Samkvæmt lögmanni hins grunaða segist hann sýkn af öllum sökum og neitar því að hafa gerst uppvís að saknæmu athæfi. Tobias Thyberg var skipaður öryggisráðgjafi sænsku ríkisstjórnarinnar í kjölfar þess að Henrik Landerholm sagði af sér eftir að hafa ítrekað gleymt trúnaðargögnum á glámbekk. Aðeins um hálftíma eftir að tilkynnt hafði verið um ráðningu Tobias fékk ríkisstjórnin sendar ansi klúrar myndir af honum af stefnumótaforritinu Grindr nafnlaust. Seinna sama dag greindi Tobias Thyberg frá því að hann myndi ekki taka við embættinu og var hann gagnrýndur fyrir að hafa ekki látið ríkisstjórnarliða vita af tilvist myndanna. Handtakan sem lýst er hér að ofan átti sér stað þremur dögum eftir að myndirnar af Tobias bárust ríkisstjórninni. Samkvæmt heimildum SVT er tenging málanna á milli. Svíþjóð Erlend sakamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
SVT hefur fjallað um málið en upplýsingafulltrúi sænsku öryggislögreglunnar staðfestir í samtali við miðilinn að einstaklingur hafi verið handtekinn í tengslum við grun um njósnir og að rannsókn standi yfir á málinu. Fleiri upplýsingar vildi Säpo ekki veita. Samkvæmt heimildum sænska ríkisútvarpsins var gerð húsleit heima hjá diplómata sem hefur unnið í utanríkisþjónustunni í mörg ár. Myndir sem miðillinn hafi undir höndum sýni að dyrnar á heimili hans hafi verið brotnar upp. „Í þessari frumrannsókn öryggislögreglunnar hefur verið gripið til fjölda aðgerða, þar á meðal handtöku manns sem rökstuddur grunur liggur á að hafa stundað njósnir. Þetta er auðvitað grunur um alvarlegt, refsivert athæfi. Rannsóknin verður nú að renna sitt skeið og ég get ekki haft áhrif á hana,“ hefur SVT eftir Gunnar Strömmer dómsmálaráðherra. Fram kemur að saksóknarar fari fram á að hinn handtekni verði yfirheyrður um leið og verjandi hefur verið skipaður. Samkvæmt lögmanni hins grunaða segist hann sýkn af öllum sökum og neitar því að hafa gerst uppvís að saknæmu athæfi. Tobias Thyberg var skipaður öryggisráðgjafi sænsku ríkisstjórnarinnar í kjölfar þess að Henrik Landerholm sagði af sér eftir að hafa ítrekað gleymt trúnaðargögnum á glámbekk. Aðeins um hálftíma eftir að tilkynnt hafði verið um ráðningu Tobias fékk ríkisstjórnin sendar ansi klúrar myndir af honum af stefnumótaforritinu Grindr nafnlaust. Seinna sama dag greindi Tobias Thyberg frá því að hann myndi ekki taka við embættinu og var hann gagnrýndur fyrir að hafa ekki látið ríkisstjórnarliða vita af tilvist myndanna. Handtakan sem lýst er hér að ofan átti sér stað þremur dögum eftir að myndirnar af Tobias bárust ríkisstjórninni. Samkvæmt heimildum SVT er tenging málanna á milli.
Svíþjóð Erlend sakamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira