Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 15. maí 2025 07:01 Hvernig er í nýju vinnunni er spurning sem ég fæ mjög reglulega þessa dagana. Ég get sagt mjög margt um nýju vinnuna sem ég er ákaflega stolt af, eins og það hvað hér er mikið af öflugu fólki úr ólíkum áttum, verkefnin eru bæði spennandi og krefjandi og ég fæ að kynnast vel ýmsum krókum og kimum samfélagsins á allt annan hátt en áður en ég byrjaði að vinna sem þingkona. Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja. Það er það hvernig sumir þingmenn sem eru kjörnir á Alþingi til þess að vinna að hag þjóðarinnar finna sig knúna til þess að tefja framgang mála með innihaldslausu rausi í ræðustól Alþingis. Meira að segja í þeim málum sem samhljómur er um að séu mikilvæg eins og mörg þeirra sem hafa verið til umræðu síðustu vikur, síðast í gær um fríverslunarsamning EFTA-ríkjanna við Taíland, svo ekki sé minnst á plasttappamálið svokallaða. Síðan ég byrjaði þá hef ég lært að hefðbundin málsmeðferð þingmála er að þau koma í þingsal í fyrstu umræðu og fara svo í viðeigandi nefndir þar sem þau fá ítarlega umfjöllun þingmanna sem byggir á umsögnum almennings, fyrirtækja og hagsmunaaðila sem oftar en ekki koma einnig og hitta nefndina til þess að ræða um ólíka fleti þingmálanna. Í umfjöllun nefndanna er hægt að kalla eftir frekari gögnum og greiningum og kafa vel ofan í málin. Því næst fara málin í aðra umræðu inn í þingsal og ef þau breytast að einhverju leyti í þeirri umræðu þá fara þau aftur til umfjöllunar hjá viðeigandi nefnd áður en málin fara í þriðju og síðustu umræðu í þingsal. Allt ferlið frá fyrstu umræðu í þingsal til þeirrar þriðju þarf að klárast innan starfsársins, annars þarf að byrja aftur á byrjunarreit á næsta þingi. Nú vill svo til að hér urðu valdaskipti og verkstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefur komið með fjöldann allan af málum sem hafa mest megnis verið í fyrstu umræðu síðustu vikurnar. Þrátt fyrir að allir þingmenn geti haft ótal snertifleti við þessi tilteknu mál í því ferli sem bíður þeirra, þá leika sumir þeirra nú þann leik að mása sig hása í ræðustól Alþingis hver á eftir öðrum með endalausum endurtekningum og útúrdúrum til þess að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin, sem var kjörin af meirihluta þjóðarinnar, geti unnið fyrir land og þjóð og komið málunum áfram. Mikilvægum framfaramálum eins og leiðréttingu veiðigjalda sem þjóðin styður í miklum meirihluta. Ég get ekki annað en velt fyrir mér virðingu þeirra sem leika þennan leik gagnvart tíma fólks sem starfar á Alþingi, því hér eru ekki aðeins þingmenn að störfum fram á kvöld og jafnvel nótt dag eftir dag, heldur mikið af starfsfólki Alþingis. Ég spyr mig hvernig þingmenn sem kjósa að nýta tímann sinn með þessum hætti geti horft framan í fólkið í landinu sem greiðir okkur himinhá laun, og ég hugsa líka hvort þessu sama fólki þætti nýting á tíma starfsfólks, framlegð og árangur ásættanlegur ef hér væri um að ræða fyrirtæki sem þau væru að reka? Hvað finnst þér? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Hvernig er í nýju vinnunni er spurning sem ég fæ mjög reglulega þessa dagana. Ég get sagt mjög margt um nýju vinnuna sem ég er ákaflega stolt af, eins og það hvað hér er mikið af öflugu fólki úr ólíkum áttum, verkefnin eru bæði spennandi og krefjandi og ég fæ að kynnast vel ýmsum krókum og kimum samfélagsins á allt annan hátt en áður en ég byrjaði að vinna sem þingkona. Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja. Það er það hvernig sumir þingmenn sem eru kjörnir á Alþingi til þess að vinna að hag þjóðarinnar finna sig knúna til þess að tefja framgang mála með innihaldslausu rausi í ræðustól Alþingis. Meira að segja í þeim málum sem samhljómur er um að séu mikilvæg eins og mörg þeirra sem hafa verið til umræðu síðustu vikur, síðast í gær um fríverslunarsamning EFTA-ríkjanna við Taíland, svo ekki sé minnst á plasttappamálið svokallaða. Síðan ég byrjaði þá hef ég lært að hefðbundin málsmeðferð þingmála er að þau koma í þingsal í fyrstu umræðu og fara svo í viðeigandi nefndir þar sem þau fá ítarlega umfjöllun þingmanna sem byggir á umsögnum almennings, fyrirtækja og hagsmunaaðila sem oftar en ekki koma einnig og hitta nefndina til þess að ræða um ólíka fleti þingmálanna. Í umfjöllun nefndanna er hægt að kalla eftir frekari gögnum og greiningum og kafa vel ofan í málin. Því næst fara málin í aðra umræðu inn í þingsal og ef þau breytast að einhverju leyti í þeirri umræðu þá fara þau aftur til umfjöllunar hjá viðeigandi nefnd áður en málin fara í þriðju og síðustu umræðu í þingsal. Allt ferlið frá fyrstu umræðu í þingsal til þeirrar þriðju þarf að klárast innan starfsársins, annars þarf að byrja aftur á byrjunarreit á næsta þingi. Nú vill svo til að hér urðu valdaskipti og verkstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefur komið með fjöldann allan af málum sem hafa mest megnis verið í fyrstu umræðu síðustu vikurnar. Þrátt fyrir að allir þingmenn geti haft ótal snertifleti við þessi tilteknu mál í því ferli sem bíður þeirra, þá leika sumir þeirra nú þann leik að mása sig hása í ræðustól Alþingis hver á eftir öðrum með endalausum endurtekningum og útúrdúrum til þess að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin, sem var kjörin af meirihluta þjóðarinnar, geti unnið fyrir land og þjóð og komið málunum áfram. Mikilvægum framfaramálum eins og leiðréttingu veiðigjalda sem þjóðin styður í miklum meirihluta. Ég get ekki annað en velt fyrir mér virðingu þeirra sem leika þennan leik gagnvart tíma fólks sem starfar á Alþingi, því hér eru ekki aðeins þingmenn að störfum fram á kvöld og jafnvel nótt dag eftir dag, heldur mikið af starfsfólki Alþingis. Ég spyr mig hvernig þingmenn sem kjósa að nýta tímann sinn með þessum hætti geti horft framan í fólkið í landinu sem greiðir okkur himinhá laun, og ég hugsa líka hvort þessu sama fólki þætti nýting á tíma starfsfólks, framlegð og árangur ásættanlegur ef hér væri um að ræða fyrirtæki sem þau væru að reka? Hvað finnst þér? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun