Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2025 11:22 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna í Katar í morgun. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í morgun vilja gera Gasaströndina að „frelsissvæði“. Það gæti gerst ef Bandaríkin myndu taka yfir stjórn svæðisins, eins og hann hefur áður talað um. „Ég er með hugmyndir um Gasa sem ég held að séu mjög góðar,“ sagði Trump. „Gerum það að frelsissvæði. Leyfum Bandaríkjunum að koma að þessu og gerum það bara að frelsissvæði.“ Trump bætti við að hann yrði stoltur af því að gera Gasaströndina að frelsissvæði, samkvæmt frétt Washington Post, en hann fór þó ekki út í hvað „frelsissvæði“ er. Trump sagði einnig að hann hefði séð loftmyndir af Gasaströndinni. „Ég meina það er nánast ekki ein bygging standandi þarna. Það er ekki eins og þú sért að reyna að bjarga einhverju.“ Sjá einnig: Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Þetta sagði Trump í Katar, þar sem hann er á ferðalagi um Mið-Austurlönd. Ráðamenn í Katar hafa spilað stóra rullu í því að bera skilaboð milli Ísraela og Hamas en Katarar lýstu yfir mikilli andstöðu við ummæli Trumps um að gera Gasaströndina að „Rivíeru Mið-Austurlanda“, eins og hann lagði til í febrúar. Sjá einnig: Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Trump sagði einnig í Katar í dag að „Gasa-vandamálið“ hefði aldrei verið leyst. Það þyrfti að taka á Hamas. Ráðamenn í Ísrael hafa boðað umfangsmiklar aðgerðir á Gasaströndinni á næstu mánuðum og hefur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, sagt að svæðið verði hernumið sama hvað, hvort sem leiðtogar Hamas muni sleppa gíslum þeirra eða ekki. Hann hefur einnig sagt að íbúar Gasastrandarinnar verði fluttir á brott, til að tryggja öryggi þeirra. Undanfarna daga hafa tugir Palestínumanna fallið í loftárásum Ísraela. Heilbrigðisyfirvöld þar, sem stýrt er af Hamas, segja rúmlega áttatíu hafa fallið í árásum í gærkvöldi og í nótt. Svipað var upp á teningnum í fyrrinótt. Donald Trump Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Mannréttindi Tengdar fréttir Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Yfirsaksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag kemst ekki inn í tölvupóstinn sinn og bankareikningar hans hafa verið frystir vegna refsiaðgerða Bandaríkjastjórnar. Félagasamtök hafa hætt að vinna með dómstólnum og starfsmenn hans eiga yfir höfði sér handtöku ef þeir ferðast til Bandaríkjanna. 15. maí 2025 09:06 Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Loftárásir ísraelska hersins á Gasa svæðið héldu áfram í nótt og samkvæmt heilabrigðisyfirvöldum á svæðinu, sem lýtur enn stjórn Hamas samtakanna létu að minnsta kosti fjörutíu lífið í árásum næturinnar. 15. maí 2025 06:57 Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Tugir eru sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Ísraela í norðurhluta Gasastrandarinnar í gærkvöldi og í nótt. Forsvarsmenn indónesíska sjúkrahússins segja að minnsta kosti 22 börn og fimmtán konur meðal þeirra sem dóu. 14. maí 2025 11:36 Láta bandarískan gísl lausan Hamasliðar tilkynntu í dag að þeir hygðust leysa Bandaríkjamanninn Edan Alexander úr haldi. Hann er síðasti eftirlifandi gíslinn í þeirra haldi með bandarískt ríkisfang en hann er búinn að vera í gíslingu á Gasaströndinni frá sjöunda október 2023. 11. maí 2025 23:55 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
„Ég er með hugmyndir um Gasa sem ég held að séu mjög góðar,“ sagði Trump. „Gerum það að frelsissvæði. Leyfum Bandaríkjunum að koma að þessu og gerum það bara að frelsissvæði.“ Trump bætti við að hann yrði stoltur af því að gera Gasaströndina að frelsissvæði, samkvæmt frétt Washington Post, en hann fór þó ekki út í hvað „frelsissvæði“ er. Trump sagði einnig að hann hefði séð loftmyndir af Gasaströndinni. „Ég meina það er nánast ekki ein bygging standandi þarna. Það er ekki eins og þú sért að reyna að bjarga einhverju.“ Sjá einnig: Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Þetta sagði Trump í Katar, þar sem hann er á ferðalagi um Mið-Austurlönd. Ráðamenn í Katar hafa spilað stóra rullu í því að bera skilaboð milli Ísraela og Hamas en Katarar lýstu yfir mikilli andstöðu við ummæli Trumps um að gera Gasaströndina að „Rivíeru Mið-Austurlanda“, eins og hann lagði til í febrúar. Sjá einnig: Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Trump sagði einnig í Katar í dag að „Gasa-vandamálið“ hefði aldrei verið leyst. Það þyrfti að taka á Hamas. Ráðamenn í Ísrael hafa boðað umfangsmiklar aðgerðir á Gasaströndinni á næstu mánuðum og hefur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, sagt að svæðið verði hernumið sama hvað, hvort sem leiðtogar Hamas muni sleppa gíslum þeirra eða ekki. Hann hefur einnig sagt að íbúar Gasastrandarinnar verði fluttir á brott, til að tryggja öryggi þeirra. Undanfarna daga hafa tugir Palestínumanna fallið í loftárásum Ísraela. Heilbrigðisyfirvöld þar, sem stýrt er af Hamas, segja rúmlega áttatíu hafa fallið í árásum í gærkvöldi og í nótt. Svipað var upp á teningnum í fyrrinótt.
Donald Trump Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Mannréttindi Tengdar fréttir Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Yfirsaksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag kemst ekki inn í tölvupóstinn sinn og bankareikningar hans hafa verið frystir vegna refsiaðgerða Bandaríkjastjórnar. Félagasamtök hafa hætt að vinna með dómstólnum og starfsmenn hans eiga yfir höfði sér handtöku ef þeir ferðast til Bandaríkjanna. 15. maí 2025 09:06 Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Loftárásir ísraelska hersins á Gasa svæðið héldu áfram í nótt og samkvæmt heilabrigðisyfirvöldum á svæðinu, sem lýtur enn stjórn Hamas samtakanna létu að minnsta kosti fjörutíu lífið í árásum næturinnar. 15. maí 2025 06:57 Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Tugir eru sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Ísraela í norðurhluta Gasastrandarinnar í gærkvöldi og í nótt. Forsvarsmenn indónesíska sjúkrahússins segja að minnsta kosti 22 börn og fimmtán konur meðal þeirra sem dóu. 14. maí 2025 11:36 Láta bandarískan gísl lausan Hamasliðar tilkynntu í dag að þeir hygðust leysa Bandaríkjamanninn Edan Alexander úr haldi. Hann er síðasti eftirlifandi gíslinn í þeirra haldi með bandarískt ríkisfang en hann er búinn að vera í gíslingu á Gasaströndinni frá sjöunda október 2023. 11. maí 2025 23:55 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Yfirsaksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag kemst ekki inn í tölvupóstinn sinn og bankareikningar hans hafa verið frystir vegna refsiaðgerða Bandaríkjastjórnar. Félagasamtök hafa hætt að vinna með dómstólnum og starfsmenn hans eiga yfir höfði sér handtöku ef þeir ferðast til Bandaríkjanna. 15. maí 2025 09:06
Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Loftárásir ísraelska hersins á Gasa svæðið héldu áfram í nótt og samkvæmt heilabrigðisyfirvöldum á svæðinu, sem lýtur enn stjórn Hamas samtakanna létu að minnsta kosti fjörutíu lífið í árásum næturinnar. 15. maí 2025 06:57
Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Tugir eru sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Ísraela í norðurhluta Gasastrandarinnar í gærkvöldi og í nótt. Forsvarsmenn indónesíska sjúkrahússins segja að minnsta kosti 22 börn og fimmtán konur meðal þeirra sem dóu. 14. maí 2025 11:36
Láta bandarískan gísl lausan Hamasliðar tilkynntu í dag að þeir hygðust leysa Bandaríkjamanninn Edan Alexander úr haldi. Hann er síðasti eftirlifandi gíslinn í þeirra haldi með bandarískt ríkisfang en hann er búinn að vera í gíslingu á Gasaströndinni frá sjöunda október 2023. 11. maí 2025 23:55