Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Jón Þór Stefánsson skrifar 18. maí 2025 10:34 Gísli Gunnarsson, Guðrún Karls Helgudóttir og Kristján Björnsson eru biskupar Íslands. „Sama hve máttlaus við kunnum að upplifa okkur gagnvart atburðum utan landsteina Íslands megum við aldrei sætta okkur við að ofbeldi, hvar sem er í heiminum, sé á einhvern hátt ásættanlegt eða eðlilegur hluti af tilveru okkar. Slík uppgjöf fer gegn öllu því sem kristin trú stendur fyrir,“ segir í yfirlýsingu frá Biskupafundi. Þar taka Biskupar Þjóðkirkjunnar, þau Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands, Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti, og Gísli Gunnarsson, vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal, undir yfirlýsingu forsætisráðherra og annarra þjóðarleiðtoga um að koma þurfi í veg fyrir frekari hörmungar á Gasa. „Við skorum á ríkisstjórn Íslands og Alþingi að stíga fast til jarðar þegar kemur að stöðunni á Gaza. Hún er löngu komin út yfir öll mannúðleg mörk.“ Í yfirlýsingunni segir að kristnar kirkjur geti ekki staðið hjá og þagað yfir ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. „Allar manneskjur eru skapaðar í Guðs mynd og hver einasta manneskja er jafn dýrmæt. Frá 7. október 2023 hafa tugir þúsunda látið lífið í þýðingarlausum stríðsátökum. Neyðaraðstoð hefur verið haldið frá íbúum Gaza síðan í janúar. Manngerð hungursneyð geisar og saklaust fólk lætur lífið hvern dag. Kristnar kirkjur geta ekki staðið hjá og þagað og það gera biskupar Þjóðkirkjunnar ekki heldur,“ segir í yfirlýsingunni. „Á tímum sem þessum upplifum við okkur gjarnan áhrifalaus en það sem við getum öll gert er að láta náunga okkar varða hver sem hann er og hvar sem hann er í heiminum og þegja ekki þegar okkur er misboðið. Við getum beðið fyrir sáttargjörð og friði. Við getum haft áhrif með því að styðja hjálparstarf með einum eða öðrum hætti. Við getum minnt á, hvar sem við erum stödd hverju sinni, að ofbeldið sem geisar nú fyrir botni Miðjarðarhafs getur aldrei leitt þessi átakamál til lykta– heldur er ofbeldið sjálft vandamálið.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Þar taka Biskupar Þjóðkirkjunnar, þau Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands, Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti, og Gísli Gunnarsson, vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal, undir yfirlýsingu forsætisráðherra og annarra þjóðarleiðtoga um að koma þurfi í veg fyrir frekari hörmungar á Gasa. „Við skorum á ríkisstjórn Íslands og Alþingi að stíga fast til jarðar þegar kemur að stöðunni á Gaza. Hún er löngu komin út yfir öll mannúðleg mörk.“ Í yfirlýsingunni segir að kristnar kirkjur geti ekki staðið hjá og þagað yfir ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. „Allar manneskjur eru skapaðar í Guðs mynd og hver einasta manneskja er jafn dýrmæt. Frá 7. október 2023 hafa tugir þúsunda látið lífið í þýðingarlausum stríðsátökum. Neyðaraðstoð hefur verið haldið frá íbúum Gaza síðan í janúar. Manngerð hungursneyð geisar og saklaust fólk lætur lífið hvern dag. Kristnar kirkjur geta ekki staðið hjá og þagað og það gera biskupar Þjóðkirkjunnar ekki heldur,“ segir í yfirlýsingunni. „Á tímum sem þessum upplifum við okkur gjarnan áhrifalaus en það sem við getum öll gert er að láta náunga okkar varða hver sem hann er og hvar sem hann er í heiminum og þegja ekki þegar okkur er misboðið. Við getum beðið fyrir sáttargjörð og friði. Við getum haft áhrif með því að styðja hjálparstarf með einum eða öðrum hætti. Við getum minnt á, hvar sem við erum stödd hverju sinni, að ofbeldið sem geisar nú fyrir botni Miðjarðarhafs getur aldrei leitt þessi átakamál til lykta– heldur er ofbeldið sjálft vandamálið.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira