Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Atli Ísleifsson skrifar 19. maí 2025 07:33 Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech, hringdi bjöllunni í sænsku kauphöllinni í morgun. Alvotech Viðskipti með hluti í Alvotech hefjast í dag á Nasdaq markaðnum í Stokkhólmi í Svíþjóð. Bréf í félaginu verða þar með skráð samhliða á þremur aðalmörkuðum - Nasdaq í Bandaríkjunum, Nasdaq á Íslandi og Nasdaq í Stokkhólmi. Í tilkynningu frá Alvotech segir að félagið verði skráð undir auðkenninu „ALVO SDB“, en með skráningu í kauphöllinni í Stokkhólmi er ætlað að auka sýnileika félagsins hjá markaðsaðilum í Skandinavíu og Evrópu, auka viðskipti með hluti í félaginu og breikka hluthafahópinn. Haft er eftir Róberti Wessman, stjórnarformanni og forstjóra Alvotech, að litið sé á skráninguna í Stokkhólmi sem þjónustu við núverandi hluthafa eða þá sem hyggjast fjárfesta í félaginu. Hún muni stuðla að auknum viðskiptum með bréf í félaginu. „Hlutabréfamarkaðurinn í Stokkhólmi er einn sá stærsti í Evrópu, sérstaklega í viðskiptum með bréf fyrirtækja í heilbrigðisgeiranum. Skráning Alvotech á Nasdaq í Stokkhólmi mun stuðla að því að breiðari hópur markaðsaðila í Skandinavíu og Evrópu sem fjárfesta í líftækni- og lyfjafyrirtækjum kynnist Alvotech og geti fjárfest í félaginu. Viðbrögð markaðsaðila sem við höfum fundað með að undanförnu og umframeftirspurn í útboðinu sem lauk í síðustu viku, bendir til mikils áhuga,“ er haft eftir Róberti. Náði einungis til fjárfesta í Svíþjóð Fram kemur að útboði í tengslum við skráningu félagsins á markaðinn í Stokkhólmi, sem hafi aðeins náð til fjárfesta í Svíþjóð, hafi lokið síðasta föstudag. „Mikill áhugi var meðal almennra fjárfesta á að eignast hluti í Alvotech og eftirspurn margföld á við framboð. Alls fengu meira en 3.000 nýir hluthafar afhent sænsk heimildarskírteini (SDR), sem eru ígildi hlutabréfa í Alvotech. Í boði voru 441.600 SDR. Gengi í útboðinu var 1.167,8 krónur (87,51 sænskar), sem jafngildir 90% af vegnu meðalverði hluta í Alvotech á útboðstímabilinu, 9.-16. maí sl. Alvotech býður hluthöfum sem áttu bréf í félaginu við skráninguna í Stokkhólmi að breyta hlutabréfum sínum í SDR og mun standa straum af þóknunum vegna þessarar yfirfærslu til Euroclear verðbréfamiðstöðvarinnar í Svíþjóð og DNB Bank ASA í Svíþjóð, sem sér um útgáfu heimildarskírteinanna. Tilboðið gildir aðeins fyrir núverandi hluthafa í tólf mánuði frá skráningunni Stokkhólmi. Hluthafar þurfa þó að standa skil á öðrum þjónustugjöldum, sem gætu verið innheimt af vörsluaðila, miðlara eða viðskiptabanka. Hlutabréf Alvotech voru tekin til viðskipta á First North Growth markaðnum á Íslandi árið 2022 og svo á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi síðar sama ár. Nú er félagið skráð á markað í þremur löndum, en Róbert Wessmann er stofnandi og stjórnarformaður félagsins.Vísir/Vilhelm Um Alvotech Alvotech, stofnað af Róberti Wessman, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur meðal annars að þróun líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu, Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum,“ segir í tilkynningunni. Alvotech Kauphöllin Svíþjóð Líftækni Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Í tilkynningu frá Alvotech segir að félagið verði skráð undir auðkenninu „ALVO SDB“, en með skráningu í kauphöllinni í Stokkhólmi er ætlað að auka sýnileika félagsins hjá markaðsaðilum í Skandinavíu og Evrópu, auka viðskipti með hluti í félaginu og breikka hluthafahópinn. Haft er eftir Róberti Wessman, stjórnarformanni og forstjóra Alvotech, að litið sé á skráninguna í Stokkhólmi sem þjónustu við núverandi hluthafa eða þá sem hyggjast fjárfesta í félaginu. Hún muni stuðla að auknum viðskiptum með bréf í félaginu. „Hlutabréfamarkaðurinn í Stokkhólmi er einn sá stærsti í Evrópu, sérstaklega í viðskiptum með bréf fyrirtækja í heilbrigðisgeiranum. Skráning Alvotech á Nasdaq í Stokkhólmi mun stuðla að því að breiðari hópur markaðsaðila í Skandinavíu og Evrópu sem fjárfesta í líftækni- og lyfjafyrirtækjum kynnist Alvotech og geti fjárfest í félaginu. Viðbrögð markaðsaðila sem við höfum fundað með að undanförnu og umframeftirspurn í útboðinu sem lauk í síðustu viku, bendir til mikils áhuga,“ er haft eftir Róberti. Náði einungis til fjárfesta í Svíþjóð Fram kemur að útboði í tengslum við skráningu félagsins á markaðinn í Stokkhólmi, sem hafi aðeins náð til fjárfesta í Svíþjóð, hafi lokið síðasta föstudag. „Mikill áhugi var meðal almennra fjárfesta á að eignast hluti í Alvotech og eftirspurn margföld á við framboð. Alls fengu meira en 3.000 nýir hluthafar afhent sænsk heimildarskírteini (SDR), sem eru ígildi hlutabréfa í Alvotech. Í boði voru 441.600 SDR. Gengi í útboðinu var 1.167,8 krónur (87,51 sænskar), sem jafngildir 90% af vegnu meðalverði hluta í Alvotech á útboðstímabilinu, 9.-16. maí sl. Alvotech býður hluthöfum sem áttu bréf í félaginu við skráninguna í Stokkhólmi að breyta hlutabréfum sínum í SDR og mun standa straum af þóknunum vegna þessarar yfirfærslu til Euroclear verðbréfamiðstöðvarinnar í Svíþjóð og DNB Bank ASA í Svíþjóð, sem sér um útgáfu heimildarskírteinanna. Tilboðið gildir aðeins fyrir núverandi hluthafa í tólf mánuði frá skráningunni Stokkhólmi. Hluthafar þurfa þó að standa skil á öðrum þjónustugjöldum, sem gætu verið innheimt af vörsluaðila, miðlara eða viðskiptabanka. Hlutabréf Alvotech voru tekin til viðskipta á First North Growth markaðnum á Íslandi árið 2022 og svo á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi síðar sama ár. Nú er félagið skráð á markað í þremur löndum, en Róbert Wessmann er stofnandi og stjórnarformaður félagsins.Vísir/Vilhelm Um Alvotech Alvotech, stofnað af Róberti Wessman, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur meðal annars að þróun líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu, Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum,“ segir í tilkynningunni.
Alvotech Kauphöllin Svíþjóð Líftækni Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira