Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2025 11:48 Robert Shwartzman fagnar ráspólnum með Prema-liðinu á Indianapolis-brautinni í gær. AP/Michael Conroy Ísraelsk-rússneski ökuþórinn og nýliðinn Robert Shwartzman kom öllum að óvörum þegar hann náði ráspól fyrir Indianapolis 500-kappaksturinn í tímatökum í gær. Þetta er jafnframt í fyrsta skiptið sem Prema-lið hans tekur þátt í þessum stærsta kappakstri í heimi. Fáir áttu von á að Shwartzman og Prema blönduðu sér í baráttuna um ráspólinn jafnvel eftir að hann var á meðal tólf fljótustu ökumannanna af 34 sem komust áfram í annarri umferð tímatakanna í gær. Hann gerði sér þó lítið fyrir og fór hraðast þeirra sex fljótustu sem kepptust um ráspólinn í þriðju og síðustu umferðinni. Meðalhraði Shwartzman yfir fjóra hringi var 374,639 kílómetrar á klukkustund (232,790 mílur á klukkustund). Hann er á sínu fyrsta tímabili í Indycar-mótaröðinni og hafði aldrei áður ekið á sporöskjubraut (e. oval) áður en æfingar hófust á Indianapolis-brautinni í þessum mánuði. Þetta er í fyrsta skipti í 42 ár sem nýliði nær ráspól fyrir Indy 500 og fyrsta skipti í 41 ár frá því að lið nær þeim árangri í frumraun sinni í keppninni. Shwartzman ólst upp hjá Ferrari og stefndi á feril í Formúlu 1. Hann var varaökumaður liðsins frá 2021 þar til í lok síðasta tímabils. Þá söðlaði hann um að gekk til liðs við Prema, annað ítalskt lið, sem hóf þátttöku í Indycar-mótaröðinni í fyrsta skipti í ár. Liðið hefur fram að þessu starfað í Evrópu, þar á meðal í Formúlu 2. Upphaflega keppti Shwartzman undir fána Rússlands en eftir að innrásin í Úkraínu hófst tók hann upp þann ísraelska. Hann verður fyrsti Ísraelinn sem keppir í Indy 500. Sterkasta liðið dæmt úr leik Tímatakan var dramatísk fyrir fleiri sakir. Enginn af þremur bílum Penske-liðsins, eins þess sterkasta í mótaröðinni og í Indianapolis sérstaklega, komst áfram í lokaumferð tímatakanna. Nýsjálendingurinn Scott McLaughlin lenti í hörðum árekstri í æfingum fyrir tímatökurnar og tók ekki þátt í gær en liðsfélagar hans, Josef Newgarden og Will Power voru báðir dæmdir úr leik eftir að keppnisstjórn ákvað að óleyfilegar breytingar hefðu verið gerðar á bílum þeirra rétt áður en tímatökurnar hófust. Newgarden vann keppnina í fyrra og árið á undan. Penske-ökumennirnir þrír ræstu saman úr fyrstu röð í kappakstrinum í fyrra. Þeir ræsa úr 10., 11. og 12. sæti í ár og eru enn taldir þeir sigurstranglegustu. Takuma Sato, japanski fyrrum F1-ökuþórinn, ræsir annar í kappakstrinum og Mexíkóinn Pato O'ward þriðji. Indy 500-kappaksturinn fer fram sunnudaginn 25. maí. Hann er stærsti íþróttaviðburður sem haldinn er yfir einn dag í heimi en búist er við fleiri en þrjú hundruð þúsund manns á keppnisdegi. Akstursíþróttir Bandaríkin Ísrael Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Sjá meira
Fáir áttu von á að Shwartzman og Prema blönduðu sér í baráttuna um ráspólinn jafnvel eftir að hann var á meðal tólf fljótustu ökumannanna af 34 sem komust áfram í annarri umferð tímatakanna í gær. Hann gerði sér þó lítið fyrir og fór hraðast þeirra sex fljótustu sem kepptust um ráspólinn í þriðju og síðustu umferðinni. Meðalhraði Shwartzman yfir fjóra hringi var 374,639 kílómetrar á klukkustund (232,790 mílur á klukkustund). Hann er á sínu fyrsta tímabili í Indycar-mótaröðinni og hafði aldrei áður ekið á sporöskjubraut (e. oval) áður en æfingar hófust á Indianapolis-brautinni í þessum mánuði. Þetta er í fyrsta skipti í 42 ár sem nýliði nær ráspól fyrir Indy 500 og fyrsta skipti í 41 ár frá því að lið nær þeim árangri í frumraun sinni í keppninni. Shwartzman ólst upp hjá Ferrari og stefndi á feril í Formúlu 1. Hann var varaökumaður liðsins frá 2021 þar til í lok síðasta tímabils. Þá söðlaði hann um að gekk til liðs við Prema, annað ítalskt lið, sem hóf þátttöku í Indycar-mótaröðinni í fyrsta skipti í ár. Liðið hefur fram að þessu starfað í Evrópu, þar á meðal í Formúlu 2. Upphaflega keppti Shwartzman undir fána Rússlands en eftir að innrásin í Úkraínu hófst tók hann upp þann ísraelska. Hann verður fyrsti Ísraelinn sem keppir í Indy 500. Sterkasta liðið dæmt úr leik Tímatakan var dramatísk fyrir fleiri sakir. Enginn af þremur bílum Penske-liðsins, eins þess sterkasta í mótaröðinni og í Indianapolis sérstaklega, komst áfram í lokaumferð tímatakanna. Nýsjálendingurinn Scott McLaughlin lenti í hörðum árekstri í æfingum fyrir tímatökurnar og tók ekki þátt í gær en liðsfélagar hans, Josef Newgarden og Will Power voru báðir dæmdir úr leik eftir að keppnisstjórn ákvað að óleyfilegar breytingar hefðu verið gerðar á bílum þeirra rétt áður en tímatökurnar hófust. Newgarden vann keppnina í fyrra og árið á undan. Penske-ökumennirnir þrír ræstu saman úr fyrstu röð í kappakstrinum í fyrra. Þeir ræsa úr 10., 11. og 12. sæti í ár og eru enn taldir þeir sigurstranglegustu. Takuma Sato, japanski fyrrum F1-ökuþórinn, ræsir annar í kappakstrinum og Mexíkóinn Pato O'ward þriðji. Indy 500-kappaksturinn fer fram sunnudaginn 25. maí. Hann er stærsti íþróttaviðburður sem haldinn er yfir einn dag í heimi en búist er við fleiri en þrjú hundruð þúsund manns á keppnisdegi.
Akstursíþróttir Bandaríkin Ísrael Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Sjá meira