Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Jakob Bjarnar skrifar 19. maí 2025 14:47 Baldur í Leyni er sannfærður um að hnúfubakurinn hafi verið að fagna því að horfið var frá því að setja vítissóta í Hvalfjörðinn. Eyjólfur Matthíasson Þeir félagar, frændur og nágrannar, Baldur Ketilsson kerfisstjóri hjá Vegagerðinni og Eyjólfur Matthíasson ljósmyndari náðu einstöku myndefni af hnúfubak sem var að leika listir sínar rétt við land í Hvalfirðinum. „Þetta hefur verið mikið sjónarspil síðustu daga en ég hef ekki séð þá stökkva svona rosalega. Hann er mikið að berja hafflötinn, sem hljómaði eins og skot úr haglabyssu,“ segir Baldur í samtali við blaðamann Vísis. Hann segir „helvítis læti í þessu“. Þeir Baldur og Eyjólfur segjast aldrei hafa séð önnur eins læti í hnúfubaknum.Eyjólfur Matthíasson Hann segist hafa fengið frænda sinn, sem býr við hliðina á sér á næsta bæ, til að koma og taka myndir af þessu. Baldur Ketilsson er ánægður með dýralífið í Hvalfirði.aðsend „Við erum á því að hann hafi verið að fagna því að það verður ekki settur vítissóti í Hvalfjörðinn. Við erum ekki hrifin af því,“ segir Baldur hlæjandi. En hann býr nánast við fjöruborðið í Hvalfirðinum sem er auðvitað perla í nágrenni Reykjavíkur. „Baldur í Leyni. En hann hefur örugglega verið í æti. Þorskurinn kemur gengur inn í fjörðinn, hann hrygnir þarna.“ Baldur segist hafa alist upp í Hvalfirðinum en þaðan eru afi hans og mamma. „Svo byggðum við okkur hús í fjöruborðinu sem heitir Leynir.“ Baldur segir mikið dýralíf í Hvalfirðinum, hann sér súluna steypa sér í ætið, haförn er með laup í næsta nágrenni og æðarvarp er nokkuð sem hann reynir að vernda. „Það er dýrðlegt að fylgjast með og hjálpa til við að koma á fót æðavarpi. Þar er ég að koma á fót Þingeyingi, sem er fuglahræða sem gerir ekkert annað en snúast í kringum sjálfan sig. Til að halda bjöllunni frá. Hún er skæð. Allt er þetta baráttan um brauðið.“ Þeir frændur segja að það hafi verið ótúleg læti í hnúfbaknum og gera fastlega ráð fyrir því að hann hafi verið að smala æti.Eyjólfur Matthíasson Eyjólfur segist hafa verið að ganga til náða þegar Baldur hringdi og dreif hann út til að taka myndir af hnúfubaknum. „Ég hef aldrei séð þetta áður. Ekki svona stökkvandi. Ég brunaði niður í fjöru til að mynda hann.“ Eyjólfur segist ekki sérfróður um hvalahegðun. „Er hann ekki bara að smala æti? Hann lamdi uggunum trekk í trekk og svo stökk hann. Og svo komu mávarnir þegar hann var horfinn.“ Dýr Hvalfjarðarsveit Hvalir Kjósarhreppur Tengdar fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað „Ráðuneytið lauk afgreiðslu umsóknar Rastar um rannsóknarleyfi fyrir helgi og var félaginu tilkynnt með bréfi sl. föstudag að umsókn félagsins um rannsóknarleyfi hefði verið hafnað.“ 13. maí 2025 10:40 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Sjá meira
„Þetta hefur verið mikið sjónarspil síðustu daga en ég hef ekki séð þá stökkva svona rosalega. Hann er mikið að berja hafflötinn, sem hljómaði eins og skot úr haglabyssu,“ segir Baldur í samtali við blaðamann Vísis. Hann segir „helvítis læti í þessu“. Þeir Baldur og Eyjólfur segjast aldrei hafa séð önnur eins læti í hnúfubaknum.Eyjólfur Matthíasson Hann segist hafa fengið frænda sinn, sem býr við hliðina á sér á næsta bæ, til að koma og taka myndir af þessu. Baldur Ketilsson er ánægður með dýralífið í Hvalfirði.aðsend „Við erum á því að hann hafi verið að fagna því að það verður ekki settur vítissóti í Hvalfjörðinn. Við erum ekki hrifin af því,“ segir Baldur hlæjandi. En hann býr nánast við fjöruborðið í Hvalfirðinum sem er auðvitað perla í nágrenni Reykjavíkur. „Baldur í Leyni. En hann hefur örugglega verið í æti. Þorskurinn kemur gengur inn í fjörðinn, hann hrygnir þarna.“ Baldur segist hafa alist upp í Hvalfirðinum en þaðan eru afi hans og mamma. „Svo byggðum við okkur hús í fjöruborðinu sem heitir Leynir.“ Baldur segir mikið dýralíf í Hvalfirðinum, hann sér súluna steypa sér í ætið, haförn er með laup í næsta nágrenni og æðarvarp er nokkuð sem hann reynir að vernda. „Það er dýrðlegt að fylgjast með og hjálpa til við að koma á fót æðavarpi. Þar er ég að koma á fót Þingeyingi, sem er fuglahræða sem gerir ekkert annað en snúast í kringum sjálfan sig. Til að halda bjöllunni frá. Hún er skæð. Allt er þetta baráttan um brauðið.“ Þeir frændur segja að það hafi verið ótúleg læti í hnúfbaknum og gera fastlega ráð fyrir því að hann hafi verið að smala æti.Eyjólfur Matthíasson Eyjólfur segist hafa verið að ganga til náða þegar Baldur hringdi og dreif hann út til að taka myndir af hnúfubaknum. „Ég hef aldrei séð þetta áður. Ekki svona stökkvandi. Ég brunaði niður í fjöru til að mynda hann.“ Eyjólfur segist ekki sérfróður um hvalahegðun. „Er hann ekki bara að smala æti? Hann lamdi uggunum trekk í trekk og svo stökk hann. Og svo komu mávarnir þegar hann var horfinn.“
Dýr Hvalfjarðarsveit Hvalir Kjósarhreppur Tengdar fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað „Ráðuneytið lauk afgreiðslu umsóknar Rastar um rannsóknarleyfi fyrir helgi og var félaginu tilkynnt með bréfi sl. föstudag að umsókn félagsins um rannsóknarleyfi hefði verið hafnað.“ 13. maí 2025 10:40 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Sjá meira
Rannsóknarleyfi Rastar hafnað „Ráðuneytið lauk afgreiðslu umsóknar Rastar um rannsóknarleyfi fyrir helgi og var félaginu tilkynnt með bréfi sl. föstudag að umsókn félagsins um rannsóknarleyfi hefði verið hafnað.“ 13. maí 2025 10:40