Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 20. maí 2025 08:01 Við þingmenn setjum ekki bara lög og rífumst í spjallþáttum. Við gegnum líka mjög mikilvægu eftirlitshlutverki með stjórnvöldum. Það gerum við m.a. með því að leggja fram fyrirspurnir til ráðherra á Alþingi. Þessu eftirlitshlutverki tek ég alvarlega og legg reglulega fram fyrirspurnir bæði til skriflegs og munnlegs svars. Konur lækkaðar í tign Í vikunni fór fram umræða í þinginu um fyrirspurn sem ég lagði fram öðru sinni um atvinnuréttindi kvenna að loknu fæðingarorlofi. Fyrirspurnin var fyrst lögð fram til þáverandi félagsmálaráðherra í kjölfar þess að ung kona steig fram og greindi frá því að henni hefði verið boðin lægri staða og lægri laun hjá opinberri stofnun eftir að hún sneri aftur til vinnu úr fæðingarorlofi. Ég þykist vita að þetta sé ekki einsdæmi, hafandi heyrt svipaðar sögur áður. Rétt eins og ég þekki fjölmörg dæmi þess að konur séu spurðar út í barnseignir og fjölskylduplön í atvinnuviðtölum. Þessi framganga endurspeglar auðvitað ömurlegt viðhorf til kvenna á vinnumarkaði, en er auk þess auðvitað ólögmæt. Í þinginu kallaði ég eftir að við öxluðum ábyrgð á því að konur mæti fornfálegum viðhorfum á vinnumarkaði. Bæði við stjórnmálamenn, en ekki síður atvinnurekendur – bæði á einkamarkaði og hinum opinbera. Óásættanleg þjónusta við konur í heilbrigðiskerfinu Nýlega lagði ég síðan fram enn eina fyrirspurnina um sjúkdóminn endómetríósu (endó í daglegu tali), sjúkdóm sem talið er hrjá allt að 10% kvenna. Í tíð síðasta heilbrigðisráðherra var þjónusta við sjúklinga með endó bætt umtalsvert, en nú eru blikur á lofti. Þar sem ég hef fylgst með framgöngu núverandi heilbrigðisráðherra Ölmu Möller og viðhorfi hennar til einkaframtaksins, hef ég af því áhyggjur að nú standi til að draga úr þjónustu við sjúklinga með endó. Óafturkræfur skaði Fyrirspurn mín snýr því m.a. að því hver sé staðan á bið eftir þjónustu endó-teymisins á Landspítalanum, hver sé biðtíminn þar eftir endó-aðgerðum og um útvistun aðgerða á endó-sjúklingum til einkaaðila. Við sem höfum liðsinnt Endósamtökunum við þrotlausa baráttu þeirra vitum að sjúklingar með endó líða bæði líkamlegar og andlegar kvalir af völdum sjúkdómsins og í einhverjum tilvikum verður skaðinn orðinn óafturkræfur þegar loks er úr bætt. Þar sem erfitt getur verið að greina sjúkdóminn er greiningartími oft fleiri ár. Það er því ekki bætandi á kvalir þessa stóra hóps kvenna og ég mun fylgjast vel með þróun málsins á Alþingi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Sjá meira
Við þingmenn setjum ekki bara lög og rífumst í spjallþáttum. Við gegnum líka mjög mikilvægu eftirlitshlutverki með stjórnvöldum. Það gerum við m.a. með því að leggja fram fyrirspurnir til ráðherra á Alþingi. Þessu eftirlitshlutverki tek ég alvarlega og legg reglulega fram fyrirspurnir bæði til skriflegs og munnlegs svars. Konur lækkaðar í tign Í vikunni fór fram umræða í þinginu um fyrirspurn sem ég lagði fram öðru sinni um atvinnuréttindi kvenna að loknu fæðingarorlofi. Fyrirspurnin var fyrst lögð fram til þáverandi félagsmálaráðherra í kjölfar þess að ung kona steig fram og greindi frá því að henni hefði verið boðin lægri staða og lægri laun hjá opinberri stofnun eftir að hún sneri aftur til vinnu úr fæðingarorlofi. Ég þykist vita að þetta sé ekki einsdæmi, hafandi heyrt svipaðar sögur áður. Rétt eins og ég þekki fjölmörg dæmi þess að konur séu spurðar út í barnseignir og fjölskylduplön í atvinnuviðtölum. Þessi framganga endurspeglar auðvitað ömurlegt viðhorf til kvenna á vinnumarkaði, en er auk þess auðvitað ólögmæt. Í þinginu kallaði ég eftir að við öxluðum ábyrgð á því að konur mæti fornfálegum viðhorfum á vinnumarkaði. Bæði við stjórnmálamenn, en ekki síður atvinnurekendur – bæði á einkamarkaði og hinum opinbera. Óásættanleg þjónusta við konur í heilbrigðiskerfinu Nýlega lagði ég síðan fram enn eina fyrirspurnina um sjúkdóminn endómetríósu (endó í daglegu tali), sjúkdóm sem talið er hrjá allt að 10% kvenna. Í tíð síðasta heilbrigðisráðherra var þjónusta við sjúklinga með endó bætt umtalsvert, en nú eru blikur á lofti. Þar sem ég hef fylgst með framgöngu núverandi heilbrigðisráðherra Ölmu Möller og viðhorfi hennar til einkaframtaksins, hef ég af því áhyggjur að nú standi til að draga úr þjónustu við sjúklinga með endó. Óafturkræfur skaði Fyrirspurn mín snýr því m.a. að því hver sé staðan á bið eftir þjónustu endó-teymisins á Landspítalanum, hver sé biðtíminn þar eftir endó-aðgerðum og um útvistun aðgerða á endó-sjúklingum til einkaaðila. Við sem höfum liðsinnt Endósamtökunum við þrotlausa baráttu þeirra vitum að sjúklingar með endó líða bæði líkamlegar og andlegar kvalir af völdum sjúkdómsins og í einhverjum tilvikum verður skaðinn orðinn óafturkræfur þegar loks er úr bætt. Þar sem erfitt getur verið að greina sjúkdóminn er greiningartími oft fleiri ár. Það er því ekki bætandi á kvalir þessa stóra hóps kvenna og ég mun fylgjast vel með þróun málsins á Alþingi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun