Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 20. maí 2025 08:01 Við þingmenn setjum ekki bara lög og rífumst í spjallþáttum. Við gegnum líka mjög mikilvægu eftirlitshlutverki með stjórnvöldum. Það gerum við m.a. með því að leggja fram fyrirspurnir til ráðherra á Alþingi. Þessu eftirlitshlutverki tek ég alvarlega og legg reglulega fram fyrirspurnir bæði til skriflegs og munnlegs svars. Konur lækkaðar í tign Í vikunni fór fram umræða í þinginu um fyrirspurn sem ég lagði fram öðru sinni um atvinnuréttindi kvenna að loknu fæðingarorlofi. Fyrirspurnin var fyrst lögð fram til þáverandi félagsmálaráðherra í kjölfar þess að ung kona steig fram og greindi frá því að henni hefði verið boðin lægri staða og lægri laun hjá opinberri stofnun eftir að hún sneri aftur til vinnu úr fæðingarorlofi. Ég þykist vita að þetta sé ekki einsdæmi, hafandi heyrt svipaðar sögur áður. Rétt eins og ég þekki fjölmörg dæmi þess að konur séu spurðar út í barnseignir og fjölskylduplön í atvinnuviðtölum. Þessi framganga endurspeglar auðvitað ömurlegt viðhorf til kvenna á vinnumarkaði, en er auk þess auðvitað ólögmæt. Í þinginu kallaði ég eftir að við öxluðum ábyrgð á því að konur mæti fornfálegum viðhorfum á vinnumarkaði. Bæði við stjórnmálamenn, en ekki síður atvinnurekendur – bæði á einkamarkaði og hinum opinbera. Óásættanleg þjónusta við konur í heilbrigðiskerfinu Nýlega lagði ég síðan fram enn eina fyrirspurnina um sjúkdóminn endómetríósu (endó í daglegu tali), sjúkdóm sem talið er hrjá allt að 10% kvenna. Í tíð síðasta heilbrigðisráðherra var þjónusta við sjúklinga með endó bætt umtalsvert, en nú eru blikur á lofti. Þar sem ég hef fylgst með framgöngu núverandi heilbrigðisráðherra Ölmu Möller og viðhorfi hennar til einkaframtaksins, hef ég af því áhyggjur að nú standi til að draga úr þjónustu við sjúklinga með endó. Óafturkræfur skaði Fyrirspurn mín snýr því m.a. að því hver sé staðan á bið eftir þjónustu endó-teymisins á Landspítalanum, hver sé biðtíminn þar eftir endó-aðgerðum og um útvistun aðgerða á endó-sjúklingum til einkaaðila. Við sem höfum liðsinnt Endósamtökunum við þrotlausa baráttu þeirra vitum að sjúklingar með endó líða bæði líkamlegar og andlegar kvalir af völdum sjúkdómsins og í einhverjum tilvikum verður skaðinn orðinn óafturkræfur þegar loks er úr bætt. Þar sem erfitt getur verið að greina sjúkdóminn er greiningartími oft fleiri ár. Það er því ekki bætandi á kvalir þessa stóra hóps kvenna og ég mun fylgjast vel með þróun málsins á Alþingi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Við þingmenn setjum ekki bara lög og rífumst í spjallþáttum. Við gegnum líka mjög mikilvægu eftirlitshlutverki með stjórnvöldum. Það gerum við m.a. með því að leggja fram fyrirspurnir til ráðherra á Alþingi. Þessu eftirlitshlutverki tek ég alvarlega og legg reglulega fram fyrirspurnir bæði til skriflegs og munnlegs svars. Konur lækkaðar í tign Í vikunni fór fram umræða í þinginu um fyrirspurn sem ég lagði fram öðru sinni um atvinnuréttindi kvenna að loknu fæðingarorlofi. Fyrirspurnin var fyrst lögð fram til þáverandi félagsmálaráðherra í kjölfar þess að ung kona steig fram og greindi frá því að henni hefði verið boðin lægri staða og lægri laun hjá opinberri stofnun eftir að hún sneri aftur til vinnu úr fæðingarorlofi. Ég þykist vita að þetta sé ekki einsdæmi, hafandi heyrt svipaðar sögur áður. Rétt eins og ég þekki fjölmörg dæmi þess að konur séu spurðar út í barnseignir og fjölskylduplön í atvinnuviðtölum. Þessi framganga endurspeglar auðvitað ömurlegt viðhorf til kvenna á vinnumarkaði, en er auk þess auðvitað ólögmæt. Í þinginu kallaði ég eftir að við öxluðum ábyrgð á því að konur mæti fornfálegum viðhorfum á vinnumarkaði. Bæði við stjórnmálamenn, en ekki síður atvinnurekendur – bæði á einkamarkaði og hinum opinbera. Óásættanleg þjónusta við konur í heilbrigðiskerfinu Nýlega lagði ég síðan fram enn eina fyrirspurnina um sjúkdóminn endómetríósu (endó í daglegu tali), sjúkdóm sem talið er hrjá allt að 10% kvenna. Í tíð síðasta heilbrigðisráðherra var þjónusta við sjúklinga með endó bætt umtalsvert, en nú eru blikur á lofti. Þar sem ég hef fylgst með framgöngu núverandi heilbrigðisráðherra Ölmu Möller og viðhorfi hennar til einkaframtaksins, hef ég af því áhyggjur að nú standi til að draga úr þjónustu við sjúklinga með endó. Óafturkræfur skaði Fyrirspurn mín snýr því m.a. að því hver sé staðan á bið eftir þjónustu endó-teymisins á Landspítalanum, hver sé biðtíminn þar eftir endó-aðgerðum og um útvistun aðgerða á endó-sjúklingum til einkaaðila. Við sem höfum liðsinnt Endósamtökunum við þrotlausa baráttu þeirra vitum að sjúklingar með endó líða bæði líkamlegar og andlegar kvalir af völdum sjúkdómsins og í einhverjum tilvikum verður skaðinn orðinn óafturkræfur þegar loks er úr bætt. Þar sem erfitt getur verið að greina sjúkdóminn er greiningartími oft fleiri ár. Það er því ekki bætandi á kvalir þessa stóra hóps kvenna og ég mun fylgjast vel með þróun málsins á Alþingi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun