Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar 21. maí 2025 10:01 Ætlar virkilega enginn að svara uppspuna og rangfærslum Harðar Torfasonar um réttindabaráttu samkynhneigðra? Þannig hafa menn spurt mig árum saman. Þegar bersýnilega röng frásögn hans er kynnt sem hin raunverulega saga og honum veitt „Heiðursmerki Samtakanna 78“ er skylt að bregðast við. Þannig þakka Samtökin 78 nýtilkominn stuðning hans við hinsegin stefnu og söguskoðun og staðfesta og stimpla frásögn hans sem er dramatísk og færi vel á leiksviði en á lítið skylt við raunveruleikann. Í áratugi hefur Hörður stagast á sömu sögunni í viðtölum og færslum og segir alltaf sína persónulegu sögu og gerir hana að sögu réttindabaráttu samkynhneigðra. Söguna byggir hann á tvennu: í fyrsta lagi á viðtali í Samúel sumarið 1975, þar sem hann sagði fyrstur Íslendinga í blaði að hann væri hommi og fluttist svo úr landi, en staðhæfir þó að þá hafi hann „hafið opinberlega baráttu fyrir réttindum okkar samkynhneigðra á Íslandi. (1)“ Í öðru lagi byggir hann sögu sína á stofnfundi Samtakanna 78 með fundarmönnum úr Iceland Hospitality, félagi sem þegar var til. Hörður hafði þá komið til Íslands að leikstýra, tók að sér að skipuleggja fundinn og fór síðan aftur heim til sín í Danmörku og fluttist ekki til Íslands fyrr en þrettán árum seinna, árið 1991. Þetta tvennt, sem er góðra gjalda vert en telst varla mikið miðað við það sem margir aðrir lögðu af mörkum, hefur hann í hálfa öld blásið út sem upphaf og hornstein réttindabaráttunnar þar sem hann hafi alla tíð staðið í stafni og verið í aðalhlutverki. Hann fullyrðir að hann hafi verið „eini maðurinn á Íslandi sem gekkst við kynhneigð sinni, (2)“ hann einn hafi stofnað Samtökin 78 sem hafi „orðið til vegna þrotlausrar vinnu, (3)“ hans. Hann hefur líka fullyrt: „enginn einstaklingur hefur unnið kauplaust jafnlengi og ötullega að réttindabaráttu (4“) og hann hafi „verið sá eini sem þorði að leggja til atlögu við alla þá bælingu og það myrkur, hatur og kúgun, sem ríkti í íslensku samfélagi. Einn gegn öllum. (5)“ Óhrekjanleg staðreynd er þó að Hörður Torfason bjó í Danmörku frá 1975 og allan níunda áratuginn meðan baráttan hófst hér heima, náði flugi og bar árangur. Þegar hann kom heim var erfiðasti hjallinn að baki. Hörður tók engan þátt í baráttunni, var ekki meðal frumherjanna og hefur aldrei tekið hinn minnsta þátt í starfi Samtakanna 78. Hann hefur aldrei minnst á þá fjölmargu homma sem lögðu á sig ómælt erfiði á þessum árum við að ná hommum saman og efla samstöðu þeirra og sjálfsmynd. Hörður fjallar aldrei um málefni samkynhneigðra eða annað fólk yfirleitt en sí og æ um viðtalið í Samúel fyrir hálfri öld og ofsóknir og þjáningar sem hann einn hafi mátt þola fyrir að vera yfirlýstur hommi. Hvernig sem það var er ljóst að á þeim árum var ekki óalgengt að hommar yrðu fyrir aðkasti, jafnvel barsmíðum, svo Hörður var ekki sá eini sem lenti í því og fjölmargir mun verr. Hins vegar hefur Hörður ekki sparað að hæða, niðurlægja og rægja samferðamenn sína og brautryðjendur í baráttunni og kallað þá „D-hópinn“ sem vildi bara „ djamm, djús og dóp (6)“ og sagt þá ekki hafa hugsað um annað en skemmtanir og kynlíf, en hann einn hafi hugsað um réttindabaráttu og mannréttindi. Hann hefur endalaust upphafið sjálfan sig í fjölmiðlum sem píslarvott, frelsara og hetju og er að eigin sögn „einn gegn öllum, þjóðfrægur listamaður sem missti umsvifalaust allt úr höndunum og varð að flýja land til að halda lífi. (7)“ Það má öllum vera ljóst að andóf gegn félagslegu mistrétti á sér alltaf langa sögu þar sem samfélagsbreytingar og nýjar aðstæður skapa ný viðhorf, nýtt sjónarhorn sem leiðir menn saman og skapar samstöðu. Að stutt viðtal í tímariti breyti gangi sögunnar er ótrúleg einföldun. Engum er illa við Hörð Torfason því hann er þrátt fyrir allt vænsti maður en það verður að gera þá kröfu til fólks og félagasamtaka sem segjast berjast fyrir mannréttindum og hagsmunum samfélagshópa að virða það sem á undan er gengið, reyna að skilja aðstæður í fortíðinni og setja sig í spor þeirra sem hófu baráttuna, virða þá og halda sig eftir bestu getu, í sannleiksást og einlægni, við það sem raunverulega gerðist. Höfundur gekk til liðs við Samtökin 78 á fyrstu árum þeirra. Tilvísanir: 1 . Facebookfærsla Harðar Torfasonar 31.07.23. 2. DV 03.11.2019. Harðar deilur um baráttusögu samkynhneigðra 3. DV 03.11. 2019. Harðar deilur um baráttusögu samkynhneigðra 4. Facebookfærsla Harðar Torfasonar 02.11.2019 5. Facebookfærsla Harðar Torfasonar 14.08.2023 6. Facebookfærsla Harðar Torfasonar 01.10.2019 7. Facebookfærsla Harðar Torfasonsr 14.08.2023 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Hinsegin Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Ætlar virkilega enginn að svara uppspuna og rangfærslum Harðar Torfasonar um réttindabaráttu samkynhneigðra? Þannig hafa menn spurt mig árum saman. Þegar bersýnilega röng frásögn hans er kynnt sem hin raunverulega saga og honum veitt „Heiðursmerki Samtakanna 78“ er skylt að bregðast við. Þannig þakka Samtökin 78 nýtilkominn stuðning hans við hinsegin stefnu og söguskoðun og staðfesta og stimpla frásögn hans sem er dramatísk og færi vel á leiksviði en á lítið skylt við raunveruleikann. Í áratugi hefur Hörður stagast á sömu sögunni í viðtölum og færslum og segir alltaf sína persónulegu sögu og gerir hana að sögu réttindabaráttu samkynhneigðra. Söguna byggir hann á tvennu: í fyrsta lagi á viðtali í Samúel sumarið 1975, þar sem hann sagði fyrstur Íslendinga í blaði að hann væri hommi og fluttist svo úr landi, en staðhæfir þó að þá hafi hann „hafið opinberlega baráttu fyrir réttindum okkar samkynhneigðra á Íslandi. (1)“ Í öðru lagi byggir hann sögu sína á stofnfundi Samtakanna 78 með fundarmönnum úr Iceland Hospitality, félagi sem þegar var til. Hörður hafði þá komið til Íslands að leikstýra, tók að sér að skipuleggja fundinn og fór síðan aftur heim til sín í Danmörku og fluttist ekki til Íslands fyrr en þrettán árum seinna, árið 1991. Þetta tvennt, sem er góðra gjalda vert en telst varla mikið miðað við það sem margir aðrir lögðu af mörkum, hefur hann í hálfa öld blásið út sem upphaf og hornstein réttindabaráttunnar þar sem hann hafi alla tíð staðið í stafni og verið í aðalhlutverki. Hann fullyrðir að hann hafi verið „eini maðurinn á Íslandi sem gekkst við kynhneigð sinni, (2)“ hann einn hafi stofnað Samtökin 78 sem hafi „orðið til vegna þrotlausrar vinnu, (3)“ hans. Hann hefur líka fullyrt: „enginn einstaklingur hefur unnið kauplaust jafnlengi og ötullega að réttindabaráttu (4“) og hann hafi „verið sá eini sem þorði að leggja til atlögu við alla þá bælingu og það myrkur, hatur og kúgun, sem ríkti í íslensku samfélagi. Einn gegn öllum. (5)“ Óhrekjanleg staðreynd er þó að Hörður Torfason bjó í Danmörku frá 1975 og allan níunda áratuginn meðan baráttan hófst hér heima, náði flugi og bar árangur. Þegar hann kom heim var erfiðasti hjallinn að baki. Hörður tók engan þátt í baráttunni, var ekki meðal frumherjanna og hefur aldrei tekið hinn minnsta þátt í starfi Samtakanna 78. Hann hefur aldrei minnst á þá fjölmargu homma sem lögðu á sig ómælt erfiði á þessum árum við að ná hommum saman og efla samstöðu þeirra og sjálfsmynd. Hörður fjallar aldrei um málefni samkynhneigðra eða annað fólk yfirleitt en sí og æ um viðtalið í Samúel fyrir hálfri öld og ofsóknir og þjáningar sem hann einn hafi mátt þola fyrir að vera yfirlýstur hommi. Hvernig sem það var er ljóst að á þeim árum var ekki óalgengt að hommar yrðu fyrir aðkasti, jafnvel barsmíðum, svo Hörður var ekki sá eini sem lenti í því og fjölmargir mun verr. Hins vegar hefur Hörður ekki sparað að hæða, niðurlægja og rægja samferðamenn sína og brautryðjendur í baráttunni og kallað þá „D-hópinn“ sem vildi bara „ djamm, djús og dóp (6)“ og sagt þá ekki hafa hugsað um annað en skemmtanir og kynlíf, en hann einn hafi hugsað um réttindabaráttu og mannréttindi. Hann hefur endalaust upphafið sjálfan sig í fjölmiðlum sem píslarvott, frelsara og hetju og er að eigin sögn „einn gegn öllum, þjóðfrægur listamaður sem missti umsvifalaust allt úr höndunum og varð að flýja land til að halda lífi. (7)“ Það má öllum vera ljóst að andóf gegn félagslegu mistrétti á sér alltaf langa sögu þar sem samfélagsbreytingar og nýjar aðstæður skapa ný viðhorf, nýtt sjónarhorn sem leiðir menn saman og skapar samstöðu. Að stutt viðtal í tímariti breyti gangi sögunnar er ótrúleg einföldun. Engum er illa við Hörð Torfason því hann er þrátt fyrir allt vænsti maður en það verður að gera þá kröfu til fólks og félagasamtaka sem segjast berjast fyrir mannréttindum og hagsmunum samfélagshópa að virða það sem á undan er gengið, reyna að skilja aðstæður í fortíðinni og setja sig í spor þeirra sem hófu baráttuna, virða þá og halda sig eftir bestu getu, í sannleiksást og einlægni, við það sem raunverulega gerðist. Höfundur gekk til liðs við Samtökin 78 á fyrstu árum þeirra. Tilvísanir: 1 . Facebookfærsla Harðar Torfasonar 31.07.23. 2. DV 03.11.2019. Harðar deilur um baráttusögu samkynhneigðra 3. DV 03.11. 2019. Harðar deilur um baráttusögu samkynhneigðra 4. Facebookfærsla Harðar Torfasonar 02.11.2019 5. Facebookfærsla Harðar Torfasonar 14.08.2023 6. Facebookfærsla Harðar Torfasonar 01.10.2019 7. Facebookfærsla Harðar Torfasonsr 14.08.2023
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun