Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Jakob Bjarnar skrifar 21. maí 2025 15:59 Grímur ræddi kynlífskúgun á þinginu nú fyrir stundu. Hann sagði slík óþverrabrögð algeng þar sem glæpamennirnir treysti á skömm þeirra sem fyrir verða. vísir/anton brink Grímur Grímsson þingmaður Viðreisnar, áður yfirlögregluþjónn, gerði kynlífskúgun að umtalsefni í ræðustól Alþingis nú fyrir stundu. „Kynferðisofbeldi tekur á sig ýmsar myndir. Allar alvarlegar,“ sagði Grímur en hann var einn fjölmargra sem tók til máls á þinginu nú rétt í þessu þar sem fjölmörg mál voru rædd í dagskrárliðnum störf þingsins. Ein birtingarmynd kynferðisofbeldis er það sem nefnt hefur verið kynlífskúgun á Íslandi sem oftar en ekki tengist netnotkun. „Oft er um að ræða skipulagða brotastarfsemi. Í stuttu máli má lýsa slíkri háttsemi sem svo að einstaklingur, oft ungur að árum, sendir mynd af sér til þess sem hann telur vera traustsins verðan. Kynni hafa oft hafist á netinu og oft er um að ræða djarfar mynd, oft eftir að hinn aðilinn hefur sent mynd sem hann segir vera af sér.“ Um leið og myndin hefur verið send kemur hins vegar í ljós að um svik er að ræða. „Hinn áður grunlausi er nú krafinn um fjármuni, öðrum kosti verði vinum og fjölskyldu send myndin. Hluti kúgunarinnar getur einnig verið sá að heimta fleiri myndir. Ungt fólk sem brotið er á með þessum hætti sér oft á tíðum ekki fyrir sér hvernig á að bregðast við. Og lætur undan hótunum, greiðir fjármuni til brotamanna og/eða sendir fleiri myndir af sér.“ Treysta á skömmina Kúgunin hættir hins vegar ekki og brotaþolar upplifa oft mikinn kvíða, skömm, þunglyndi og jafnvel sjálfsvígshugsanir. „Viðkomandi finna fyrir einangrun og einmanaleika, föst í vef ótta og skammar. En skömmin er einmitt er það sem gerendur treysta á. Treysta á að viðkomandi sjái enga leið aðra en verða við kröfum þeirra.“ Grímur sagði að lögreglu bærust nú þegar nokkur símtöl í viku hverri þar sem slík mál væru undir.vísir/vilhelm Grímur segir alls ekki óeðlilegt að ungt fólk kanni sjálfsmynd sína og stofni til kynna á netinu. Og ef gætt er grunnþátta öryggis má draga verulega úr líkum á því að svona nokkuð komi upp. „En það er mikilvægt að þeir sem brotið er á upplifi að til staðar sé hjálp. Og að þeir geti leitað til einhvers sem þeir treysta, foreldra, systkina eða vina. Þeir sem brotið er á með kynlífskúgun þurfa að vera sér meðvitaðir um að versta leiðin er að láta undan kúguninni. Hún mun ekki hætta.“ Nokkur símtöl í viku hverri Grímur minnti á vefsvæði hjálparlínunnar þar sem finna má upplýsingar, 1212 og hjálparsíma Rauða krossins – 1717 gæti verið góður kostur, þegar maður vill eiga samtal við einhvern í trúnaði. „Kynlífskúgun þekkist á Íslandi,“ sagði Grímur og vitnaði í yfirmann kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem hefur sagt að lögreglunni bærust nokkur símtöl á viku vegna þessa ófögnuðar. Grímur sagði þetta samfélagslegt vandamál, ekki aðeins vandamál þeirra sem í lenda heldur samfélagsins alls. Hann hvatti til aukinnar meðvitundar um þessi mál. Alþingi Lögreglan Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Netglæpir Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
„Kynferðisofbeldi tekur á sig ýmsar myndir. Allar alvarlegar,“ sagði Grímur en hann var einn fjölmargra sem tók til máls á þinginu nú rétt í þessu þar sem fjölmörg mál voru rædd í dagskrárliðnum störf þingsins. Ein birtingarmynd kynferðisofbeldis er það sem nefnt hefur verið kynlífskúgun á Íslandi sem oftar en ekki tengist netnotkun. „Oft er um að ræða skipulagða brotastarfsemi. Í stuttu máli má lýsa slíkri háttsemi sem svo að einstaklingur, oft ungur að árum, sendir mynd af sér til þess sem hann telur vera traustsins verðan. Kynni hafa oft hafist á netinu og oft er um að ræða djarfar mynd, oft eftir að hinn aðilinn hefur sent mynd sem hann segir vera af sér.“ Um leið og myndin hefur verið send kemur hins vegar í ljós að um svik er að ræða. „Hinn áður grunlausi er nú krafinn um fjármuni, öðrum kosti verði vinum og fjölskyldu send myndin. Hluti kúgunarinnar getur einnig verið sá að heimta fleiri myndir. Ungt fólk sem brotið er á með þessum hætti sér oft á tíðum ekki fyrir sér hvernig á að bregðast við. Og lætur undan hótunum, greiðir fjármuni til brotamanna og/eða sendir fleiri myndir af sér.“ Treysta á skömmina Kúgunin hættir hins vegar ekki og brotaþolar upplifa oft mikinn kvíða, skömm, þunglyndi og jafnvel sjálfsvígshugsanir. „Viðkomandi finna fyrir einangrun og einmanaleika, föst í vef ótta og skammar. En skömmin er einmitt er það sem gerendur treysta á. Treysta á að viðkomandi sjái enga leið aðra en verða við kröfum þeirra.“ Grímur sagði að lögreglu bærust nú þegar nokkur símtöl í viku hverri þar sem slík mál væru undir.vísir/vilhelm Grímur segir alls ekki óeðlilegt að ungt fólk kanni sjálfsmynd sína og stofni til kynna á netinu. Og ef gætt er grunnþátta öryggis má draga verulega úr líkum á því að svona nokkuð komi upp. „En það er mikilvægt að þeir sem brotið er á upplifi að til staðar sé hjálp. Og að þeir geti leitað til einhvers sem þeir treysta, foreldra, systkina eða vina. Þeir sem brotið er á með kynlífskúgun þurfa að vera sér meðvitaðir um að versta leiðin er að láta undan kúguninni. Hún mun ekki hætta.“ Nokkur símtöl í viku hverri Grímur minnti á vefsvæði hjálparlínunnar þar sem finna má upplýsingar, 1212 og hjálparsíma Rauða krossins – 1717 gæti verið góður kostur, þegar maður vill eiga samtal við einhvern í trúnaði. „Kynlífskúgun þekkist á Íslandi,“ sagði Grímur og vitnaði í yfirmann kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem hefur sagt að lögreglunni bærust nokkur símtöl á viku vegna þessa ófögnuðar. Grímur sagði þetta samfélagslegt vandamál, ekki aðeins vandamál þeirra sem í lenda heldur samfélagsins alls. Hann hvatti til aukinnar meðvitundar um þessi mál.
Alþingi Lögreglan Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Netglæpir Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira