Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2025 21:32 Tölvuþrjótarnir í Fancy bear hafa verið mjög virkir á Vesturlöndum um árabil. Getty Alræmdir rússneskir tölvuþrjótar eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir á samtök, fyrirtæki og stofnanir sem koma að aðstoð Vesturlanda við Úkraínumenn. Eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 jókst umfang þessara árása og hafa þeir meðal annars ráðist á myndavélakerfi á landamærum Úkraínu til að vakta flutninga hergagna. Talið er að þeir hafi getað notað um tíu þúsund myndavélar á landamærum Úkraínu, við herstöðvar og lestarstöðvar og umferðarmyndavélar til að vakta hergagnaflutninga. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá yfirvöldum í Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Eistlandi, Frakklandi, Hollandi, Kanada, Póllandi, Tékklandi og Þýskalandi segir að árásir þessar hafi að mestu verið gerðar af hópi tölvuþrjóta á vegum leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) sem gengur undir nafninu Unit 26165, eða Fancy bear. Hópurinn hefur um árabil verið sakaður um tölvuárásir á Vesturlöndum. Þar á meðal eru árásir á þýska þingið árið 2015, landsnefnd Demókrataflokksins árið 2016 og voru þeir einnig sakaðir um að reyna að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum um þróun bóluefna gegn Covid. Eftir innrásina og eftir að rússneski herinn náði ekki „markmiðum sínum“ munu tölvuþrjótar hópsins hafa byrjað að leggja meiri áherslu á hergagnaframleiðendur, innviði, tæknifyrirtæki, opinberar stofnanir og ýmsa aðra aðila sem koma að áðurnefndi aðstoð. Þessar árásir hafa verið gerðar víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. BBC hefur eftir yfirmanni tölvuvarna hjá Google að allir þeir sem koma með nokkrum hætti að aðstoðinni við Úkraínumenn eigi að líta svo á að þeir séu skotmörk rússneskra tölvuþrjóta. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tölvuárásir Tengdar fréttir Segist búa yfir sönnun um að Rússar hafi hakkað skrifstofu hennar Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur staðfest að fulltrúar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) hafi brotist inn í tölvukerfi hennar árið 2015. 14. maí 2020 08:01 Hafa borið kennsl á og vilja ná í skottið á hakkara GRU Yfirvöld Þýskalands hafa gefið út handtökuskipun gegn manni sem grunaður er um tölvuárás gegn þýska þinginu, á vegum GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. 5. maí 2020 14:37 Alvarleg tölvuárás á utanríkisráðuneyti Austurríkis Utanríkisráðuneyti Austurríkis varð í gær fyrir tölvuárás. Grunur leikur á að útsendari annars ríkis standi að baki árásinni. 5. janúar 2020 17:54 Microsoft segist hafa stöðvað rússneska tölvuþrjóta Þeir eru sagðir hafa reynt að komast yfir notendaupplýsingar íhaldssamra samtaka og hugveitna í Bandaríkjunum. 21. ágúst 2018 10:48 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Talið er að þeir hafi getað notað um tíu þúsund myndavélar á landamærum Úkraínu, við herstöðvar og lestarstöðvar og umferðarmyndavélar til að vakta hergagnaflutninga. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá yfirvöldum í Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Eistlandi, Frakklandi, Hollandi, Kanada, Póllandi, Tékklandi og Þýskalandi segir að árásir þessar hafi að mestu verið gerðar af hópi tölvuþrjóta á vegum leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) sem gengur undir nafninu Unit 26165, eða Fancy bear. Hópurinn hefur um árabil verið sakaður um tölvuárásir á Vesturlöndum. Þar á meðal eru árásir á þýska þingið árið 2015, landsnefnd Demókrataflokksins árið 2016 og voru þeir einnig sakaðir um að reyna að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum um þróun bóluefna gegn Covid. Eftir innrásina og eftir að rússneski herinn náði ekki „markmiðum sínum“ munu tölvuþrjótar hópsins hafa byrjað að leggja meiri áherslu á hergagnaframleiðendur, innviði, tæknifyrirtæki, opinberar stofnanir og ýmsa aðra aðila sem koma að áðurnefndi aðstoð. Þessar árásir hafa verið gerðar víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. BBC hefur eftir yfirmanni tölvuvarna hjá Google að allir þeir sem koma með nokkrum hætti að aðstoðinni við Úkraínumenn eigi að líta svo á að þeir séu skotmörk rússneskra tölvuþrjóta.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tölvuárásir Tengdar fréttir Segist búa yfir sönnun um að Rússar hafi hakkað skrifstofu hennar Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur staðfest að fulltrúar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) hafi brotist inn í tölvukerfi hennar árið 2015. 14. maí 2020 08:01 Hafa borið kennsl á og vilja ná í skottið á hakkara GRU Yfirvöld Þýskalands hafa gefið út handtökuskipun gegn manni sem grunaður er um tölvuárás gegn þýska þinginu, á vegum GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. 5. maí 2020 14:37 Alvarleg tölvuárás á utanríkisráðuneyti Austurríkis Utanríkisráðuneyti Austurríkis varð í gær fyrir tölvuárás. Grunur leikur á að útsendari annars ríkis standi að baki árásinni. 5. janúar 2020 17:54 Microsoft segist hafa stöðvað rússneska tölvuþrjóta Þeir eru sagðir hafa reynt að komast yfir notendaupplýsingar íhaldssamra samtaka og hugveitna í Bandaríkjunum. 21. ágúst 2018 10:48 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Segist búa yfir sönnun um að Rússar hafi hakkað skrifstofu hennar Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur staðfest að fulltrúar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) hafi brotist inn í tölvukerfi hennar árið 2015. 14. maí 2020 08:01
Hafa borið kennsl á og vilja ná í skottið á hakkara GRU Yfirvöld Þýskalands hafa gefið út handtökuskipun gegn manni sem grunaður er um tölvuárás gegn þýska þinginu, á vegum GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. 5. maí 2020 14:37
Alvarleg tölvuárás á utanríkisráðuneyti Austurríkis Utanríkisráðuneyti Austurríkis varð í gær fyrir tölvuárás. Grunur leikur á að útsendari annars ríkis standi að baki árásinni. 5. janúar 2020 17:54
Microsoft segist hafa stöðvað rússneska tölvuþrjóta Þeir eru sagðir hafa reynt að komast yfir notendaupplýsingar íhaldssamra samtaka og hugveitna í Bandaríkjunum. 21. ágúst 2018 10:48