EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. maí 2025 21:42 Espen Barth Eide utanríkisráðherra Noregs, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra Íslands, Sabine Monauni utanríkisráðherra Liechtenstein og Kaja Kallas, utanríkismálastjóri ESB. Ísland, Noregur og Liechtenstein, EFTA-ríkin innan EES, og Evrópusambandið hafa sammælst um að efla samstarf sitt á sviði utanríkis- og öryggismála. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, undirritaði sameiginlega yfirlýsingu þess efnis í tengslum við fund EES-ráðsins sem fram fór í Brussel í dag. Í yfirlýsingunni er kveðið á um pólitískt samráð, að ríkin samræmi afstöðu til alþjóðamála, efli samstarf sitt á sviði öryggis- og varnarmála og vinni saman að því að standa vörð um mannréttindi. „Við núverandi aðstæður á alþjóðavettvangi er mikilvægt að styrkja samstarfið við okkar helstu vina- og samstarfsþjóðir. Samstarf við Evrópusambandið um alþjóðamál hefur frá upphafi verið hluti af EES-samstarfinu og mikilvægt að efla það með þessum hætti,“ sagði Þorgerður í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Úkraína, hungursneyð á Gasa og Norðurslóðir Samkeppnisfærni, viðskipti og efnahagslegt öryggi voru í brennidepli á fundi EES-ráðsins í Brussel. Utanríkisráðherrar EFTA-ríkjanna þriggja áttu einnig pólitískt samráð við Kaju Kallas, utanríkismálastjóra ESB, þar sem rætt var um stöðuna í Úkraínu, ástandið á Gaza og málefni Norðurslóða. Þorgerður Katrín ávarpaði EES-ráðsfundinn og lagði þar áherslu á aukið mikilvægi efnahagslegs öryggis innan EES-samstarfsins og hlutverki þess þegar kemur að eflingu öryggis og viðnámsþróttar innan EES-ríkjanna. Áréttaði hún að viðskiptahindranir geti haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslegt öryggi. Utanríkisráðherra fundar í fyrramálið með Maroš Šefčovič, framkvæmdastjóra utanríkisviðskipta og efnahagslegs öryggis í framkvæmdastjórn ESB sem einnig fer með málefni EES-samstarfsins, en hann tók einnig þátt í fundi EES-ráðsins í dag. Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur EFTA Utanríkismál Tengdar fréttir Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Utanríkisráðherra Íslands segir alþjóðasamfélagið þurfa að bregðast harðar við aðgerðum Ísrael ellegar horfa upp á þjóðernishreinsanir á Gasa. Takturinn sé að breytast hjá ríkjum Evrópu en meira þurfti til. Beita þurfi Ísrael þvingunum opni þeir ekki fyrir mannúðaraðstoð. 21. maí 2025 20:03 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, undirritaði sameiginlega yfirlýsingu þess efnis í tengslum við fund EES-ráðsins sem fram fór í Brussel í dag. Í yfirlýsingunni er kveðið á um pólitískt samráð, að ríkin samræmi afstöðu til alþjóðamála, efli samstarf sitt á sviði öryggis- og varnarmála og vinni saman að því að standa vörð um mannréttindi. „Við núverandi aðstæður á alþjóðavettvangi er mikilvægt að styrkja samstarfið við okkar helstu vina- og samstarfsþjóðir. Samstarf við Evrópusambandið um alþjóðamál hefur frá upphafi verið hluti af EES-samstarfinu og mikilvægt að efla það með þessum hætti,“ sagði Þorgerður í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Úkraína, hungursneyð á Gasa og Norðurslóðir Samkeppnisfærni, viðskipti og efnahagslegt öryggi voru í brennidepli á fundi EES-ráðsins í Brussel. Utanríkisráðherrar EFTA-ríkjanna þriggja áttu einnig pólitískt samráð við Kaju Kallas, utanríkismálastjóra ESB, þar sem rætt var um stöðuna í Úkraínu, ástandið á Gaza og málefni Norðurslóða. Þorgerður Katrín ávarpaði EES-ráðsfundinn og lagði þar áherslu á aukið mikilvægi efnahagslegs öryggis innan EES-samstarfsins og hlutverki þess þegar kemur að eflingu öryggis og viðnámsþróttar innan EES-ríkjanna. Áréttaði hún að viðskiptahindranir geti haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslegt öryggi. Utanríkisráðherra fundar í fyrramálið með Maroš Šefčovič, framkvæmdastjóra utanríkisviðskipta og efnahagslegs öryggis í framkvæmdastjórn ESB sem einnig fer með málefni EES-samstarfsins, en hann tók einnig þátt í fundi EES-ráðsins í dag.
Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur EFTA Utanríkismál Tengdar fréttir Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Utanríkisráðherra Íslands segir alþjóðasamfélagið þurfa að bregðast harðar við aðgerðum Ísrael ellegar horfa upp á þjóðernishreinsanir á Gasa. Takturinn sé að breytast hjá ríkjum Evrópu en meira þurfti til. Beita þurfi Ísrael þvingunum opni þeir ekki fyrir mannúðaraðstoð. 21. maí 2025 20:03 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Utanríkisráðherra Íslands segir alþjóðasamfélagið þurfa að bregðast harðar við aðgerðum Ísrael ellegar horfa upp á þjóðernishreinsanir á Gasa. Takturinn sé að breytast hjá ríkjum Evrópu en meira þurfti til. Beita þurfi Ísrael þvingunum opni þeir ekki fyrir mannúðaraðstoð. 21. maí 2025 20:03