Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Atli Ísleifsson skrifar 22. maí 2025 13:49 Áætlað er að með breytingunni styttist akstursleiðin á leið 4 um 1,2 kílómetra. Vísir/Vilhelm Strætisvagnaleið 4 mun brátt hætta að keyra krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut í Reykjavík á leið sinni og mun þess í stað fara um Kringlumýrarbraut. Breytingar á leiðinni taka gildi í lok sumars þegar um 400 metra forgangsakrein fyrir strætisvagna verður komið fyrir á Kringlumýrarbraut, milli Háaleitisbrautar að Miklubrautar. Þetta var ákveðið á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í gær. Í greinargerð samgöngustjóra Reykjavíkurborgar segir að með breytingunni styttist akstursleiðin um 1,2 km og um þrjár til sjö mínútur. þannig sé áætlað að breytingin stytti aksturstíma um 150 til 350 klukkustundir á mánuði Þar að auki batnar aðgengi þeirra sem búa og starfa vestan Kringlumýrarbrautar, en að leið 11 mun áfram aka Háaleitisbraut og halda uppi þjónustu þar. Sjálfstæðismenn ekki ánægðir Sjálfstæðismenn í ráðinu greiddu atkvæði gegn tillögunni og sögðu hana munu hafa í för með sér verulega skerðingu á strætisvagnaþjónustu í Múlahverfi. „Við breytinguna mun leiðin hætta að þjóna tíu biðstöðvum í þessu fjölsótta hverfi. Í hverfinu eru margir fjölmennir vinnustaðir, vinsælar verslanir og Fjölbrautaskólinn við Ármúla svo eitthvað sé nefnt,“ segir í bókun Sjálfstæðismanna. Leið 4 ekur milli Skúlagötu og Breiðholts með viðkomu meðal annars í Mjódd og Hamraborg. Strætó Tíu stöðvar hverfa af leiðinni Eins og staðan er í dag þá er leið 4 á þá leið, þegar keyrt er úr Kópavogi, að vagninn beygir frá Kringlumýrarbraut í austur á Miklubraut, þar sem stoppistöðin „Kringlan“ sé staðsett. Hún heldur svo áfram í norður eftir Háaleitisbraut þar sem stöðvarnar „Fellsmúli“, „Háaleitisbraut“, „Samgöngustofa“ og „Lágmúli“ eru staðsettar. Leiðin ekur sömu leið í hina áttina, það er beygir austur inn á Háaleitisbraut og síðan í vestur eftir Miklubraut. Breytingin felur því í sér að fimm biðstöðvar í hvora átt verða ekki lengur hluti af leið 4. „Álftamýri“ bætist við Við breytinguna bætast við stoppistöðvar sem kallast „Álftamýri“ beggja vegna við Kringlumýrarbraut við gatnamótin Kringlumýrarbraut-Háaleitisbraut sem kemur til móts við þær biðstöðvar sem detta út. Í greinargerðinni kemur fram að innstig/útstig eru um 230 á hverjum degi á stoppistöðvunum fimm sem munu detta út á leiðinni. Leið 4 ekur milli Skúlagötu og Breiðholts með viðkomu meðal annars í Mjódd og Hamraborg.strætó Strætó Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Auka á þjónustu Strætó í haust á ákveðnum leiðum. Ákveðnar leiðir munu ganga lengra fram á kvöld og tíðni ákveðinna leiða verður aukinn á annatíma og á milli annatíma. Þjónustuaukningunni er ætla að venja fólk við aukinni tíðni áður en nýtt leiðanet tekur gildi með tilkomu Borgarlínunnar árið 2031. 22. maí 2025 10:21 Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Uppbygging forgangsakreinar fyrir strætisvagna á Kringlumýrarbraut er í undirbúningi á um fimm hundruð metra kafla á milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar. Umferð fjölskyldubílsins þarf ekki að víkja fyrir akreininni heldur verður miðeyja minnkuð. 23. janúar 2025 11:20 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira
Breytingar á leiðinni taka gildi í lok sumars þegar um 400 metra forgangsakrein fyrir strætisvagna verður komið fyrir á Kringlumýrarbraut, milli Háaleitisbrautar að Miklubrautar. Þetta var ákveðið á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í gær. Í greinargerð samgöngustjóra Reykjavíkurborgar segir að með breytingunni styttist akstursleiðin um 1,2 km og um þrjár til sjö mínútur. þannig sé áætlað að breytingin stytti aksturstíma um 150 til 350 klukkustundir á mánuði Þar að auki batnar aðgengi þeirra sem búa og starfa vestan Kringlumýrarbrautar, en að leið 11 mun áfram aka Háaleitisbraut og halda uppi þjónustu þar. Sjálfstæðismenn ekki ánægðir Sjálfstæðismenn í ráðinu greiddu atkvæði gegn tillögunni og sögðu hana munu hafa í för með sér verulega skerðingu á strætisvagnaþjónustu í Múlahverfi. „Við breytinguna mun leiðin hætta að þjóna tíu biðstöðvum í þessu fjölsótta hverfi. Í hverfinu eru margir fjölmennir vinnustaðir, vinsælar verslanir og Fjölbrautaskólinn við Ármúla svo eitthvað sé nefnt,“ segir í bókun Sjálfstæðismanna. Leið 4 ekur milli Skúlagötu og Breiðholts með viðkomu meðal annars í Mjódd og Hamraborg. Strætó Tíu stöðvar hverfa af leiðinni Eins og staðan er í dag þá er leið 4 á þá leið, þegar keyrt er úr Kópavogi, að vagninn beygir frá Kringlumýrarbraut í austur á Miklubraut, þar sem stoppistöðin „Kringlan“ sé staðsett. Hún heldur svo áfram í norður eftir Háaleitisbraut þar sem stöðvarnar „Fellsmúli“, „Háaleitisbraut“, „Samgöngustofa“ og „Lágmúli“ eru staðsettar. Leiðin ekur sömu leið í hina áttina, það er beygir austur inn á Háaleitisbraut og síðan í vestur eftir Miklubraut. Breytingin felur því í sér að fimm biðstöðvar í hvora átt verða ekki lengur hluti af leið 4. „Álftamýri“ bætist við Við breytinguna bætast við stoppistöðvar sem kallast „Álftamýri“ beggja vegna við Kringlumýrarbraut við gatnamótin Kringlumýrarbraut-Háaleitisbraut sem kemur til móts við þær biðstöðvar sem detta út. Í greinargerðinni kemur fram að innstig/útstig eru um 230 á hverjum degi á stoppistöðvunum fimm sem munu detta út á leiðinni. Leið 4 ekur milli Skúlagötu og Breiðholts með viðkomu meðal annars í Mjódd og Hamraborg.strætó
Strætó Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Auka á þjónustu Strætó í haust á ákveðnum leiðum. Ákveðnar leiðir munu ganga lengra fram á kvöld og tíðni ákveðinna leiða verður aukinn á annatíma og á milli annatíma. Þjónustuaukningunni er ætla að venja fólk við aukinni tíðni áður en nýtt leiðanet tekur gildi með tilkomu Borgarlínunnar árið 2031. 22. maí 2025 10:21 Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Uppbygging forgangsakreinar fyrir strætisvagna á Kringlumýrarbraut er í undirbúningi á um fimm hundruð metra kafla á milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar. Umferð fjölskyldubílsins þarf ekki að víkja fyrir akreininni heldur verður miðeyja minnkuð. 23. janúar 2025 11:20 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira
Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Auka á þjónustu Strætó í haust á ákveðnum leiðum. Ákveðnar leiðir munu ganga lengra fram á kvöld og tíðni ákveðinna leiða verður aukinn á annatíma og á milli annatíma. Þjónustuaukningunni er ætla að venja fólk við aukinni tíðni áður en nýtt leiðanet tekur gildi með tilkomu Borgarlínunnar árið 2031. 22. maí 2025 10:21
Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Uppbygging forgangsakreinar fyrir strætisvagna á Kringlumýrarbraut er í undirbúningi á um fimm hundruð metra kafla á milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar. Umferð fjölskyldubílsins þarf ekki að víkja fyrir akreininni heldur verður miðeyja minnkuð. 23. janúar 2025 11:20